Fótbolti.net ræddi við Srdjan Tufegdzic, þjálfara Vals, eftir jafntefli liðsins gegn ÍA í kvöld.
Lestu um leikinn: ÍA 2 - 2 Valur
„Þetta var góður fyrri hálfleikur hjá okkur, stjórnuðum leiknum vel, skorum tvö mörk og hefðum átt að bæta við fleiri. Það var ekki okkar ætlun að hleypa þessum leik í fram og til baka leik sem hentar Skagamönnum," sagði Túfa
„Markið sem þeir skora snemma í seinni hálfleik kemur upp úr engu og það hleypir lífi í ÍA. Ég sagði við strákana í hálfleik að þetta lið gefst aldrei upp. Í lok leiksins þegar jöfnunarmarkið kemur er ekkert að gerast. Ég var að hugsa um að við værum að sigla þessu heim."
Skagamenn voru mun betri aðilinn í seinni hálfleik. Var þreyta í Valsliðinu?
„Ég myndi ekki segja það. Miðað við orkuna í fyrri hálfleik var ekkert að benda til þess að liðið var þreytt í seinni hálfleik. Þetta var opinn leikur í seinni hálfleik eins og við vildum ekki hafa hann, þetta hentaði Skagamönnum betur. Þeir komust í fleiri fyrirgjafastöður sem þeir eru mjög góðir í. Við náðum ekki tökum á seinni hálfleik sem var svekkjandi," sagði Túfa.
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir