29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 02. júlí 2020 21:32
Anton Freyr Jónsson
Palli Gísla: Einhverjir vilja meina að það sé galið
Lengjudeildin
Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórsara
Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórsara
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þróttur Reykjavík og Þór Akureyri mættust á Eimskipsvellinum í kvöld í 3. umferð Lengjudeildarinnar og höfðu Þórsarar betur 2-0. Alvaro Montejo og Jóhann Helgi skoruðu mörk Þórs og eru Þórsarar með fullt hús stiga en Þróttarar án stiga.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  2 Þór

Páll Viðar Gíslason var kátur með leik sinna manna í kvöld, eðlilega.

„Mín fyrstu viðbrögð að ég er ánægður að fara héðan með 3.stig fyrir það fyrsta og í öðru lagi að ná að halda hreinu loksins og í þriðja lagi á mjög erfiðum útivelli vill ég taka sérstaklega fram á móti góðu liði."

„Ég held að við höfum gert þeim smá erfitt fyrir þarna í fyrri hálfleik þegar við náum að skora þessi mörk með smá breytingum."

Þórsarar byrjuðu leikinn gríðarlega vel og fara með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn og virtust slaka aðeins á í þeim síðari og var Palli spurður hvort það hafi verið uppleggið að keyra á þá í fyrri hálfleik og liggja síðan aðeins til baka

„Jájá og við ætluðum reyndar að gera það í seinni hálfleik líka vegna þess að það er oft hættumerki þegar þú ert komin 2-0 yfir að ætla setjast og halda einhverju, það var vissulega ekki ætlunin okkar að liggja enn meira til baka, við ætluðum að vera agresívir líka en leikmenn Þórs hlupu mikið í dag og get ég alveg hrósað þeim fyrir það en seinni hálfleikurinn var ekki alveg nógu góður, við gátum haldið betur í boltann."

Palli gerir 5 breytingar á liðinu eftir sigur í síðustu umferð og var hann spurður út í stöðuna á leikmannahópnum eftir leikinn í kvöld.

„Hún er bara geggjuð, ég lét það eftir mér að við værum með stóran, breiðan og góðan hóp og það væri nánast sama hverja ég myndi velja í liðið, það væri erfitt að gagnrýna það."

„Það koma 5 nýir inn í liðið eftir sigur í síðasta leik, einhverjir vilja meina að það sé galið en meiri tími fyrir þá sem þurfa að safna kröftum."

„Orri hefur verið að glíma við smá meiðsli ásamt Aroni Birki og Elmar er núna ekki leikfær, en vonandi verður hann til taks í næsta leik."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner