Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
   fös 03. maí 2019 22:22
Brynjar Ingi Erluson
Gulli Gull: Íslenskur fótbolti er bestur í heimi!
Gunnleifur Gunnleifsson í markinu gegn Grindvíkingum en hann er spenntur fyrir næstu leikjum.
Gunnleifur Gunnleifsson í markinu gegn Grindvíkingum en hann er spenntur fyrir næstu leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, var í skýjunum með dráttinn í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en liðið mætir HK í Kópavogsslag.

Eins og áður hefur komið fram á Fótbolta.net þá mættust liðin síðast í deildarleik árið 2008 en þau mætast einmitt á morgun í 2. umferð PepsiMax-deildar karla í Kórnum.

Þá var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins í dag en liðin mætast á Kópavogsvelli þann 30. maí. Það verður því mikið fjör næstu vikurnarí Kópavogi.

Gunnleifur ólst upp í HK og lék lengi vel með liðinu en hann er spenntur fyrir leikjunum.

„Naglinn á höfuðið þar. Ég held að allir séu kátir með þetta, bæði Kópavogsbúar, gjaldkerarnir og allur pakkinn. Stutt ferðalag og þetta verður hátíð í bæ," sagði Gunnleifur við Fótbolta.net.

„Á morgun? Ég held að það verði fullt af fólki. Ég held að þeir ætli að bæta við sætum, læti og handboltastemningsfýlingur bara."

„Menn eins og Andri Yeoman eru aldir upp í höllunum og fullt af strákum. Við æfum í Fífunni þannig okkur er alveg sama. Við ætlum að sækja sigur."


Gunnleifur vanmetur HK-liðið ekki þrátt fyrir 2-0 tap gegn FH í fyrstu umferð en Blikarnir hafa byrjað mótið vel og þá vann liðið Magna, 10-1, í síðustu umferð í bikarnum.

„Þeir koma til með að leggja allt í sölurnar. Við sáum þá á móti FH og sýndu fína frammistöðu þar og fullt af fínum leikmönnum þarna og ef við ætlum að vinna þá þurfum við að eiga mjög góðan leik."

„Það var sterkt og runnum hálfpartinn blint í sjóinn á móti Grindavík. Við vissum að það voru margir nýjir en það var góð frammistaða þar og gott að vinna suður frá."

„Það er meiri breidd en oft áður. Ofboðslega hæfileikaríkir ungir strákar. Liðsheildin er góð og margir að keppast um stöðurnar og það er góð uppskrift að einhverju góðu."

„Þetta er geðveikt! Ógeðslega skemmtilegt. Þetta er rómantískt, fallegt og eins líka með bikarinn. Bikarmörkin með bílana út á landi og íslenskur fótbolti er bestur í heimi. Ég er hamingjusamur með þetta,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner