Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 31. maí 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 4. umferð: Mesta vitleysa sem ég hef tekið þátt í
Albert Hafsteinsson (Fram)
Lengjudeildin
Markinu á föstudag fagnað
Markinu á föstudag fagnað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Skoraði markið sem tryggði Frömurum stigin þrjú," skrifaði Anton Freyr Jónsson, fréttamaður Fótbolta.net, í skýrsluna eftir sigur Fram gegn Fjölni á föstudag.

Anton skrifaði þarna um Albert Hafsteinsson sem skoraði sigurmark leiksins og valdi Anton hann sem mann leiksin. Albert er besti leikmaður fjórðu umferðar Lengjudeildarinnar á Fótbolti.net.

Sjá einnig:
Úrvalslið 4. umferðar í Lengjudeildinni

„Þórir hælar hann á Fred sem reynir skot sem fer af varnarmanni og boltinn hrekkur beint á Albert Hafsteinsson sem setur boltann í netið!" skrifaði Anton á 22. mínútu leiksins þegar Albert skoraði.

Aðstæður voru ekki frábærar, mikill vindur og rigning í þokkabót. Leik í Breiðholti var frestað á sama tíma en leikurinn fór fram í Grafarvogi. Fótbolti.net heyrði í Alberti í dag og spurði hann út í leikinn.

„Ég hef spilað í 2-3 svipuðum leikjum áður. Út af rigningunni var þetta mesta vitleysa sem ég hef tekið þátt í. Helmingur af leiknum fór í að taka innköst út af vindinum og ég veit ekki af hverju leikurinn var spilaður," sagði Albert.

„Eftir að Pétur flautaði af var maður mjög sáttur og hef ég sjaldan verið jafn sáttur eftir leik. Það var rosalega ljúft að heyra lokaflautið eftir öll hlaupin með rigninguna í andlitið," bætti Albert við.

Nánar var rætt við Albert og verður ítarlegra viðtal við hann birt seinna í dag.

Leikmenn umferðarinnar í Lengjudeildinni:
3. umferð: Gonzalo Zamorano (ÍBV)
2. umferð: Kristófer Óskar Óskarsson (Afturelding)
1. umferð: Pétur Theodór Árnason (Grótta)
Athugasemdir
banner
banner