Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
   fös 05. maí 2023 22:10
Haraldur Örn Haraldsson
Arnar Halls: Þetta var svona „action jackson"
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Stefán Marteinn Ólafsson

Grótta og Njarðvík skildu jöfn í 1. umferð Lengjudeildarinnar 1-1. Arnar Hallsson er þjálfari Njarðvíkur og hann var nokkuð sáttur með fyrsta leikinn í deildinni.


Lestu um leikinn: Grótta 1 -  1 Njarðvík

„Við náttúrulega komum hingað til að vinna en jafntefli er mjög ásættanleg úrslit á móti að mér finnst mjög góðu Gróttu liði."

Það hefur verið mikið umtal um Njarðvík fyrir tímabil þar sem sumir spá þeim falli en aðrir meðal annars fotbolti.net sem spáir þeim 9. sæti.

„Við erum bara mjög spenntir og við erum búnir að leggja hart að okkur í vetur, og vinna fyrir því að spila vel í vetur og mér fannst við sýna það. Þetta var reyndar mjög kaflaskiptur leikur en mér fannst við sýna á mörgum köflum í þessum leik að við eigum fullt erindi í þessa deild."

Það var nóg af spjöldum í leiknum og mikill hasar þar sem meðal annars vildu Njarðvíkingar fá rautt spjald á einn Gróttu leikmanninn.

„Fótbolti er íþrótt með snertingu, það á að spila fótbolta að ástríðu, það á að berjast og mér fannst þetta bara dæmigerður fyrsti leikur á tímabili þar sem bæði lið koma vel járnuð inn í leikinn og mér fannst dómarinn dæma þetta bara frábærlega og hann leyfði áhorfendum að njóta leiksins því þetta var svona action jackson og fólk hefur meira gaman af því en einni stórri aukaspyrnu."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan, þar talar Arnar nánar um dómgæsluna í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner