Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 02. júlí 2020 21:32
Anton Freyr Jónsson
Palli Gísla: Einhverjir vilja meina að það sé galið
Lengjudeildin
Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórsara
Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórsara
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þróttur Reykjavík og Þór Akureyri mættust á Eimskipsvellinum í kvöld í 3. umferð Lengjudeildarinnar og höfðu Þórsarar betur 2-0. Alvaro Montejo og Jóhann Helgi skoruðu mörk Þórs og eru Þórsarar með fullt hús stiga en Þróttarar án stiga.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  2 Þór

Páll Viðar Gíslason var kátur með leik sinna manna í kvöld, eðlilega.

„Mín fyrstu viðbrögð að ég er ánægður að fara héðan með 3.stig fyrir það fyrsta og í öðru lagi að ná að halda hreinu loksins og í þriðja lagi á mjög erfiðum útivelli vill ég taka sérstaklega fram á móti góðu liði."

„Ég held að við höfum gert þeim smá erfitt fyrir þarna í fyrri hálfleik þegar við náum að skora þessi mörk með smá breytingum."

Þórsarar byrjuðu leikinn gríðarlega vel og fara með tveggja marka forskot inn í hálfleikinn og virtust slaka aðeins á í þeim síðari og var Palli spurður hvort það hafi verið uppleggið að keyra á þá í fyrri hálfleik og liggja síðan aðeins til baka

„Jájá og við ætluðum reyndar að gera það í seinni hálfleik líka vegna þess að það er oft hættumerki þegar þú ert komin 2-0 yfir að ætla setjast og halda einhverju, það var vissulega ekki ætlunin okkar að liggja enn meira til baka, við ætluðum að vera agresívir líka en leikmenn Þórs hlupu mikið í dag og get ég alveg hrósað þeim fyrir það en seinni hálfleikurinn var ekki alveg nógu góður, við gátum haldið betur í boltann."

Palli gerir 5 breytingar á liðinu eftir sigur í síðustu umferð og var hann spurður út í stöðuna á leikmannahópnum eftir leikinn í kvöld.

„Hún er bara geggjuð, ég lét það eftir mér að við værum með stóran, breiðan og góðan hóp og það væri nánast sama hverja ég myndi velja í liðið, það væri erfitt að gagnrýna það."

„Það koma 5 nýir inn í liðið eftir sigur í síðasta leik, einhverjir vilja meina að það sé galið en meiri tími fyrir þá sem þurfa að safna kröftum."

„Orri hefur verið að glíma við smá meiðsli ásamt Aroni Birki og Elmar er núna ekki leikfær, en vonandi verður hann til taks í næsta leik."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner