Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   sun 03. júlí 2022 22:05
Sverrir Örn Einarsson
Nacho: Ég er jókerinn í ár
Nacho Heras í leik með Keflavík
Nacho Heras í leik með Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Nacho Heras var öflugur í öftustu línu Keflavíkur þegar liðið bar 3-1 sigurorð af Fram á HS Orkuvellinum í Keflavík fyrr í kvöld. Nacho gerði þriðja og síðasta mark Keflavíkur í leiknum og gulltryggði með því sigur liðsins. Hann mætti í viðtal við fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Fram

„Þetta var heilsteypt og góð frammistaða hjá okkur sem liði og nú þurfum við að horfa upp töfluna. Mér finnst að við ættum að vera með fleiri stig og okkar markmið' er að enda í topp sex.“
Sagði Nacho um leikinn.

Nacho sem leikið hefur bróðurpart síðustu ára sem miðvörður með stöku leiki í hægri bakverði lék í vinstri bakverðinum í kvöld og gerði vel. Er honum alveg sama hvar hann spilar í öftustu línu?

„Ég er jókerinn í ár. Skrýtið stundum að spila vinstra megin en ég reyni bara að hjálpa liðinu. Rúnar er meiddur og Sindri að standa sig vel í hægri bakverðinum svo að þetta er undir Sigga komið ég geri bara mitt besta.“

Framundan hjá Keflavík er leikur gegn Breiðablik í Keflavík en toppliðið lagði Keflavík 4-1 í fyrstu umferð mótsins í Kópavogi.

„Við erum alltaf klárir eins og ég sagði áðan er markmiðið okkar að enda í topp sex og við erum mjög sterkir hér í Keflavík og hér held ég að við getum unnið öll lið.“

Sagði Nacho en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner