Man Utd ætlar að selja Antony - Zirkzee til Arsenal?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
Sigurður Bjartur: Gat ekki klúðrað þessu færi
Haddi: Gefum of einföld mörk
Davíð Smári: Ætla ekki að nota það sem afsökun
Heimir: Spiluðu ágætis varnarleik sem þeir eru kannski ekki þekktir fyrir
Elmar Atli: Ég hefði farið með sama hver það hefði verið
Dóri Árna: Dagur lagt hart að sér og átti þetta skilið
Damir um risatilboð frá Malasíu: Kemur þér ekkert við
Gregg: Getum ekki séð eftir því
Theodór Elmar: Búið að pína okkur alveg rosalega
banner
   sun 02. október 2022 17:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þorri Mar: Það er bónus ef markið er skráð á mig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta getur ekki verið betra, er gríðarlega stoltur af liðinu sagði Þorri Mar Þórisson leikmaður KA eftir 1-0 sigur liðsins á KR í Bestu deildinni í dag.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 KR

„Mér fannst við byrja þokkalega en svo föllum við aðeins niður og þeir komast aðeins inn í leikinn en mér fannst aldrei skapast nein hætta. Svo komum við inn í seinni hálfleik með meiri kraft og ákefð og náðum inn marki snemma og það drap leikinn."

Þorri lagði upp markið en það er óljóst hver setti boltann í netið.

„Ég fer upp og þruma honum fyrir og sé boltann enda inni. Geiri segist ekki hafa fengið hann í sig, það fékk hann einhver í sig. Ef þetta er skráð á mig er það bara bónus," sagði Þorri.

KA er komið í annað sæti deildarinnar en Víkingur á leik til góða. KA er sex stigum á eftir Breiðablik og það er ljóst að liðið ætlar að pressa á Kópavogsliðið.

„Okkar markmið er bara að reyna ná sem flestum stigum og vinna sem flesta leiki og það sem gerist í lokin verður bara að koma í ljós, hvort sem það er Evrópa eða ofar, við ætlum bara að reyna vera eins ofarlega og við getum," sagði Þorri.


Athugasemdir
banner
banner
banner