Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fös 03. maí 2019 22:22
Brynjar Ingi Erluson
Gulli Gull: Íslenskur fótbolti er bestur í heimi!
Gunnleifur Gunnleifsson í markinu gegn Grindvíkingum en hann er spenntur fyrir næstu leikjum.
Gunnleifur Gunnleifsson í markinu gegn Grindvíkingum en hann er spenntur fyrir næstu leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður og fyrirliði Breiðabliks, var í skýjunum með dráttinn í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins en liðið mætir HK í Kópavogsslag.

Eins og áður hefur komið fram á Fótbolta.net þá mættust liðin síðast í deildarleik árið 2008 en þau mætast einmitt á morgun í 2. umferð PepsiMax-deildar karla í Kórnum.

Þá var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins í dag en liðin mætast á Kópavogsvelli þann 30. maí. Það verður því mikið fjör næstu vikurnarí Kópavogi.

Gunnleifur ólst upp í HK og lék lengi vel með liðinu en hann er spenntur fyrir leikjunum.

„Naglinn á höfuðið þar. Ég held að allir séu kátir með þetta, bæði Kópavogsbúar, gjaldkerarnir og allur pakkinn. Stutt ferðalag og þetta verður hátíð í bæ," sagði Gunnleifur við Fótbolta.net.

„Á morgun? Ég held að það verði fullt af fólki. Ég held að þeir ætli að bæta við sætum, læti og handboltastemningsfýlingur bara."

„Menn eins og Andri Yeoman eru aldir upp í höllunum og fullt af strákum. Við æfum í Fífunni þannig okkur er alveg sama. Við ætlum að sækja sigur."


Gunnleifur vanmetur HK-liðið ekki þrátt fyrir 2-0 tap gegn FH í fyrstu umferð en Blikarnir hafa byrjað mótið vel og þá vann liðið Magna, 10-1, í síðustu umferð í bikarnum.

„Þeir koma til með að leggja allt í sölurnar. Við sáum þá á móti FH og sýndu fína frammistöðu þar og fullt af fínum leikmönnum þarna og ef við ætlum að vinna þá þurfum við að eiga mjög góðan leik."

„Það var sterkt og runnum hálfpartinn blint í sjóinn á móti Grindavík. Við vissum að það voru margir nýjir en það var góð frammistaða þar og gott að vinna suður frá."

„Það er meiri breidd en oft áður. Ofboðslega hæfileikaríkir ungir strákar. Liðsheildin er góð og margir að keppast um stöðurnar og það er góð uppskrift að einhverju góðu."

„Þetta er geðveikt! Ógeðslega skemmtilegt. Þetta er rómantískt, fallegt og eins líka með bikarinn. Bikarmörkin með bílana út á landi og íslenskur fótbolti er bestur í heimi. Ég er hamingjusamur með þetta,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner