Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 04. júlí 2022 23:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birgir gat ekki verið sáttari: Ólýsanleg og æðisleg tilfinning
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Tilfinningin er ólýsanleg, bara æðisleg. Við erum búnir að leggja svo hart að okkur og loksins kom sigurinn. Við erum búnir að spila vel en ekki búnir að fá úrslitin sem við vildum," sagði Birgir Baldvinsson, leikmaður Leiknis, eftir sigur gegn ÍA í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti í 330 daga.

Lestu um leikinn: Leiknir R. 1 -  0 ÍA

„Heilt yfir var ég mjög ánægður, strákarnir lögðu allt á borðið og við ætluðum okkur að vinna þennan leik."

Voruði búnir að gleyma því hvernig er að vinna?

„Við stóðum okkur helvíti vel á undirbúningstímabilinu en ekki búnir að vinna leik í deildinni fyrr en núna. Það má segja að við höfum fagnað þessu helvíti vel. Þetta var helvíti sætt. Við elskum að vinna og núna er þetta komið í gang, við erum fara á sigurgöngu núna, trúi ekki öðru."

Lagði Leiknir þetta upp sem einhverns konar úrslitaleik?

„Í rauninni var þetta bara leikur sem við vissum að við þyrftum að vinna og vissum að við gætum alltaf unnið. Við tókum þrjú stiginn og ég gæti ekki verið sáttari," sagði Birgir sem átti góðan leik í vinstri bakverðinum.

„Mér líður ekkert eðlilega vel að spila vinstri bakvörðinn, elska að spila þar. Mér fannst ég heilt yfir góður í leiknum. 'Solid' varnarlega og fínn sóknarlega - hefði kannski viljað fá boltann aðeins meira."

Hann var í lok viðtals spurður út í Leikni og lánið frá KA. Svör hans má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner