Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Hugarburðarbolti GW 4 Risa Manchester slagur
Betkastið - Uppgjör og lið ársins í 2&3. deild
Innkastið - KR niðurlægt og Blikar í svaka brasi
Enski boltinn - Með annan fótinn inn á vinnumálastofnun
Leiðin úr Lengjunni: Til hamingju Þórsarar
Útvarpsþátturinn - Mikil spenna rétt fyrir tvískiptinguna
Turnar Segja Sögur: Svikahrappar & hæfileikasóun
Leiðin úr Lengjunni: Upphitun fyrir lokaumferðina með Jóni Ólafssyni
Hugarburðarbolti EXTRA!
Innkastið - Rafmögnuð lokaumferð í Lengjunni
Útvarpsþátturinn - Skemmdarverk á íþrótt
Uppgjör og lið ársins í 4&5. deild
Leiðin úr Lengjunni: Þróttarar að toppa á réttum tíma og glórulaus ákvörðun hjá Grindavík
Hugarburðarbolti GW 3 Sturlaður loka gluggi í enska !
Enski boltinn - Öflugir Ungverjar, taugahrúgan Amorim og gluggadagur
Innkastið - Besti leikur tímabilsins og allt í járnum á toppnum
Uppbótartíminn - Ræðst allt saman á fimmtudaginn
Útvarpsþátturinn - Lag fyrir Blika og landsliðið strax í úrslitaleik
Turnar Segja Sögur: Danmörk 1992
Innkastið - Stundum hata ég fótbolta
   sun 04. júní 2023 13:12
Fótbolti.net
Stefán Teitur - Reyksprengjum kastað og stemningin þung
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson var í stúkunni þegar Álaborg féll í fyrsta skipti úr dönsku Superliga í gær. Silkeborg, lið Stefáns Teits, vann leikinn 0-1 sem varð til þess að Álaborg endaði í neðsta sæti deildarinnar. Á sama tíma gerði Lyngby markalaust jafntefli við Horsens og dugði það stig til þess að Lyngby hélt sæti sínu í deildinni.

Stefán var fjarri góðu gamni í leiknum vegna meiðsla og var því ekki á grasinu á meðan leik stóð. Eftir að leik lauk fór hann í klefann til liðsfélaga sinna og var þeim ráðlagt að vera þar lengur en venjulega. Það var vegna óánægju stuðningsmanna Álaborgar sem voru mjög svo svekktir með niðurstöðu tímabilsins. Ósáttir stuðningsmenn lokuðu leiðinni út af vellinum og þurftu leikmenn Silkeborg að fara krókaleið til að komast í sína rútu.

Mikið var fjallað um málið í dönskum miðlum í gær og greint frá því að lögregla hefði þurft að grípa inn í.

Sæbjörn Steinke ræddi við Stefán sem fór yfir leikinn í gær og atburðina. Hann fór einnig yfir tímabilið í heild hjá Silkeborg, sína persónulega frammistöðu, meiðslin og Evrópukeppnina þar sem Silkeborg vakti verðskuldaða athygli.

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum að ofan, á öllum hlaðvarpsveitum og á Spotify.
Athugasemdir