Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
   þri 05. júlí 2022 22:39
Kjartan Leifur Sigurðsson
Magnús Már: Þetta var sanngjarnt
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er frábær og þetta var mjög ljúft. Stoltur af strákunum þó að fyrri hálfleikur hafi ekki verið neitt sérstakur. Við svörðum markinu í byrjun og það var vel gert. Í seinni hálfleik verðskulduðum við að vinna leikinn. Heilt yfir var þetta sanngjarnt." Segir Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir sigur sinna manna 2-1 gegn Kórdrengjum í kvöld.

Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  1 Kórdrengir

LIðin mættust einnig í bikarnum fyrir stuttu og var þá niðurstaðan á hinn veginn. Magnús Már var ánægður að bæta upp fyrir bikartapið.

„Ég er ánægður en þetta er nýr fótboltaleikur og ný vika. Við vorum svekktir eftir bikarleikinn. Við vildum fá meira út úr honum en ég er ánægður með strákana þetta var frábært hvernig við stjórnuðum leiknum í lokin og héldum boltanum vel."

Afturelding er á góðu skriði eftir erfiða byrjun og hóta því nú að blanda sér í toppbaráttuna.

„ Við spiluðum vel í byrjun líka en þá vantaði mörkin en núna eru þau að koma og það skilar sér í fleiri stigum. Spilamennskan hefur verið góð í sumar og núna erum víð á uppleið. Við verðum betri með hverri viku. Ég er spenntur fyrir framhaldinu og auðvitað er mun skemmtilegra að vinna fótboltaleiki."

Viðtalið er í heild sinn hér að ofan.
Athugasemdir