Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mið 05. maí 2021 22:55
Ívan Guðjón Baldursson
Kristján Guðmunds: Kannski erfitt að dæma víti gegn Val
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar var gríðarlega ánægður með leikmenn sína þrátt fyrir 2-1 tap gegn Val fyrr í kvöld.

Liðin mættust í fyrstu umferð Íslandsmótsins og komst Valur tveimur mörkum yfir en Stjarnan átti flottan leik, minnkaði muninn og komst nálægt því að jafna.

Kristján telur Stjörnuna hafa verið betra liðið á vellinum og var ósáttur með að hafa ekki fengið vítaspyrnu á lokamínútunni.

„Heilt yfir vorum við betra liðið. Við sköpuðum okkur færi til að ná í stig og vinna. Svo eigum við að fá víti á lokamínútunni. Við erum bara ánægð eftir þennan leik, í flestu í fótbolta vorum við betri en andstæðingarnir í dag," sagði Kristján.

„Þó hún fari ekki niður þá er togað í peysuna og það er vítaspyrna. Þarna þurfum við kannski bara að öskra meira til að fá vítið en það er kannski erfitt að dæma víti á það lið sem er spáð Íslandsmeistaratitlinum á 94. mínútu. Ég skil það alveg, það eru allir mannlegir."

Kristján var mjög bjartsýnn í viðtalinu og er spenntur fyrir sumrinu þar sem yfirlýst markmið er að enda í efri hluta deildarinnar.
Athugasemdir
banner