Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
banner
   sun 03. febrúar 2019 21:49
Baldvin Már Borgarsson
Gústi Gylfa: Þetta er eins og í amerískum fótbolta
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Ágúst Þór Gylfason var mjög sáttur með sína menn eftir 2-0 sigur gegn Stjörnunni í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Stjarnan

„Ég er mjög sáttur við þetta, við erum búnir að koma okkur í marga úrslitaleiki síðan ég tók við en ekki unnið þá marga þannig þetta var frábær vinnusigur hjá okkur og gaman að vinna Stjörnuna og hampa titlinum.'' Voru fyrstu orð Gústa eftir leik.

„Já kannski, við erum kannski að læra núna og vinna úrslitaleiki.'' Sagði Gústi, aðspurður hvort það mætti líkja honum við Jurgen Klopp, þar sem þeir fara reglulega í úrslitaleiki en vinna ekki nógu marga.

„Þetta er mjög skýtið, þetta er bara eins og í amerískum fótbolta, ég held að hvorki við né okkar dómarar séu að taka ákvörðun um þetta, þetta hlýtur að koma frá Evrópu.'' Sagði Gústi um nýju regluna með að það sé dómarauppkast fari boltinn upp í loft.

„Það er ekkert að gerast hjá okkur, við fögnum þessum titli í dag og ég er mjög sáttur við hópinn.'' Sagði Gústi spurður út í leikmannamál.

„Þetta er frábært starf og rosalega margir góðir ungir leikmenn og það er ákveðið hrós til mín að heyra að ég sé að gefa þeim séns.'' Voru lokaorð Gústa en hann hefur getið af sér gott orð fyrir það að gefa ungum leikmönnum sénsa.

Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan en Gústi er meðal annars spurður út í stöðuna á Davíð og Willum, en erlend félög hafa verið að narta í hælana á þeim.
Athugasemdir
banner