Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   sun 02. október 2022 17:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þorri Mar: Það er bónus ef markið er skráð á mig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta getur ekki verið betra, er gríðarlega stoltur af liðinu sagði Þorri Mar Þórisson leikmaður KA eftir 1-0 sigur liðsins á KR í Bestu deildinni í dag.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 KR

„Mér fannst við byrja þokkalega en svo föllum við aðeins niður og þeir komast aðeins inn í leikinn en mér fannst aldrei skapast nein hætta. Svo komum við inn í seinni hálfleik með meiri kraft og ákefð og náðum inn marki snemma og það drap leikinn."

Þorri lagði upp markið en það er óljóst hver setti boltann í netið.

„Ég fer upp og þruma honum fyrir og sé boltann enda inni. Geiri segist ekki hafa fengið hann í sig, það fékk hann einhver í sig. Ef þetta er skráð á mig er það bara bónus," sagði Þorri.

KA er komið í annað sæti deildarinnar en Víkingur á leik til góða. KA er sex stigum á eftir Breiðablik og það er ljóst að liðið ætlar að pressa á Kópavogsliðið.

„Okkar markmið er bara að reyna ná sem flestum stigum og vinna sem flesta leiki og það sem gerist í lokin verður bara að koma í ljós, hvort sem það er Evrópa eða ofar, við ætlum bara að reyna vera eins ofarlega og við getum," sagði Þorri.


Athugasemdir
banner