Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
Útvarpsþátturinn - Lengjan hafin og Björn Hlynur naut sín í Liverpool
Uppbótartíminn - Íslenski kvennaboltinn á mannamáli
Tveggja Turna Tal - Agla María Albertsdóttir
Innkastið - Enginn skilaréttur!
Hugarburðarbolti GW34 Þig er ekki að dreyma, Liverpool eru Englandsmeistarar!
Enski boltinn - Liverpool er Englandsmeistari 2025 (Staðfest)
Tveggja Turna Tal - Guðjón Örn Ingólfsson
Grasrótin - Upphitun fyrir 4 og 5. deild
Útvarpsþátturinn - Allt galopið í Bestu og eftirvænting í Liverpoolborg
Innkastið - Báðir nýliðarnir lögðu Víking
Hugarburðarbolti GW 33 Liverpool aðeins einum sigri frá því að verða meistarar.
Grasrótin - Upphitun fyrir 3. deild
Grasrótin - Upphitun fyrir 2. deild
Útvarpsþátturinn - Mjólkin býður upp á það óvænta
Hugarburðarbolti GW 32 Það eru 9 fingur á bikarnum hjá Liverpool!
Leiðin úr Lengjunni - Upphitun fyrir Lengjudeildina 2025
Niðurtalningin - Verður skjöldurinn áfram í Kópavogi?
Niðurtalningin - Breyttir tímar á Hlíðarenda
Innkastið - Fyrirliðinn missir hausinn og meistarar hrynja
Niðurtalningin - Víkingur með háleit markmið
   sun 04. júní 2023 13:12
Fótbolti.net
Stefán Teitur - Reyksprengjum kastað og stemningin þung
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson var í stúkunni þegar Álaborg féll í fyrsta skipti úr dönsku Superliga í gær. Silkeborg, lið Stefáns Teits, vann leikinn 0-1 sem varð til þess að Álaborg endaði í neðsta sæti deildarinnar. Á sama tíma gerði Lyngby markalaust jafntefli við Horsens og dugði það stig til þess að Lyngby hélt sæti sínu í deildinni.

Stefán var fjarri góðu gamni í leiknum vegna meiðsla og var því ekki á grasinu á meðan leik stóð. Eftir að leik lauk fór hann í klefann til liðsfélaga sinna og var þeim ráðlagt að vera þar lengur en venjulega. Það var vegna óánægju stuðningsmanna Álaborgar sem voru mjög svo svekktir með niðurstöðu tímabilsins. Ósáttir stuðningsmenn lokuðu leiðinni út af vellinum og þurftu leikmenn Silkeborg að fara krókaleið til að komast í sína rútu.

Mikið var fjallað um málið í dönskum miðlum í gær og greint frá því að lögregla hefði þurft að grípa inn í.

Sæbjörn Steinke ræddi við Stefán sem fór yfir leikinn í gær og atburðina. Hann fór einnig yfir tímabilið í heild hjá Silkeborg, sína persónulega frammistöðu, meiðslin og Evrópukeppnina þar sem Silkeborg vakti verðskuldaða athygli.

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum að ofan, á öllum hlaðvarpsveitum og á Spotify.
Athugasemdir
banner