Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   lau 04. júlí 2020 17:23
Stefán Marteinn Ólafsson
Gústi Gylfa: Við erum ekkert að fylgjast með umfjöllun um okkur
Gústi Gylfa þjálfari Gróttu
Gústi Gylfa þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta fengu HK-inga í heimsókn á Vivaldi völlinn í bráðskemmtilegum leik þegar 4.umferð Pepsi Max deild karla hélt áfram. Grótta hafði fyrir leik ekki komist á blað í Pepsi Max deildinni en það átti svo sannarlega eftir að breytast í dag þegar þeir gerðu stórskemmtilegt 4-4 jafntefli við HK.

„Það er margt hægt að segja en að finna eitthvað ákveðið er erfitt en við getum byrjað á því að við skorum 2 mörk hérna í fyrri hálfleik, frábær mörk og vorum svolítið með leikinn í okkar hendi en fáum á okkur víti og rautt spjald og það riðlar aðeins leiknum og við fórum aðeins í skotgrafir og annað, hleypum þeim inn í þetta, í seinni hálfleik þá skora þeir fljótlega á okkur 2-2 en við sýnum gríðarlega mikinn karakter og setjum 2 frábær mörk á þá, bæði skyndisókn og föstu leikatriði, gríðarlega ánægður með það en svo var þetta bara erfitt, mikil vinnusemi í mínum strákum og frábær stuðningur en þeir komast inn í leikinn og jafna þetta 4-4." Sagði Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu eftir leik.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  4 HK

Gróttumenn komust tvisvar sinnum yfir í leiknum en töpuðu því niður og því var það kannski súrsætt stigið sem þeir fengu úr því sem komið var.
„Við vorum með leikinn alveg í okkar höndum og að fá vítið á sig og rauða spjaldið riðlar þessu öllu en gerir það að verkum að leikurinn riðlast og verður mikið af færum og mörkum og svona action í þessu sem skilar okkur þessu eina stigi en auðvitað áttum við að taka þrjú stig og halda öllum inni á vellinum, það hefði verið betra." 

„Hellingur til að byggja ofan á, Grótta er að fá sín fyrstu stig í úrvalsldeild og sín fyrstu mörk 4 mörk og við tökum það með okkur og tökum með okkur stuðningsmennina sem voru frábærir upp í Grafarvog á miðvikudaginn og við þurfum að vera með góða vinnusemi og þessi gæði í liðinu sem við sýndum á köflum, það er það sem þarf að halda áfram og taka með okkur í næstu leiki."


Mikið hefur verið rætt og ritað um meint markaleysi Gróttu í upphafi móts og einhverjir gárungar jafnvel getið það langt að veðja á ekkert mark fyrir verslunarmannahelgi en Gústi vildi ekki meina að það hafi haft einhver áhrif á liðið sitt.
„Nei, við erum ekkert að fylgjast með umfjöllun um okkur, það bara skemmir og við erum bara að einblína að okkur sjálfum."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner