Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   sun 03. júlí 2022 22:05
Sverrir Örn Einarsson
Nacho: Ég er jókerinn í ár
Nacho Heras í leik með Keflavík
Nacho Heras í leik með Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Nacho Heras var öflugur í öftustu línu Keflavíkur þegar liðið bar 3-1 sigurorð af Fram á HS Orkuvellinum í Keflavík fyrr í kvöld. Nacho gerði þriðja og síðasta mark Keflavíkur í leiknum og gulltryggði með því sigur liðsins. Hann mætti í viðtal við fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Fram

„Þetta var heilsteypt og góð frammistaða hjá okkur sem liði og nú þurfum við að horfa upp töfluna. Mér finnst að við ættum að vera með fleiri stig og okkar markmið' er að enda í topp sex.“
Sagði Nacho um leikinn.

Nacho sem leikið hefur bróðurpart síðustu ára sem miðvörður með stöku leiki í hægri bakverði lék í vinstri bakverðinum í kvöld og gerði vel. Er honum alveg sama hvar hann spilar í öftustu línu?

„Ég er jókerinn í ár. Skrýtið stundum að spila vinstra megin en ég reyni bara að hjálpa liðinu. Rúnar er meiddur og Sindri að standa sig vel í hægri bakverðinum svo að þetta er undir Sigga komið ég geri bara mitt besta.“

Framundan hjá Keflavík er leikur gegn Breiðablik í Keflavík en toppliðið lagði Keflavík 4-1 í fyrstu umferð mótsins í Kópavogi.

„Við erum alltaf klárir eins og ég sagði áðan er markmiðið okkar að enda í topp sex og við erum mjög sterkir hér í Keflavík og hér held ég að við getum unnið öll lið.“

Sagði Nacho en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner