Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fim 02. júlí 2020 21:32
Anton Freyr Jónsson
Palli Gísla: Einhverjir vilja meina að það sé galið
Lengjudeildin
Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórsara
Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórsara
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þróttur Reykjavík og Þór Akureyri mættust á Eimskipsvellinum í kvöld í 3. umferð Lengjudeildarinnar og höfðu Þórsarar betur 2-0. Alvaro Montejo og Jóhann Helgi skoruðu mörk Þórs og eru Þórsarar með fullt hús stiga en Þróttarar án stiga.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  2 Þór

Páll Viðar Gíslason var kátur með leik sinna manna í kvöld, eðlilega.

„Mín fyrstu viðbrögð að ég er ánægður að fara héðan með 3.stig fyrir það fyrsta og í öðru lagi að ná að halda hreinu loksins og í þriðja lagi á mjög erfiðum útivelli vill ég taka sérstaklega fram á móti góðu liði."

„Ég held að við höfum gert þeim smá erfitt fyrir þarna í fyrri hálfleik þegar við náum að skora þessi mörk með smá breytingum."

Þórsarar byrjuðu leikinn gríðarlega vel og fara með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn og virtust slaka aðeins á í þeim síðari og var Palli spurður hvort það hafi verið uppleggið að keyra á þá í fyrri hálfleik og liggja síðan aðeins til baka

„Jájá og við ætluðum reyndar að gera það í seinni hálfleik líka vegna þess að það er oft hættumerki þegar þú ert komin 2-0 yfir að ætla setjast og halda einhverju, það var vissulega ekki ætlunin okkar að liggja enn meira til baka, við ætluðum að vera agresívir líka en leikmenn Þórs hlupu mikið í dag og get ég alveg hrósað þeim fyrir það en seinni hálfleikurinn var ekki alveg nógu góður, við gátum haldið betur í boltann."

Palli gerir 5 breytingar á liðinu eftir sigur í síðustu umferð og var hann spurður út í stöðuna á leikmannahópnum eftir leikinn í kvöld.

„Hún er bara geggjuð, ég lét það eftir mér að við værum með stóran, breiðan og góðan hóp og það væri nánast sama hverja ég myndi velja í liðið, það væri erfitt að gagnrýna það."

„Það koma 5 nýir inn í liðið eftir sigur í síðasta leik, einhverjir vilja meina að það sé galið en meiri tími fyrir þá sem þurfa að safna kröftum."

„Orri hefur verið að glíma við smá meiðsli ásamt Aroni Birki og Elmar er núna ekki leikfær, en vonandi verður hann til taks í næsta leik."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner