Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
banner
   mið 02. nóvember 2022 18:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Valdi á milli liðanna sem fara í Evrópu - „Ég set allavega yfir tíu"
Kvenaboltinn
Guðrún Elísabet með afa sínu, Eiði Guðjohnsen eldri, eftir að Afturelding tryggði sér sigur í Lengjudeildinni í fyrra.
Guðrún Elísabet með afa sínu, Eiði Guðjohnsen eldri, eftir að Afturelding tryggði sér sigur í Lengjudeildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með Aftureldingu.
Í leik með Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari í sumar.
Valur varð bæði Íslands- og bikarmeistari í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað gegn Val í sumar.
Marki fagnað gegn Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög spennt að byrja og sjá hvert þetta tekur mig," segir Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir, nýr leikmaður Íslands- og bikarmeistara Vals, í samtali við Fótbolta.net.

Guðrún Elísabet, sem er fædd árið 2000 og getur leyst flestallar stöður fram á við, gekk á dögunum í raðir Vals frá Aftureldingu eftir að hafa leikið svo gott sem allan sinn feril í Mosfellsbæ.

Var erfitt að kveðja Aftureldingu eftir svona langan tíma hjá félaginu?

„Auðvitað var það mjög erfitt. Þetta var erfið ákvörðun, en mér fannst þetta vera rétta skrefið fyrir mig núna til þess að bæta mig. Ég held að þetta sé rétta skrefið fyrir mig."

Valdi að lokum á milli Vals og Stjörnunnar
Það má gera ráð fyrir því að flestöll félög í Bestu deildinni hafi tekið upp símtólið til að reyna að fá sóknarmanninn í sínar raðir, en að lokum stóð valið á milli tveggja félaga: Vals og Stjörnunnar. Þessi tvö félög enduðu sem þau tvö efstu í Bestu deildinni í sumar og leika í Meistaradeildinni á næsta ári.

„Fyrir rest fannst mér réttast að taka Val. Þetta er besta liðið á landinu og það er erfitt að segja nei," segir Guðrún en hún er með nokkur fjölskyldutengsl á Hlíðarenda. Hún er af Guðjohnsen-ættinni en frændur hennar Arnór, Eiður Smári og Sveinn Aron Guðjohnsen spiluðu með Val á sínum tíma.

„Valur er geggjað og metnaðarfullt lið, bæði leikmenn og þjálfarar. Umgjörðin er upp á tíu. Ég held að þetta sé besti staðurinn fyrir mig til að koma mér í gang aftur."

„Ég var aðallega að velja á milli tveggja efstu liðanna. Svo voru líka önnur sem heyrðu líka í mér. Ég skoðaði það og leyfði öllum að tala við mig. Það var erfitt að velja á milli þessara tveggja félaga, en svo fékk ég góða tilfinningu fyrir Val. Ég stend við þá ákvörðun og er mjög sátt við hana. Það er mikil samkeppni í Val og þetta er mjög gott lið, en það var einmitt það sem mig langaði. Ég trúi því að samkeppnin muni gera mig betri."

Guðrún átti eitt ár eftir af samningi í Mosfellsbænum en Afturelding, sem féll úr Bestu deildinni í sumar, var tilbúið að leyfa henni að taka næsta skref.

„Afturelding er búið að styðja mig mjög vel í þessu öllu. Þeim finnst jákvætt að sjá mig taka næsta skref. Þau hafa fulla trú á mér og eru spennt að fylgjast með mér."

Ætlaði sér stóra hluti í sumar
Sumarið sem var að líða var gríðarlega svekkjandi fyrir Guðrúnu en hún var mikið meidd, eins og margir aðrir leikmenn í liðinu. Hún náði aðeins að koma við sögu í átta leikjum, en í þeim skoraði hún tvö mörk. Í fyrra gerði hún 23 mörk í 17 leikjum í Lengjudeildinni.

„Tímabilið fyrir mig var vonbrigði. Ég meiðist í byrjun febrúar og missi af eiginlega öllu tímabilinu. Það voru mikil meiðsli og við náðum varla að tengja sama byrjunarlið í tvo leiki í röð. Það var mikil rótering og það vantaði stöðugleika. En ég trúi ekki öðru en að Afturelding fari beint aftur upp í Bestu deildina, þær hafa alla burði til þess."

„Ég er með galla í ökklanum sem leiðir til þess að brjóskið skemmist oftast. Brjóskið var fjarlægt. Þetta hafa verið leiðinleg og erfið meiðsli, en vonandi er þetta búið núna. Ég get vonandi byrjað að æfa á fullu í janúar. Það kom eiginlega ekki í ljós fyrr en í lok ágúst að það þyrfti að skera og laga," segir Guðrún en hún bætir við að endurhæfingin gangi vel.

„Ég ætlaði mér stóra hluti í sumar og ég var virkilega spennt að sýna mig í Bestu deildinni. Það varð ekkert úr því, en ég ætla að sýna mig á næsta ári."

Ætlar að skora fleiri en tíu mörk
Hún segist hugsa eitt skref í einu. „Næsta skref hjá mér er að fara í Val og sanna mig þar. Vonandi verð ég lykilmaður í því liði. Svo verð ég að sjá hvert lífið tekur mig."

Þegar hún er spurð út í markmið fyrir markafjölda fyrir næsta tímabil þá segir hún: „Ég set allavega yfir tíu, held ég."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Guðrún Elísabet: Afi minn er Guðjohnsen, þetta eru genin!
Athugasemdir
banner