Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   lau 01. apríl 2023 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samsungvellinum
Frábær verðlaun fyrir stórgóða frammistöðu - „Það er alltaf heiður"
Kvenaboltinn
Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á EM 2017.
Á EM 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María Jessen hefur verið í fantaformi á undirbúningstímabilinu. Hún var auðvitað á skotskónum í dag þegar Þór/KA tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Stjörnunni í úrslitaleik Lengjubikarsins.

Lestu um leikinn: Stjarnan 7 -  6 Þór/KA

„Ég er fyrst og fremst stolt af okkar framlagi í þessu móti og ég held að við höfum náð að koma mörgum á óvart. Það er klárlega margt jákvætt sem við getum tekið úr þessu," sagði Sandra María við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Við gáfum okkar besta. Við vitum að það eru mikil gæði í Stjörnuliðinu. Við komum í þennan leik til að vinna. Það tókst ekki í dag, en við gerðum samt vel og erum alveg sáttar með það sem við gerðum."

Sandra skoraði alls tólf mörk í sjö leikjum í Lengjubikarnum og var hún á dögunum verðlaunuð fyrir frammistöðu sína með sæti í A-landsliðinu. Hún var valin í hópinn í fyrsta sinn í tæplega tvö og hálft ár. Hún er að snúa til baka í landsliðið eftir að hafa eignast barn árið 2021. Hún sneri til baka á völlinn á síðasta tímabili og skoraði þá átta mörk í Bestu deildinni.

„Það er alltaf heiður að vera valin í landsliðshóp og merki um að maður sé að gera eitthvað rétt. Núna er undir mér komið að nýta tækifærið og sanna það að ég eigi að vera í þessum hóp. Ég tek sætinu og reyni að hafa gaman að því, gera mitt besta."

„Ég er mjög spennt. Ég hef áður tekið pásur frá landsliðinu þegar ég hef slitið krossband. Þetta er lengsta pásan og það verður rosalega gaman að hitta stelpurnar aftur. Það er mikið af nýjum andlitum í hópnum en samt sem áður þekkir maður margar. Ég held að þetta verði rosalega skemmtilegt; það er mikið efni í þessum hóp og stór verkefni framundan."

„Mér finnst ég vera að ná ákveðnum toppi í líkamlegri getu. Skilningurinn er orðinn meiri. Ég náði að grípa mikla reynslu út í Þýskalandi og mér finnst ég ná að nýta það í deildinni hérna. Þó ég sé 28 ára er enn nóg eftir."

Hún heldur því opnu að fara aftur erlendis. „Ég ætla að einbeita mér að tímabilinu og svo skoða ég það þegar líða fer á tímabilið hvað er í boði. Það er eitt að spila þegar maður er einstæð og annað þegar maður er komin með fjölskyldu."

Hægt er að skoða viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan en þar ræðir Sandra um það af hverju hún er búin að skora svona mikið.
Athugasemdir
banner