Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mán 05. júní 2023 22:56
Elvar Geir Magnússon
Dóri Árna: Gott að vita að það er til nóg af hetjum á lyklaborðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tryggði sér sigur gegn FH með tveimur mörkum í uppbótartíma í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld, 3-1 endaði leikurinn.

Það tók smá tíma fyrir Blika að finna taktinn en öflug innkoma varamanna og færslur hjá mönnum gerðu það að verkum að Kópavogsliðið kom til baka og er komið í undanúrslit.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 FH

„Við vorum mjög daufir í fyrri hálfleik, ekki nægilega aggressífir. Við gerðum breytingar í hálfleik og menn komu inn með kraft og áræðni. Seinni hálfleikurinn var góður og við bönkuðum verulega á dyrnar áður en við náðum að jafna," segir Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks.

Blikar gerðu alls sex breytingar á byrjunarliði sínu frá jafnteflinu gegn Víkingi.

„Við erum með stóran, breiðan og góðan hóp. Þegar það er svona stutt milli leikja verðum við að rótera hópnum, gefa mönnum hvíld og öðrum tækifæri."

Jason Daði Svanþórsson fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. Meiðsli halda áfram að plaga þennan frábæra leikmann.

„Því miður er alltaf eitthvað að trufla hann, hvort sem það er hné, ökkli eða nári. Það reynist honum dýrmætt að fá hvíld í landsleikjapásunni en hann kemur vonandi öflugur til baka að henni lokinni."

Logi er algjör toppmaður
Það var ekki annað hægt en að nefna leikinn á föstudaginn, sem fólk er enn að ræða. Halldór var þar í eldlínunni en Logi Tómasson, leikmaður Víkings, fékk rautt spjald fyrir að hrinda honum. Einhverjir hafa sakað Halldór um leikaraskap þegar hann féll til jarðar.

„Það eru miklar tilfinningar og þetta eru tvö lið sem hafa verið að berjast um titlana síðustu ár, það hafa myndast rimmur. Logi er algjör toppmaður og við erum ekki að kalla eftir frekara banni á hann. Hann gerir mistök og fær rautt spjald og það er eins og það er, hann fær væntanlega einn leik," segir Halldór.

„Það er allavega gott til þess að vita það er til nóg af hetjum á lyklaborðinu sem vita hvernig það eigi að bera sig að þegar manni er ýtt."

Hefur hann rætt við Loga eftir atvikið?

„Já bara stuttlega, við erum bara mjög góðir og ekkert vesen þar á milli."
Athugasemdir
banner
banner