Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   mán 04. júlí 2022 23:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birgir gat ekki verið sáttari: Ólýsanleg og æðisleg tilfinning
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Tilfinningin er ólýsanleg, bara æðisleg. Við erum búnir að leggja svo hart að okkur og loksins kom sigurinn. Við erum búnir að spila vel en ekki búnir að fá úrslitin sem við vildum," sagði Birgir Baldvinsson, leikmaður Leiknis, eftir sigur gegn ÍA í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti í 330 daga.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 ÍA

„Heilt yfir var ég mjög ánægður, strákarnir lögðu allt á borðið og við ætluðum okkur að vinna þennan leik."

Voruði búnir að gleyma því hvernig er að vinna?

„Við stóðum okkur helvíti vel á undirbúningstímabilinu en ekki búnir að vinna leik í deildinni fyrr en núna. Það má segja að við höfum fagnað þessu helvíti vel. Þetta var helvíti sætt. Við elskum að vinna og núna er þetta komið í gang, við erum fara á sigurgöngu núna, trúi ekki öðru."

Lagði Leiknir þetta upp sem einhverns konar úrslitaleik?

„Í rauninni var þetta bara leikur sem við vissum að við þyrftum að vinna og vissum að við gætum alltaf unnið. Við tókum þrjú stiginn og ég gæti ekki verið sáttari," sagði Birgir sem átti góðan leik í vinstri bakverðinum.

„Mér líður ekkert eðlilega vel að spila vinstri bakvörðinn, elska að spila þar. Mér fannst ég heilt yfir góður í leiknum. 'Solid' varnarlega og fínn sóknarlega - hefði kannski viljað fá boltann aðeins meira."

Hann var í lok viðtals spurður út í Leikni og lánið frá KA. Svör hans má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir