Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
   mið 04. september 2024 22:19
Sölvi Haraldsson
Skoraði þrennu í Meistaradeildinni: Búin að bíða eftir þessu lengi
Katrín fagnar marki í kvöld gegn FC Minsk.
Katrín fagnar marki í kvöld gegn FC Minsk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

 „Á flestum köflum fannst mér þetta spilast mjög vel. En svo gátum við gert miklu betur á öðrum köflum. En við vinnum 6-1 og við erum ánægðar með það.“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, framherji Breiðabliks, eftir 6-1 sigur á FC Minsk í forkeppni Meistaradeildar kvenna í dag.


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 FC Minsk

Þrátt fyrir að hafa skorað 4 mörk í fyrri hálfleik og tvö mörk í seinni hálfleik segir Katrín seinni hálfleikinn hafa verið betri.

 „Þótt við höfum verið 4-1 yfir í hálfleik erum við alltaf að reyna að bæta okkar leik. Ef það er leikur sem er gegn erlendu liði erum við alltaf að reyna að bæta okkar frammistöðu fram á við. Við vorum að gera betur þótt við vorum 4-1 yfir og mér fannst við gera það betur í seinni hálfleik. Það voru kaflar þar sem við vorum að gera betur. Þótt við skorum bara tvö í seinni hálfleik var seinni hálfleikurinn betri.

Katrín skoraði þrennu í dag en hún segist hafa verið búin að bíða eftir þessu í sumar.

 „Mér finnst ég hafa vantað dálítið að skora þannig það var gott að setja þrennuna í dag. Maður er búin að bíða eftir því í sumar, geggjað að það kom í dag.

Hvernig lýst Katrínu á komandi leiki í Evrópu og síðan í Bestu deildinni þar sem Blikar eru á toppi deildarinnar.

 „Mér líður mjög vel. Við erum búnar að spila vel. Við höfum verið ánægðar með frammistöðurnar í seinustu leikjum hjá okkur. Við unnum góðan sigur í seinasta leik. Við erum bara að hugsa um okkur og að gera.“

Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern Munchen og íslenska landsliðsins, hefur verið tilnefnd fyrir gullboltann (e. Ballondor) en Katrín sagði að þetta kæmi henni ekkert á óvart.

 „Klárlega verðskuldað. Glódís er einn af bestu hafsentunum í heimi, ef ekki besti. Mér finnst hún alveg frábær og þetta kemur mér bara ekkert á óvart. Bara geggjað hjá henni.“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir.

Nánar er rætt við Katrínu í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner
banner