Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Leiðin úr Lengjunni - Njarðvíkingar brjóta blað og Árbæingar að vakna?
Grasrótin - 10. umferð, Mosóbrósar jarðtengdir af mögnuðum Magnamönnum
EMvarpið - Fylgdarmaður, fallegur bær og fyrsti leikur
Tímabilið nánast hálfnað í neðri deildunum!
Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Útvarpsþátturinn - Besta deildin, TG9 og EM
Tveggja barna móðirin sem leikur á sínu fjórða stórmóti fyrir Ísland
Diljá og Karólína: Úr Krikanum á Evrópumótið með Íslandi
Turnar segja sögur: Ísland og Júgóslavía
Grasrótin - 9. umferð, línurnar farnar að skýrast í neðri deildum
Leiðin úr Lengjunni - Fjölnismenn sóttu langþráðan sigur
Innkastið - Stuðningsmenn KR bauluðu á Hlíðarenda
Uppbótartíminn - Núna fer hausinn á EM
Tveggja Turna Tal - Ásmundur Guðni Haraldsson
Þjálfarar sem vita nákvæmlega hvað Ástríðan snýst um!
Útvarpsþátturinn - Þjálfaraskiptin á Skaganum
Turnar Segja Sögur - Kamerún 1990
Uppbótartíminn - EM hópurinn og þrjú lið jöfn á toppnum
Innkastið - Fyrsti hausinn fokinn
Tveggja Turna Tal - Úlfur Ágúst Björnsson
   sun 04. júní 2023 13:12
Fótbolti.net
Stefán Teitur - Reyksprengjum kastað og stemningin þung
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson var í stúkunni þegar Álaborg féll í fyrsta skipti úr dönsku Superliga í gær. Silkeborg, lið Stefáns Teits, vann leikinn 0-1 sem varð til þess að Álaborg endaði í neðsta sæti deildarinnar. Á sama tíma gerði Lyngby markalaust jafntefli við Horsens og dugði það stig til þess að Lyngby hélt sæti sínu í deildinni.

Stefán var fjarri góðu gamni í leiknum vegna meiðsla og var því ekki á grasinu á meðan leik stóð. Eftir að leik lauk fór hann í klefann til liðsfélaga sinna og var þeim ráðlagt að vera þar lengur en venjulega. Það var vegna óánægju stuðningsmanna Álaborgar sem voru mjög svo svekktir með niðurstöðu tímabilsins. Ósáttir stuðningsmenn lokuðu leiðinni út af vellinum og þurftu leikmenn Silkeborg að fara krókaleið til að komast í sína rútu.

Mikið var fjallað um málið í dönskum miðlum í gær og greint frá því að lögregla hefði þurft að grípa inn í.

Sæbjörn Steinke ræddi við Stefán sem fór yfir leikinn í gær og atburðina. Hann fór einnig yfir tímabilið í heild hjá Silkeborg, sína persónulega frammistöðu, meiðslin og Evrópukeppnina þar sem Silkeborg vakti verðskuldaða athygli.

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum að ofan, á öllum hlaðvarpsveitum og á Spotify.
Athugasemdir
banner
banner