Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   fös 20. júlí 2018 21:47
Kristófer Jónsson
Rafn Markús: Þeir voru einfaldlega sterkari
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafn Markús Vilbergsson, þjálfari Njarðvíkur, var að vonum svekktur eftir 3-0 tap sinna manna gegn Þrótti R. á Eimskipsvellinum í kvöld.

„Þeir voru einfaldlega bara sterkari en við í dag. Við gerðum ágætlega í fyrri hálfleik og héldum þeim í núllinu en svo taka þeir okkur á 60 mínútna kafla og skora þrjú." sagði Rafn eftir leik.

Njarðvíkingar byrjuðu leikinn betur og héldu boltanum vel fyrstu þrjátíu mínútur leiksins áður en að Þróttur komst betur inní leikinn.

„Við erum betri sem lið fyrstu þrjátíu mínúturnar. Svo gengu Þróttararnir á lagið og skora. Þá er þetta orðið erfitt."

Njarðvík situr í tíunda sæti deildarinnar með tíu stig, jafn mikið og ÍR sem á leik til góða fyrir neðan þá. Næsti leikur liðsins er heimaleikur á móti Leikni.

„Leiknir er það lið sem við höfum spilað mikið á móti og það hefur gengið vel. Við unnum þá í fyrri umferðinni og ætlum okkur að vinna þá heima." sagði Rafn að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner