Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
Túfa svekktur: Var að hugsa um að við værum að sigla þessu heim
Jónatan Ingi: Bæði mörkin skrípamörk
Haukur Andri: Hörmulegur fyrri hálfleikur
Lárus Orri: Menn voru staðráðnir í að laga það og þeir gerðu það
Patrick Pedersen: Það var léttir að slá markametið
Fyrirliðinn spilaði óvænt frammi og skoraði tvennu - „Var að setja boltann í netið á æfingu"
Dominic Furness: Væri draumur að fá Tindastól á Laugardalsvöll
Birta Georgs: Hugsa um einn leik í einu og spyrja svo að leikslokum.
Ákvörðun sem kom Matta á óvart - „Ekki mitt að tala um, hann verður að svara fyrir þetta"
Heimsóknin - Kormákur/Hvöt og Ýmir
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
Haddi Jónasar: Erum á miklu betri stað núna en við vorum á fyrir tveimur mánuðum
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Dóri Árna: Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta
Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
   þri 05. ágúst 2025 23:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Túfa svekktur: Var að hugsa um að við værum að sigla þessu heim
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Srdjan Tufegdzic, þjálfara Vals, eftir jafntefli liðsins gegn ÍA í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  2 Valur

„Þetta var góður fyrri hálfleikur hjá okkur, stjórnuðum leiknum vel, skorum tvö mörk og hefðum átt að bæta við fleiri. Það var ekki okkar ætlun að hleypa þessum leik í fram og til baka leik sem hentar Skagamönnum," sagði Túfa

„Markið sem þeir skora snemma í seinni hálfleik kemur upp úr engu og það hleypir lífi í ÍA. Ég sagði við strákana í hálfleik að þetta lið gefst aldrei upp. Í lok leiksins þegar jöfnunarmarkið kemur er ekkert að gerast. Ég var að hugsa um að við værum að sigla þessu heim."

Skagamenn voru mun betri aðilinn í seinni hálfleik. Var þreyta í Valsliðinu?

„Ég myndi ekki segja það. Miðað við orkuna í fyrri hálfleik var ekkert að benda til þess að liðið var þreytt í seinni hálfleik. Þetta var opinn leikur í seinni hálfleik eins og við vildum ekki hafa hann, þetta hentaði Skagamönnum betur. Þeir komust í fleiri fyrirgjafastöður sem þeir eru mjög góðir í. Við náðum ekki tökum á seinni hálfleik sem var svekkjandi," sagði Túfa.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner