Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   fim 04. júlí 2024 23:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðholti
Árni Guðna eftir magnaðan sigur: Erum líka bara helvíti góðir
Lengjudeildin
Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR.
Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er geggjaður sigur. Eftir smá bras í fyrri hálfleik, þá tókum við algjörlega yfir seinni hálfleikinn. Við áttum þetta svo sannarlega skilið," sagði Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR, eftir 3-0 sigur gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni í kvöld.

„Við vorum mjög öflugir varnarlega í fyrri hálfleik. Ég held að þeir hafi ekki fengið færi í leiknum. Við vorum eftir á í návígum en þegar við löguðum það, þá tókum við öll völd á vellinum. Við erum beinskeyttir og hættulegir þegar við sækjum hratt."

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  0 Afturelding

Afturelding er með ansi öflugt lið en ÍR-ingar hafa sýnt það í sumar að þeir eru býsna góðir.

„Við erum líka bara helvíti góðir. Deildin er þannig að allir geta unnið alla. Það benti ekkert til þess í hálfleik að þetta væri 3-0 en við lögðum meira í þetta og náðum í sigurinn. Það eru margir mjög efnilegir og ungir strákar í liðinu sem eru að taka sín fyrstu skref í þessari deild. Framtíðin er þeirra og við erum mjög stoltir af því að geta nánast verið sama lið og fór upp í fyrra. Við vorum ekki að skipta um lið eins og einhver lið hafa verið að gera. Við erum ánægðir með þessa vegferð sem við erum á."

ÍR var síðast í efstu deild karla 1998 en menn geta nú alveg leyft sér að dreyma núna. Það er ókeypis. ÍR er í fimmta sæti deildarinnar eftir leiki kvöldsins.

„Ég var í fjögur ár hérna sem leikmaður og við vorum einu sinni nálægt því. Að sjálfsögðu látum við okkur dreyma en við erum alveg á jörðinni."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner