Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   þri 05. júlí 2022 22:54
Ingi Snær Karlsson
Úlfur Arnar: Við sundurspilum þá í svona sjötíu mínútur
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarlega svekktur með þessi úrslit." sagði Úlfur Arnar eftir 4-1 tap gegn Gróttu í Lengjudeild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  1 Fjölnir

„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um þennan leik sko vegna þess að við sundurspilum þá í svona sjötíu mínútur af níutíu. Förum illa með færin okkar, fáum á okkur tvö ofboðslega klaufaleg mörk og í stöðunni 2-1 þá erum við bara að þjarma og þjarma og þjarma að þeim til þess að ná að jafna. Svo negla þeir einu sinni yfir okkur og þessir tveir öskufljótu gaurar þarna frammi refsa fyrir það og þá er leikurinn bara búinn. Ég er bara ólýsanlega svekktur að hafa ekki unnið þennan leik."

Settuð þið kannski of marga fram?

„Nei alls ekki, balance-inn var fínn tilbaka. Bara vitað mál að þetta eru tveir mjög snöggir leikmenn og þeir eru hættulegir á breikinu. Við vorum búnir að díla við það vel allan leikinn, það var ekki búið að vera vesen. En svo ná þeir bara negla einum þarna yfir okkur og þá bara klikkaði þetta."

Hvers vegna áttuði erfitt með að skora fleiri en eitt í dag?

„Við bara nýttum ekki færin okkar og þetta er einhvern veginn sagan okkar í sumar, að við getum tekið hvaða lið sem er og við getum bara bossað þá út á velli. Svo erum við að fá á okkur algjör skíta mörk og við erum ekki að nýta færin okkar. Þegar við erum að komast í stöður til þess að skapa dauðafæri þá kemur einhvern veginn röng ákvörðun eða klikkuð sending. Við erum bara sjálfum okkar verstir. En frammistaðan út á velli í þessum leik í dag, hún er bara í einu orði sagt sturluð. Við erum bara fáránlega miklir klaufar að tapa þessum leik og 4-1 er bara skandall, ég bara trúi þessu ekki."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner