De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
Heimavöllurinn: Þrjú stig og ljótur skellur
Enski boltinn - Meintur fíll og of sniðugur Arteta
Innkastið - Sandkassaleikur og möguleika sturtað niður
Útvarpsþátturinn - Flottir Evrópu-Blikar og Herra Víkingur
Leiðin á Laugardalsvöll - Hitað upp með þjálfurunum
Innkastið - Nýr Maggiball og mestu skemmtikraftar Bestu
Ástríðan 22. umferð - Lokaumferðin gerð upp
Enski boltinn - Farið að hitna undir Ten Hag?
Heimavöllurinn: Takk Sif, Blikar snúa aftur og erfitt í eyjum
Innkastið - Markakóngurinn og bikarar á loft
Ungstirnin - Næsti Mitoma og yngstur á HM
Útvarpsþátturinn - Leitin að varnarmönnum og goðsögn kvödd
Óskar Hrafn: Sá möguleiki rennur endanlega úr sögunni á sunnudag
Heimavöllurinn: Þrír í röð hjá Val, rán í Krikanum og biluð botnbarátta
Eggert Aron - Ákvörðunin
Ástríðan 21. umferð - Blóðug barátta á mörgum vígstöðum
Heimavöllurinn: Uppgjör á Lengjudeildinni 2023
Innkastið - Sætur sigur sem nærir sálina
Ungstirnin - Lærlingur Messi og treystum Heimi
Tiltalið: Danijel Dejan Djuric
   sun 04. júní 2023 13:12
Fótbolti.net
Stefán Teitur - Reyksprengjum kastað og stemningin þung
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson var í stúkunni þegar Álaborg féll í fyrsta skipti úr dönsku Superliga í gær. Silkeborg, lið Stefáns Teits, vann leikinn 0-1 sem varð til þess að Álaborg endaði í neðsta sæti deildarinnar. Á sama tíma gerði Lyngby markalaust jafntefli við Horsens og dugði það stig til þess að Lyngby hélt sæti sínu í deildinni.

Stefán var fjarri góðu gamni í leiknum vegna meiðsla og var því ekki á grasinu á meðan leik stóð. Eftir að leik lauk fór hann í klefann til liðsfélaga sinna og var þeim ráðlagt að vera þar lengur en venjulega. Það var vegna óánægju stuðningsmanna Álaborgar sem voru mjög svo svekktir með niðurstöðu tímabilsins. Ósáttir stuðningsmenn lokuðu leiðinni út af vellinum og þurftu leikmenn Silkeborg að fara krókaleið til að komast í sína rútu.

Mikið var fjallað um málið í dönskum miðlum í gær og greint frá því að lögregla hefði þurft að grípa inn í.

Sæbjörn Steinke ræddi við Stefán sem fór yfir leikinn í gær og atburðina. Hann fór einnig yfir tímabilið í heild hjá Silkeborg, sína persónulega frammistöðu, meiðslin og Evrópukeppnina þar sem Silkeborg vakti verðskuldaða athygli.

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum að ofan, á öllum hlaðvarpsveitum og á Spotify.
Athugasemdir
banner