Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 03. júlí 2022 22:05
Sverrir Örn Einarsson
Nacho: Ég er jókerinn í ár
Nacho Heras í leik með Keflavík
Nacho Heras í leik með Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Nacho Heras var öflugur í öftustu línu Keflavíkur þegar liðið bar 3-1 sigurorð af Fram á HS Orkuvellinum í Keflavík fyrr í kvöld. Nacho gerði þriðja og síðasta mark Keflavíkur í leiknum og gulltryggði með því sigur liðsins. Hann mætti í viðtal við fréttaritara að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Fram

„Þetta var heilsteypt og góð frammistaða hjá okkur sem liði og nú þurfum við að horfa upp töfluna. Mér finnst að við ættum að vera með fleiri stig og okkar markmið' er að enda í topp sex.“
Sagði Nacho um leikinn.

Nacho sem leikið hefur bróðurpart síðustu ára sem miðvörður með stöku leiki í hægri bakverði lék í vinstri bakverðinum í kvöld og gerði vel. Er honum alveg sama hvar hann spilar í öftustu línu?

„Ég er jókerinn í ár. Skrýtið stundum að spila vinstra megin en ég reyni bara að hjálpa liðinu. Rúnar er meiddur og Sindri að standa sig vel í hægri bakverðinum svo að þetta er undir Sigga komið ég geri bara mitt besta.“

Framundan hjá Keflavík er leikur gegn Breiðablik í Keflavík en toppliðið lagði Keflavík 4-1 í fyrstu umferð mótsins í Kópavogi.

„Við erum alltaf klárir eins og ég sagði áðan er markmiðið okkar að enda í topp sex og við erum mjög sterkir hér í Keflavík og hér held ég að við getum unnið öll lið.“

Sagði Nacho en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner