Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   lau 05. október 2024 17:22
Sævar Þór Sveinsson
„Stórsigur fyrir okkur, sá stærsti í sumar það er klárt“
Davíð Smári var hæstánægður með sitt lið í dag.
Davíð Smári var hæstánægður með sitt lið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stórsigur fyrir okkar, sá stærsti í sumar það er klárt.“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, um 4-2 sigur síns liðs gegn Fram. Liðin mættust í 3. umferð eftir tvískiptinguna í Bestu deild karla.


Lestu um leikinn: Fram 2 -  4 Vestri

„Ofboðslega mikill vilji og mikill karakter í liðinu sem við sýndum í dag. Við lendum auðvitað manni færri og okkar svona stóru póstar eru að stíga hrikalega upp og eru farnir að skila stórum frammistöðum. Í heildina líka bara frábær frammistaða frá liðinu.“

Andri Rúnar átti stórleik í dag þegar hann skoraði þrennu og átti eina stoðsendingu.

„Já hann var stórkostlegur í dag og bara sést líka í marki númer tvö að hann er fullur sjálfstrausts og um leið og Andri byrjar að skora þá hættir hann því ekki og bara ofboðslega góð frammistaða frá honum og sýnir líka að þetta er félagið hans, hann er að berjast fyrir félagið sitt og hann leiddi svolítið vagninn hjá okkur í dag.“

Mark númer tvö hjá Andra var vægast sagt ótrúlegt, kom það Davíði á óvart?

Andri er svona algjört ólíkindatól og það sem honum dettur í hug er auðvitað stútfullt af gæðum og að hann hafi hugmynd um að reyna að skora úr þessu færi finnst mér segja margt um hann sem leikmann, það er að segja gæðalega séð og bara að vera með hugmyndarflugið í þetta, mér fannst það stórkostlegt.

Ibrahima Balde fékk að líta rauða spjaldið í dag.

Hann átti að hafa togað í hárið á leikmanni hjá Fram og ég er ekki búinn að sjá það aftur og enginn atvik úr leiknum aftur en ég vona að ákvörðunin hafi verið rétt hjá Ívari en ef ekki þá er það auðvitað alveg ótrúlegt. En ef að Ibrahima Balde er sekur þá er það líka skammarlegt.

Eftir það ógnuðu Framarar mikið í átt að marki Vestra sem vörðust vel.

Já ég meina þeir spurðu okkur fullt af spurningum, dældu krossum inn í boxið og við náðum að verjast því mjög vel. Við erum auðvitað með gríðarlega sterka pósta í í okkar varnarlínu og Eiður Aron hefur verið leiðtogi þar. Enn og aftur einn af þessum stóru póstum sem er að stíga verulega upp.

Það var gríðarlega góð mæting hjá stuðningsmönnum Vestra á leikinn og þeir létu vel í sér heyra allan leikinn.

Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, án þessa fólks hérna værum við auðvitað ekki í þessari baráttu. Við ræddum það fyrir leik, ég sagði við strákana áður en þeir löbbuðu inn á völlinn ég bað þá um að kíkja upp í stúku og sjá allt þetta fólk sem er að koma hérna og styðja okkur og reyna að fá kraft frá því fólki.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner