Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   sun 04. október 2020 19:21
Sverrir Örn Einarsson
Natasha: Höfum bætt okkur í því að klára leikina
Natasha Moraa Anasi fyrirliði Keflavíkur
Natasha Moraa Anasi fyrirliði Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Natasha Moraa Anasi var einu sinni sem oftar einn besti leikmaður vallarins þegar Keflavík hafði 3-1 sigur á Gróttu í Lengjudeild kvenna í dag. Þessi fjölhæfi leikmaður fagnaði afmæli sínu í dag með marki er hún skoraði annarð mark Keflavíkur eftir um stundarfjórðungsleik og sannaði það enn og aftur að þar er á ferðinni einn albesti leikmaður kvennaboltans á Íslandi í dag. Hún svaraði nokkrum spurningum frá fréttaritara Fótbolta.net á vellinum

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  1 Grótta

„Þetta var skrýtin leikur. Grótta gerði vel í að reyna láta okkur breyta um leikstíl en við finnum alltaf leiðir til að vinna og börðumst til enda svo ég er mjög stolt af stelpunum.“


Natasha sem verið hefur hjá Keflavík síðan 2017 á ár eftir að samningi sínum við Keflavík og mun því væntanlega taka slaginn með liðinu í Pepsi Max að ári. Hverjar eru væntingar hennar til næsta tímabils?

„Ég er bara mjög spennt. Ég er svo ótrúlega stolt af stelpunum. Við fórum niður og misstum líka nokkrar stelpur úr liðinu Sveindísi, Írisi og Kötlu og fleiri en náum að fara beint upp aftur og það er bara vel gert hjá okkur.“

Aðspurð um hvað Keflavíkurliðið hafi lært af síðasta tímabili sem þær léku í Pepsi Max og hvað þær geti lagað sagði Natasha.

„Við vorum mjög ungt lið þá en við höfum bætt okkur í því að klára leikina, Spila 90 mínútur en ekki bara 45 og bara reynslan held ég. Að vera í Pepsi Max og spila gegn svona sterkum leikmönnum erum við búnar að læra og ég held að það muni hjálpa okkur mjög mikið. “

Sagði Natasha en allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner