Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   lau 04. júlí 2020 17:23
Stefán Marteinn Ólafsson
Gústi Gylfa: Við erum ekkert að fylgjast með umfjöllun um okkur
Gústi Gylfa þjálfari Gróttu
Gústi Gylfa þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta fengu HK-inga í heimsókn á Vivaldi völlinn í bráðskemmtilegum leik þegar 4.umferð Pepsi Max deild karla hélt áfram. Grótta hafði fyrir leik ekki komist á blað í Pepsi Max deildinni en það átti svo sannarlega eftir að breytast í dag þegar þeir gerðu stórskemmtilegt 4-4 jafntefli við HK.

„Það er margt hægt að segja en að finna eitthvað ákveðið er erfitt en við getum byrjað á því að við skorum 2 mörk hérna í fyrri hálfleik, frábær mörk og vorum svolítið með leikinn í okkar hendi en fáum á okkur víti og rautt spjald og það riðlar aðeins leiknum og við fórum aðeins í skotgrafir og annað, hleypum þeim inn í þetta, í seinni hálfleik þá skora þeir fljótlega á okkur 2-2 en við sýnum gríðarlega mikinn karakter og setjum 2 frábær mörk á þá, bæði skyndisókn og föstu leikatriði, gríðarlega ánægður með það en svo var þetta bara erfitt, mikil vinnusemi í mínum strákum og frábær stuðningur en þeir komast inn í leikinn og jafna þetta 4-4." Sagði Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu eftir leik.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  4 HK

Gróttumenn komust tvisvar sinnum yfir í leiknum en töpuðu því niður og því var það kannski súrsætt stigið sem þeir fengu úr því sem komið var.
„Við vorum með leikinn alveg í okkar höndum og að fá vítið á sig og rauða spjaldið riðlar þessu öllu en gerir það að verkum að leikurinn riðlast og verður mikið af færum og mörkum og svona action í þessu sem skilar okkur þessu eina stigi en auðvitað áttum við að taka þrjú stig og halda öllum inni á vellinum, það hefði verið betra." 

„Hellingur til að byggja ofan á, Grótta er að fá sín fyrstu stig í úrvalsldeild og sín fyrstu mörk 4 mörk og við tökum það með okkur og tökum með okkur stuðningsmennina sem voru frábærir upp í Grafarvog á miðvikudaginn og við þurfum að vera með góða vinnusemi og þessi gæði í liðinu sem við sýndum á köflum, það er það sem þarf að halda áfram og taka með okkur í næstu leiki."


Mikið hefur verið rætt og ritað um meint markaleysi Gróttu í upphafi móts og einhverjir gárungar jafnvel getið það langt að veðja á ekkert mark fyrir verslunarmannahelgi en Gústi vildi ekki meina að það hafi haft einhver áhrif á liðið sitt.
„Nei, við erum ekkert að fylgjast með umfjöllun um okkur, það bara skemmir og við erum bara að einblína að okkur sjálfum."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner