Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
Agla María: Ansi góð vika og við förum sáttar inn í helgina
Berglind Björg: Auðvitað er það alltaf markmiðið
Best í Mjólkurbikarnum: Örugglega fyrsta þrennan á ferlinum
Arnar Gunnlaugs á nýja grasinu: Ótrúlegir hlutir gerst síðustu vikur
Arnór Borg um VÆB fagn Vestra: Daði var að cooka inn í klefa, Róa eitthvað
Dóri Árna: Ef maður misstígur sig einu sinni þá ertu búinn
Davíð Smári eftir magnaðan sigur: Þetta er fótboltaleikur, það eru tilfinningar
Haddi: Gerum glórulaus mistök
Rúnar Kristins: Baráttuandinn og viljinn til staðar
Sjáðu síðasta víti Stjörnunnar og stemninguna hjá Kára í Akraneshöllinni
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
   mið 02. nóvember 2022 18:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Valdi á milli liðanna sem fara í Evrópu - „Ég set allavega yfir tíu"
Kvenaboltinn
Guðrún Elísabet með afa sínu, Eiði Guðjohnsen eldri, eftir að Afturelding tryggði sér sigur í Lengjudeildinni í fyrra.
Guðrún Elísabet með afa sínu, Eiði Guðjohnsen eldri, eftir að Afturelding tryggði sér sigur í Lengjudeildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Aftureldingu.
Í leik með Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari í sumar.
Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað gegn Val í sumar.
Marki fagnað gegn Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög spennt að byrja og sjá hvert þetta tekur mig," segir Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir, nýr leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Guðrún Elísabet, sem er fædd árið 2000 og getur leyst flestallar stöður fram á við, gekk á dögunum í raðir Vals frá Aftureldingu eftir að hafa leikið svo gott sem allan sinn feril í Mosfellsbæ.

Var erfitt að kveðja Aftureldingu eftir svona langan tíma hjá félaginu?

„Auðvitað var það mjög erfitt. Þetta var erfið ákvörðun, en mér fannst þetta vera rétta skrefið fyrir mig núna til þess að bæta mig. Ég held að þetta sé rétta skrefið fyrir mig."

Valdi að lokum á milli Vals og Stjörnunnar
Það má gera ráð fyrir því að flestöll félög í Bestu deildinni hafi tekið upp símtólið til að reyna að fá sóknarmanninn í sínar raðir, en að lokum stóð valið á milli tveggja félaga: Vals og Stjörnunnar. Þessi tvö félög enduðu sem þau tvö efstu í Bestu deildinni í sumar og leika í Meistaradeildinni á næsta ári.

„Fyrir rest fannst mér réttast að taka Val. Þetta er besta liðið á landinu og það er erfitt að segja nei," segir Guðrún en hún er með nokkur fjölskyldutengsl á Hlíðarenda. Hún er af Guðjohnsen-ættinni en frændur hennar Arnór, Eiður Smári og Sveinn Aron Guðjohnsen spiluðu með Val á sínum tíma.

„Valur er geggjað og metnaðarfullt lið, bæði leikmenn og þjálfarar. Umgjörðin er upp á tíu. Ég held að þetta sé besti staðurinn fyrir mig til að koma mér í gang aftur."

„Ég var aðallega að velja á milli tveggja efstu liðanna. Svo voru líka önnur sem heyrðu líka í mér. Ég skoðaði það og leyfði öllum að tala við mig. Það var erfitt að velja á milli þessara tveggja félaga, en svo fékk ég góða tilfinningu fyrir Val. Ég stend við þá ákvörðun og er mjög sátt við hana. Það er mikil samkeppni í Val og þetta er mjög gott lið, en það var einmitt það sem mig langaði. Ég trúi því að samkeppnin muni gera mig betri."

Guðrún átti eitt ár eftir af samningi í Mosfellsbænum en Afturelding, sem féll úr Bestu deildinni í sumar, var tilbúið að leyfa henni að taka næsta skref.

„Afturelding er búið að styðja mig mjög vel í þessu öllu. Þeim finnst jákvætt að sjá mig taka næsta skref. Þau hafa fulla trú á mér og eru spennt að fylgjast með mér."

Ætlaði sér stóra hluti í sumar
Sumarið sem var að líða var gríðarlega svekkjandi fyrir Guðrúnu en hún var mikið meidd, eins og margir aðrir leikmenn í liðinu. Hún náði aðeins að koma við sögu í átta leikjum, en í þeim skoraði hún tvö mörk. Í fyrra gerði hún 23 mörk í 17 leikjum í Lengjudeildinni.

„Tímabilið fyrir mig var vonbrigði. Ég meiðist í byrjun febrúar og missi af eiginlega öllu tímabilinu. Það voru mikil meiðsli og við náðum varla að tengja sama byrjunarlið í tvo leiki í röð. Það var mikil rótering og það vantaði stöðugleika. En ég trúi ekki öðru en að Afturelding fari beint aftur upp í Bestu deildina, þær hafa alla burði til þess."

„Ég er með galla í ökklanum sem leiðir til þess að brjóskið skemmist oftast. Brjóskið var fjarlægt. Þetta hafa verið leiðinleg og erfið meiðsli, en vonandi er þetta búið núna. Ég get vonandi byrjað að æfa á fullu í janúar. Það kom eiginlega ekki í ljós fyrr en í lok ágúst að það þyrfti að skera og laga," segir Guðrún en hún bætir við að endurhæfingin gangi vel.

„Ég ætlaði mér stóra hluti í sumar og ég var virkilega spennt að sýna mig í Bestu deildinni. Það varð ekkert úr því, en ég ætla að sýna mig á næsta ári."

Ætlar að skora fleiri en tíu mörk
Hún segist hugsa eitt skref í einu. „Næsta skref hjá mér er að fara í Val og sanna mig þar. Vonandi verð ég lykilmaður í því liði. Svo verð ég að sjá hvert lífið tekur mig."

Þegar hún er spurð út í markmið fyrir markafjölda fyrir næsta tímabil þá segir hún: „Ég set allavega yfir tíu, held ég."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Guðrún Elísabet: Afi minn er Guðjohnsen, þetta eru genin!
Athugasemdir
banner
banner
banner