Rashford gerir allt til að komast til Barcelona - Lecce hafnar tilboði Man Utd - Duran til Real Madrid?
   þri 03. desember 2024 12:53
Elvar Geir Magnússon
Ederson er númer eitt
Ederson og Pep Guardiola.
Ederson og Pep Guardiola.
Mynd: EPA
Stefan Ortega varamarkvörður Manchester City varði mark liðsins gegn Liverpool á sunnudaginn. Pep Guardiola segir að Brasilíumaðurinn Ederson sé samt áfram aðalmarkvörður liðsins.

„Ederson er númer eitt, Stefan Ortega er númer tvö," sagði Guardiola á fréttamannafundi í dag.

„Stefan mun kannski fá fleiri byrjunarliðsleiki en Ederson er aðalmarkvörðurinn. Hann brást alveg vel við því að vera á bekknum á sunnudaginn."

Guardiola sagði á fundinum að Kevin De Bruyne væri ekki orðinn 100% klár en væri að verða það. Guardiola var gagnrýndur fyrir að byrja með Belgann á bekknum í tapinu gegn Liverpool.

Slæmt gengi City hefur gert það að verkum að liðið hefur dottið niður í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Liðið mætir Nottingham Forest annað kvöld en varnarmaðurinn John Stones er ekki orðinn klár og missir af leiknum. Guardiola vonar að hann verði orðinn klár í næstu umferð.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 22 16 5 1 54 21 +33 53
2 Arsenal 23 13 8 2 44 21 +23 47
3 Nott. Forest 23 13 5 5 33 27 +6 44
4 Man City 23 12 5 6 47 30 +17 41
5 Newcastle 23 12 5 6 41 27 +14 41
6 Chelsea 23 11 7 5 45 30 +15 40
7 Bournemouth 23 11 7 5 41 26 +15 40
8 Aston Villa 22 10 6 6 33 34 -1 36
9 Brighton 23 8 10 5 35 31 +4 34
10 Fulham 22 8 9 5 34 30 +4 33
11 Brentford 23 8 5 10 40 39 +1 29
12 Crystal Palace 23 6 10 7 25 28 -3 28
13 Man Utd 22 7 5 10 27 32 -5 26
14 West Ham 22 7 5 10 27 43 -16 26
15 Tottenham 23 7 3 13 46 37 +9 24
16 Everton 22 5 8 9 19 28 -9 23
17 Leicester 23 4 5 14 25 49 -24 17
18 Wolves 23 4 4 15 32 52 -20 16
19 Ipswich Town 23 3 7 13 21 47 -26 16
20 Southampton 23 1 3 19 16 53 -37 6
Athugasemdir
banner
banner