Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 30. nóvember 2020 23:02
Victor Pálsson
Newcastle gæti fengið liðsstyrk frá Chelsea
Mynd: Getty Images
Newcastle United gæti reynt að fá liðsstyrk frá Chelsea í byrjun næsta árs ef marka má fréttir ytra í kvöld.

Northern Echo segir að Steve Bruce, stjóri Newcastle, vilji styrkja vörnina og horfir á hóp Chelsea þessa stundina.

Maðurinn sem gæti verið fáanlegur er Fikayo Tomori en hann fær lítið sem ekkert að spila í vörn Chelsea.

Thiago Silva og Kurt Zouma spila saman í vörn Chelsea og þá er Antonio Rudiger þriðji maður.

Tomori var nálægt því að fara til West Ham á lokadegi félagaskiptagluggans í sumar en hætti við á síðustu stundu.

Um væri að ræða lánssamning en Chelsea ku ekki vilja selja hann strax.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner