Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
   mið 04. september 2024 22:19
Sölvi Haraldsson
Skoraði þrennu í Meistaradeildinni: Búin að bíða eftir þessu lengi
Katrín fagnar marki í kvöld gegn FC Minsk.
Katrín fagnar marki í kvöld gegn FC Minsk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

 „Á flestum köflum fannst mér þetta spilast mjög vel. En svo gátum við gert miklu betur á öðrum köflum. En við vinnum 6-1 og við erum ánægðar með það.“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, framherji Breiðabliks, eftir 6-1 sigur á FC Minsk í forkeppni Meistaradeildar kvenna í dag.


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 FC Minsk

Þrátt fyrir að hafa skorað 4 mörk í fyrri hálfleik og tvö mörk í seinni hálfleik segir Katrín seinni hálfleikinn hafa verið betri.

 „Þótt við höfum verið 4-1 yfir í hálfleik erum við alltaf að reyna að bæta okkar leik. Ef það er leikur sem er gegn erlendu liði erum við alltaf að reyna að bæta okkar frammistöðu fram á við. Við vorum að gera betur þótt við vorum 4-1 yfir og mér fannst við gera það betur í seinni hálfleik. Það voru kaflar þar sem við vorum að gera betur. Þótt við skorum bara tvö í seinni hálfleik var seinni hálfleikurinn betri.

Katrín skoraði þrennu í dag en hún segist hafa verið búin að bíða eftir þessu í sumar.

 „Mér finnst ég hafa vantað dálítið að skora þannig það var gott að setja þrennuna í dag. Maður er búin að bíða eftir því í sumar, geggjað að það kom í dag.

Hvernig lýst Katrínu á komandi leiki í Evrópu og síðan í Bestu deildinni þar sem Blikar eru á toppi deildarinnar.

 „Mér líður mjög vel. Við erum búnar að spila vel. Við höfum verið ánægðar með frammistöðurnar í seinustu leikjum hjá okkur. Við unnum góðan sigur í seinasta leik. Við erum bara að hugsa um okkur og að gera.“

Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern Munchen og íslenska landsliðsins, hefur verið tilnefnd fyrir gullboltann (e. Ballondor) en Katrín sagði að þetta kæmi henni ekkert á óvart.

 „Klárlega verðskuldað. Glódís er einn af bestu hafsentunum í heimi, ef ekki besti. Mér finnst hún alveg frábær og þetta kemur mér bara ekkert á óvart. Bara geggjað hjá henni.“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir.

Nánar er rætt við Katrínu í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner
banner