Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   sun 03. febrúar 2019 21:49
Baldvin Már Borgarsson
Gústi Gylfa: Þetta er eins og í amerískum fótbolta
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Ágúst Þór Gylfason var mjög sáttur með sína menn eftir 2-0 sigur gegn Stjörnunni í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Stjarnan

„Ég er mjög sáttur við þetta, við erum búnir að koma okkur í marga úrslitaleiki síðan ég tók við en ekki unnið þá marga þannig þetta var frábær vinnusigur hjá okkur og gaman að vinna Stjörnuna og hampa titlinum.'' Voru fyrstu orð Gústa eftir leik.

„Já kannski, við erum kannski að læra núna og vinna úrslitaleiki.'' Sagði Gústi, aðspurður hvort það mætti líkja honum við Jurgen Klopp, þar sem þeir fara reglulega í úrslitaleiki en vinna ekki nógu marga.

„Þetta er mjög skýtið, þetta er bara eins og í amerískum fótbolta, ég held að hvorki við né okkar dómarar séu að taka ákvörðun um þetta, þetta hlýtur að koma frá Evrópu.'' Sagði Gústi um nýju regluna með að það sé dómarauppkast fari boltinn upp í loft.

„Það er ekkert að gerast hjá okkur, við fögnum þessum titli í dag og ég er mjög sáttur við hópinn.'' Sagði Gústi spurður út í leikmannamál.

„Þetta er frábært starf og rosalega margir góðir ungir leikmenn og það er ákveðið hrós til mín að heyra að ég sé að gefa þeim séns.'' Voru lokaorð Gústa en hann hefur getið af sér gott orð fyrir það að gefa ungum leikmönnum sénsa.

Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan en Gústi er meðal annars spurður út í stöðuna á Davíð og Willum, en erlend félög hafa verið að narta í hælana á þeim.
Athugasemdir