Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 01. október 2023 22:33
Sölvi Haraldsson
Arnar Grétars vildi skora 7 til 8 mörk: Það hefði enginn sagt neitt við því
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Mér fannst frammistaðan frábær, frá A til Ö. Mér fannst við vera miklu betri í fyrri hálfleik og það hefði ekki verið ósanngjarnt ef við hefðum farið inn í hálfleikinn með þriggja marka forystu þar. En fylgdum á eftir í seinni hálfleik og vorum mjög góðir, skoruðum nokkur mörk en heilt yfir er ég mjög ánægður með frammistöðuna.“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, eftir 4-1 sigur á FH í seinasta heimaleik sumarsins. 


Lestu um leikinn: Valur 4 -  1 FH

Arnar var mjög sáttur með sína menn í kvöld fannst eins og þeir gætu unnið miklu stærra miðað við öll færin sem þeir fengu.

Við hefðum getað skorað fullt af mörkum í fyrri hálfeik og ég veit ekki hversu mörg færi við vorum búnir að fá fram að 2-1. Það hefði ekkert verið ósanngjarnt að skora 7 til 8 mörk í þessum leik, það hefði enginn sagt neitt við því. Frammistaðan heilt yfir mjög góð. Það er rosalega margt til að vera ánægður með.“

Arnar vildi kvitta fyrir seinustu tvo leiki tímabilsins gegn FH þar sem þeir tóku 1 stig af 6.

Við getum sagt það að FH hafi svolítið miklu að keppa varðandi Evrópu. Við vorum alveg búnir að segja það líka að í báðum leikjum sumarsins gegn FH, þar sem við töpuðum einu sinni og gerðum einu sinni jafntefli, hafi það verið ósanngjörn úrslit. Við vildum kvitta fyrir þessa tvo leiki og þetta var frábært svar frá liðinu.

Það er mikið búið að tala um stöðuna hjá Hauki Páli hjá Val og þá sömuleiðis stöðuna hjá Sveini Sigurði hjá Val, Arnar Grétarsson var spurður um þeirra framtíð hjá félaginu. 

Þú verður bara að sjá hvernig staðan verður með Hauk. Hann er ekki búinn að fá mikinn spiltíma með okkur. Þrátt fyrir það er hann búinn að vera frábær fyrir okkur sem sýnir alvöru leiðtoga. Svenni (Sveinn Sigurður) er búinn að setja mikið á bekknum og er að fá mínútur núna. Hann er búinn að standa sig gífurlega vel. Það kæmi mér ekkert á óvart ef það væri gert eitthvað þar en síðan bara skoðum við hina stöðuna.“

Arnar var spurður hvort hann verði áfram með Val næsta sumar. Hann sagði þá að hann væri með samning út næsta sumar líka.

Þetta er bara eins og allir þessir leikir í þessu umspili, þetta eru erfiðir leikir. Við erum að fara að spila á móti Íslands- og bikarmeisturum. Við viljum fara þangað og sækja þrjú stig og enda þetta á alvöru máta, það verður bara alvöru leikur.“ sagði Arnar Grétarsson að lokum eftir 4-1 sigur á FH í seinasta heimaleik Vals í sumar. 

Nánar er rætt við Arnar í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner