Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   þri 25. júní 2019 22:39
Mist Rúnarsdóttir
Aníta Dögg: Giskaði á horn
Kvenaboltinn
Aníta Dögg varði vítaspyrnu í stöðunni 0-0
Aníta Dögg varði vítaspyrnu í stöðunni 0-0
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er geggjað. Þetta er það sem við lögðum upp með. Við ætluðum að vinna þennan leik og við kláruðum það,“ sagði markvörður FH, Aníta Dögg Guðmundsdóttir, eftir 2-1 sigur á grönnum sínum í Haukum. Sigurinn skýtur FH-ingum upp í 2. sæti Inkasso-deildarinnar.

Lestu um leikinn: Haukar 1 -  2 FH

„Við ætluðum að hápressa og reyna að hræða þær strax, reyna að setja mark strax. Það kom ekki alveg strax en svo kom geggjað mark,“ svaraði Aníta aðspurð um uppleggið fyrir leik.

FH-ingum tókst vissulega að pressa stíft í byrjun en svo tók við kafli þar sem Haukar fengu þrjú dauðafæri. Meðal annars vítaspyrnu sem Anítu tókst að verja. Hvað fór í gegnum kollinn á henni þá?

„Ég varð að verja þetta! 0-0 staða og við megum ekki fá mark á okkur núna,“ sagði Aníta og viðurkenndi að hún hefði giskað á horn til að skutla sér í.

„Ég giskaði á horn. Hún var búin að horfa þangað,“ sagði Aníta, ánægð eftir sigurleikinn.

Nánar er rætt við markmanninn efnilega í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir