Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fös 31. janúar 2020 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ási Arnars: Vantar reynslu og gæði í hópinn
Þurfum að vinna úrvalsdeildarlið til að fá stig í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Árni lék ekki með Fjölni í gær.
Jóhann Árni lék ekki með Fjölni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var hörkuleikur. Þetta var alvöru prófraun fyrir okkur þar sem Valur er með öflugt lið. Strákarnir stóðu sig vel og leikurinn hefði alveg getað farið á hinn veginn," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir 0-1 tap gegn Val í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í gærkvöldi.

Kaj Leo í Bartalsstovu skoraði eina mark leiksins á 54. mínútu með góðu skoti fyrir utan teig. Það var mikil orka í Fjölnis liðinu og sérstaklega síðasta kortérið var liðið líklegt til að jafna leikinn.

Viðtalið í heild sinni má sjá efst í spilaranum.

„Mér fannst orka í liðinu allan tímann. Við sköpuðum möguleika framávið í gegnum leikinn, ég hefði viljað sjá okkur skora í þessum leik," sagði Ási.

Ási var spurður út í framherjamál hjá Fjölni. Albert Brynjar Ingason leiddi framlínu liðsins þegar liðið endaði í 2. sæti Inkasso-deildarinnar í fyrra en hann söðlaði um og leikur með Kórdrengjum í 2. deild í sumar.

Ingibergur Kort Sigurðsson spilaði stóran hluta leiksins sem fremsti maður og þá kom Jón Gísli Ström inn á í seinni hálfleik og leysti framherjastöðuna. Er það í plönum Fjölnis að styrkja liðið framávið?

„Við erum auðvitað að skoða styrkingarmál almennt, meðal annars framávið. Við erum einnig með Viktor (Andra Hafþórsson) sem getur leyst stöðu framherja."

„Almennt séð vantar okkur svolítið reynslu fyrir Pepsi-deildina og gæði. Við erum að skoða hvað við getum gert. Það er alveg mögulegt að við bætum eitthvað við, það kemur bara í ljós."


Torfi Tímóteus Gunnarsson og Jóhann Árni Gunnarsson léku ekki með Fjölni í gær. Ási var spurður út í þeirra fjarveru.

„Við vildum ekki nota stjörnurnar okkar á gervigrasinu í dag," gantaðist Ási og vitnaði þar í að bæði Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen léku ekki með Víkingum fyrr um kvöldið vegna meiðslahættu.

„Nei, þeir eru meiddir báðir tveir," sagði Ási um fjarveru leikmannanna tveggja. Hann var að lokum beðin um að gera upp Reykjavíkurmótið í heild, hvað tekur hann úr þessu móti?

„Við erum alltaf að reyna bæta okkur. Við vinnum í Reykjavikurmótinu út frá frammistöðu í leikjum, kannski meira en úrslitum. Við tökum út úr þessu að við þurfum að bæta okkur - við höfum ekki unnið úrvalsdeildarlið á árinu, við þurfum að gera það til fá einhver stig í sumar," sagði Ási við Fótbolta.net að lokum.
Athugasemdir
banner
banner