Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
banner
   fös 31. ágúst 2018 21:54
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Frábær framistaða hjá mínu liði
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara hörku leikur, í hörku stemningu í húsinu, gaman að koma hérna í dag, við lögðum upp með ákveðið skipurleg og það gekk bara nokkuð vel og eiginlega bara mjög vel, vorum þéttir og gáfum lítil færi á okkur, þeir skora nátturlega úr horni sem er kannski svekkjandi á endanum að það skuli ráða úrsitum en frábær framistaða hjá mínu liði." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 1 -  0 Njarðvík

Njarðvíkingar heimsóttu heimamenn í HK í kórnum í kvöld. Leikurinn var gríðarlega þýðingarmikill fyrir bæði lið en bæði lið eru í hörku baráttu á sitthvorum enda töflunnar, HK í baráttu um sæti í Pepsí og Njarðvíkingar í baráttu um að halda sæti sínu í Inkasso að ári. Leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna.
Eftir mark HK virtist slokkna svolítið á gestunum en þeir mættu sterkir aftur eftir leikhlé.
„Við héldum samt skipurlagi allan tímann, vorum alltaf þéttir, unnu þetta saman sem lið allan leikinn þannig það var ekkert spurning um það en svo nátturlega komum við í restina af krafti og hefðum mögulega getað skorað þar með nokkrum optionum bæði í innköstum og annað en það sem situr eftir eftir leikinn er bara frábær framistaða liðsins.

Aðspurður af því hvað honum fannst meiga bæta til að tryggja sín markmið var að halda bara áfram sömu braut.
„Það er að halda áfram eins og við höfum verið að gera, við erum að spila vel saman sem lið og ég held að bæði í þeim leikjum sem eftir eru að þá ætlum við að halda því áfram. Við erum þéttur hópur, í dag vanntaði þrjá menn sem eru í leikbanni hjá okkur samt að spila á móti topp liði og gefa þeim bara alvöru leik, þeir voru bara komnir í panik í lokinn og annað, það sýnir kannski breiddina í okkar hópi að þótt hópurinn sé ekki stór að þá er hann vel þéttur og jafn."

Athygli vakti að Formaður knattspyrnudeildar Njarðvíkur Árni Þór Ármannson var í leikmannahóp Njarðvíkur í kvöld en hann hefur ekkert spilað síðan sumarið 2015, þá með Víði Garði.
„Við erum með ákveðin hóp sem við erum að vinna með og spila á í sumar, við erum þéttur hópur, Árni á helling af leikjum fyrir félagið og er formaður og ákváðum að nýta okkur krafta hans þegar við sáum fram á að það yrðu þrír í leikbanni. Öll reynsla er góð í þessari baráttu, hvort sem hún er æfingarform eða á leikdögum."

Framundan er risastór leikur í botnbaráttunni en þá fá Njarðvíkingar Magna í heimsókn, sigur þar og Njarðvíkingar fara langleiðina með að tryggja sig.
„Ég er sammála því, við höfum spila reglulega við Magna síðustu ár, alltaf verið hörku leikir, sem dæmi í fyrra náðum við að jafna á síðustu sekúndunni á móti þeim heima og það verður bara aftur held ég alvöru leikur, þeir selja sig dýrt, þeir eru dálítið fyrir neðan okkur eins og staðan er akkurat núna, þeir eiga ÍA á morgun, hvað gerist þar vitum við ekki en við ætlum okkur sigur þar það er einfalt."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner