Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   mán 04. júlí 2022 23:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birgir gat ekki verið sáttari: Ólýsanleg og æðisleg tilfinning
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Tilfinningin er ólýsanleg, bara æðisleg. Við erum búnir að leggja svo hart að okkur og loksins kom sigurinn. Við erum búnir að spila vel en ekki búnir að fá úrslitin sem við vildum," sagði Birgir Baldvinsson, leikmaður Leiknis, eftir sigur gegn ÍA í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti í 330 daga.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 ÍA

„Heilt yfir var ég mjög ánægður, strákarnir lögðu allt á borðið og við ætluðum okkur að vinna þennan leik."

Voruði búnir að gleyma því hvernig er að vinna?

„Við stóðum okkur helvíti vel á undirbúningstímabilinu en ekki búnir að vinna leik í deildinni fyrr en núna. Það má segja að við höfum fagnað þessu helvíti vel. Þetta var helvíti sætt. Við elskum að vinna og núna er þetta komið í gang, við erum fara á sigurgöngu núna, trúi ekki öðru."

Lagði Leiknir þetta upp sem einhverns konar úrslitaleik?

„Í rauninni var þetta bara leikur sem við vissum að við þyrftum að vinna og vissum að við gætum alltaf unnið. Við tókum þrjú stiginn og ég gæti ekki verið sáttari," sagði Birgir sem átti góðan leik í vinstri bakverðinum.

„Mér líður ekkert eðlilega vel að spila vinstri bakvörðinn, elska að spila þar. Mér fannst ég heilt yfir góður í leiknum. 'Solid' varnarlega og fínn sóknarlega - hefði kannski viljað fá boltann aðeins meira."

Hann var í lok viðtals spurður út í Leikni og lánið frá KA. Svör hans má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner