Man Utd horfir til markvarðarins Martínez - Díaz vill fara frá Liverpool til Bayern
Jói B: Þeir sem eru með ÍR tattú verða að vera í ÍR
Reynir Haralds: Ástríðan farin að minnka og vildi klára hringinn heima
Fyrsti leikur Óskars sem Víkingur: „Hafði trú á að við myndum jafna“
Jónatan tók eitt fyrir liðið: „Ekki þægilegt, en þess virði“
Gylfa fórnað: „Fannst henta liðinu að vera með meiri hraða“
Túfa: Höfðum ekki verið á toppnum í 1435 daga
5. deild: Stórsigrar hjá Uppsveitum og Spyrni
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
   fös 20. júlí 2018 21:47
Kristófer Jónsson
Rafn Markús: Þeir voru einfaldlega sterkari
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum svekktur eftir 3-0 tap sinna manna gegn Þrótti R. á Eimskipsvellinum í kvöld.

„Þeir voru einfaldlega bara sterkari en við í dag. Við gerðum ágætlega í fyrri hálfleik og héldum þeim í núllinu en svo taka þeir okkur á 60 mínútna kafla og skora þrjú." sagði Rafn eftir leik.

Njarðvíkingar byrjuðu leikinn betur og héldu boltanum vel fyrstu þrjátíu mínútur leiksins áður en að Þróttur komst betur inní leikinn.

„Við erum betri sem lið fyrstu þrjátíu mínúturnar. Svo gengu Þróttararnir á lagið og skora. Þá er þetta orðið erfitt."

Njarðvík situr í tíunda sæti deildarinnar með tíu stig, jafn mikið og ÍR sem á leik til góða fyrir neðan þá. Næsti leikur liðsins er heimaleikur á móti Leikni.

„Leiknir er það lið sem við höfum spilað mikið á móti og það hefur gengið vel. Við unnum þá í fyrri umferðinni og ætlum okkur að vinna þá heima." sagði Rafn að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner