Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 05. júlí 2022 22:54
Ingi Snær Karlsson
Úlfur Arnar: Við sundurspilum þá í svona sjötíu mínútur
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gríðarlega svekktur með þessi úrslit." sagði Úlfur Arnar eftir 4-1 tap gegn Gróttu í Lengjudeild karla í kvöld.

Lestu um leikinn: Grótta 4 -  1 Fjölnir

„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja um þennan leik sko vegna þess að við sundurspilum þá í svona sjötíu mínútur af níutíu. Förum illa með færin okkar, fáum á okkur tvö ofboðslega klaufaleg mörk og í stöðunni 2-1 þá erum við bara að þjarma og þjarma og þjarma að þeim til þess að ná að jafna. Svo negla þeir einu sinni yfir okkur og þessir tveir öskufljótu gaurar þarna frammi refsa fyrir það og þá er leikurinn bara búinn. Ég er bara ólýsanlega svekktur að hafa ekki unnið þennan leik."

Settuð þið kannski of marga fram?

„Nei alls ekki, balance-inn var fínn tilbaka. Bara vitað mál að þetta eru tveir mjög snöggir leikmenn og þeir eru hættulegir á breikinu. Við vorum búnir að díla við það vel allan leikinn, það var ekki búið að vera vesen. En svo ná þeir bara negla einum þarna yfir okkur og þá bara klikkaði þetta."

Hvers vegna áttuði erfitt með að skora fleiri en eitt í dag?

„Við bara nýttum ekki færin okkar og þetta er einhvern veginn sagan okkar í sumar, að við getum tekið hvaða lið sem er og við getum bara bossað þá út á velli. Svo erum við að fá á okkur algjör skíta mörk og við erum ekki að nýta færin okkar. Þegar við erum að komast í stöður til þess að skapa dauðafæri þá kemur einhvern veginn röng ákvörðun eða klikkuð sending. Við erum bara sjálfum okkar verstir. En frammistaðan út á velli í þessum leik í dag, hún er bara í einu orði sagt sturluð. Við erum bara fáránlega miklir klaufar að tapa þessum leik og 4-1 er bara skandall, ég bara trúi þessu ekki."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner