Douglas Luiz gæti snúð aftur til Englands - Liverpool hefur áhuga á leikmanni Lyon - Nmecha til Man Utd?
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
Valgeir klár í að byrja - „Skemmtilegra að vera aðeins ofar á vellinum“
Stefán Teitur: Það var lítið sofið í flugvélinni
Benoný farinn að vekja athygli á Englandi - „Algjör draumur“
Sú markahæsta mætt aftur í grænt: Langaði að fara heim og finna gleðina
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Aron Einar: Skrítið að segja það
Ísak þakklátur fyrir traustið: Eins og lítið barn sem er að sjá eitthvað skemmtilegt í sjónvarpinu
Arnar Gunnlaugs: Himinn og jörð eru ekki að farast
Hákon Rafn: Bæði skotin fara í gegnum klofið á varnarmanni
Logi: Fannst þetta vera brot og þess vegna hleyp ég að honum
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
banner
   sun 03. febrúar 2019 21:49
Baldvin Már Borgarsson
Gústi Gylfa: Þetta er eins og í amerískum fótbolta
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Ágúst Þór Gylfason var mjög sáttur með sína menn eftir 2-0 sigur gegn Stjörnunni í úrslitaleik Fótbolta.net mótsins.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Stjarnan

„Ég er mjög sáttur við þetta, við erum búnir að koma okkur í marga úrslitaleiki síðan ég tók við en ekki unnið þá marga þannig þetta var frábær vinnusigur hjá okkur og gaman að vinna Stjörnuna og hampa titlinum.'' Voru fyrstu orð Gústa eftir leik.

„Já kannski, við erum kannski að læra núna og vinna úrslitaleiki.'' Sagði Gústi, aðspurður hvort það mætti líkja honum við Jurgen Klopp, þar sem þeir fara reglulega í úrslitaleiki en vinna ekki nógu marga.

„Þetta er mjög skýtið, þetta er bara eins og í amerískum fótbolta, ég held að hvorki við né okkar dómarar séu að taka ákvörðun um þetta, þetta hlýtur að koma frá Evrópu.'' Sagði Gústi um nýju regluna með að það sé dómarauppkast fari boltinn upp í loft.

„Það er ekkert að gerast hjá okkur, við fögnum þessum titli í dag og ég er mjög sáttur við hópinn.'' Sagði Gústi spurður út í leikmannamál.

„Þetta er frábært starf og rosalega margir góðir ungir leikmenn og það er ákveðið hrós til mín að heyra að ég sé að gefa þeim séns.'' Voru lokaorð Gústa en hann hefur getið af sér gott orð fyrir það að gefa ungum leikmönnum sénsa.

Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan en Gústi er meðal annars spurður út í stöðuna á Davíð og Willum, en erlend félög hafa verið að narta í hælana á þeim.
Athugasemdir
banner
banner