Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 31. ágúst 2018 21:54
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Frábær framistaða hjá mínu liði
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var bara hörku leikur, í hörku stemningu í húsinu, gaman að koma hérna í dag, við lögðum upp með ákveðið skipurleg og það gekk bara nokkuð vel og eiginlega bara mjög vel, vorum þéttir og gáfum lítil færi á okkur, þeir skora nátturlega úr horni sem er kannski svekkjandi á endanum að það skuli ráða úrsitum en frábær framistaða hjá mínu liði." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leik.

Lestu um leikinn: HK 1 -  0 Njarðvík

Njarðvíkingar heimsóttu heimamenn í HK í kórnum í kvöld. Leikurinn var gríðarlega þýðingarmikill fyrir bæði lið en bæði lið eru í hörku baráttu á sitthvorum enda töflunnar, HK í baráttu um sæti í Pepsí og Njarðvíkingar í baráttu um að halda sæti sínu í Inkasso að ári. Leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna.
Eftir mark HK virtist slokkna svolítið á gestunum en þeir mættu sterkir aftur eftir leikhlé.
„Við héldum samt skipurlagi allan tímann, vorum alltaf þéttir, unnu þetta saman sem lið allan leikinn þannig það var ekkert spurning um það en svo nátturlega komum við í restina af krafti og hefðum mögulega getað skorað þar með nokkrum optionum bæði í innköstum og annað en það sem situr eftir eftir leikinn er bara frábær framistaða liðsins.

Aðspurður af því hvað honum fannst meiga bæta til að tryggja sín markmið var að halda bara áfram sömu braut.
„Það er að halda áfram eins og við höfum verið að gera, við erum að spila vel saman sem lið og ég held að bæði í þeim leikjum sem eftir eru að þá ætlum við að halda því áfram. Við erum þéttur hópur, í dag vanntaði þrjá menn sem eru í leikbanni hjá okkur samt að spila á móti topp liði og gefa þeim bara alvöru leik, þeir voru bara komnir í panik í lokinn og annað, það sýnir kannski breiddina í okkar hópi að þótt hópurinn sé ekki stór að þá er hann vel þéttur og jafn."

Athygli vakti að Formaður knattspyrnudeildar Njarðvíkur Árni Þór Ármannson var í leikmannahóp Njarðvíkur í kvöld en hann hefur ekkert spilað síðan sumarið 2015, þá með Víði Garði.
„Við erum með ákveðin hóp sem við erum að vinna með og spila á í sumar, við erum þéttur hópur, Árni á helling af leikjum fyrir félagið og er formaður og ákváðum að nýta okkur krafta hans þegar við sáum fram á að það yrðu þrír í leikbanni. Öll reynsla er góð í þessari baráttu, hvort sem hún er æfingarform eða á leikdögum."

Framundan er risastór leikur í botnbaráttunni en þá fá Njarðvíkingar Magna í heimsókn, sigur þar og Njarðvíkingar fara langleiðina með að tryggja sig.
„Ég er sammála því, við höfum spila reglulega við Magna síðustu ár, alltaf verið hörku leikir, sem dæmi í fyrra náðum við að jafna á síðustu sekúndunni á móti þeim heima og það verður bara aftur held ég alvöru leikur, þeir selja sig dýrt, þeir eru dálítið fyrir neðan okkur eins og staðan er akkurat núna, þeir eiga ÍA á morgun, hvað gerist þar vitum við ekki en við ætlum okkur sigur þar það er einfalt."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner