Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
   lau 05. október 2024 19:33
Sölvi Haraldsson
Vann Lengjudeildina og Bestu deildina á árinu - „Þetta er svo súrrealískt“
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er svo glöð, ég veit ekki hvernig ég á að lýsa því. Ég er svo ánægð með liðið í dag. Við unnum svo hart í ár til að vinna deildina. Þetta er draumur að rætast.“ sagði Samantha Smith sem náði þeim magnaða árangri að vinna Lengjudeildina og Bestu deildina á sama ári og var í lykilhlutverki í báðum liðum. Í dag vann hún Bestu deildina með Breiðablik eftir 0-0 jafntefli gegn Val sem nægði en hún vann Lengjudeildina í sumar með FHL. Eftir að FHL voru komnar upp var hún lánuð til Breiðablik.


Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 Breiðablik

Samantha náði þeim árangri að vinna Lengjudeildina og Bestu deildina á sama ári.

Þetta er svo súrealískt og ég get ekki ímyndað mér það að þetta gerðist. Ég er svo stolt af bæði FHL og Breiðablik. Við unnum hart fyrir þessu og ég er svo ánægð í dag. Þetta er ruglað, ég trúi því ekki að þetta sé að gerast.

Hvernig leið Samönthu að spila í þessum úrslitaleik í dag?

Ég var stressuð seinustu 5 mínúturnar. Ég vissi að jafntefli myndi duga en við vildum sigur í dag og setja boltann í netið. Seinustu 5 mínúturnar vorum við einbeittar á því að halda boltanum frá markinu okkar og verjast vel. Þetta var góður leikur en þetta eru bestu leikirnir til að spila.

Í dag var slegið áhorfendamet en alls mættu 1625 manns á völlinn.

Það er ótrúlegt að spila fyrir framan svona mikið af fólki. Þú getur fundið það hversu mikið þau hvetja okkur og elska okkur. Það var geggjað að spila í þessari stemningu.“

Hvað tekur við núna hjá Samönthu sem er á láni hjá Blikum frá FHL sem munu spila í Bestu deildinni á næsta ári.

Ég held að planið mitt sé að fagna með liðinu í kvöld svo tökum við boltann í næstu viku. Ég þarf að taka stóra ákvörðun og ég veit ekki hvað ég á að gera. Ég myndi alveg vilja það að spila með þessum hópi aftur, þær eru frábærar. Við getum unnið deildina aftur á næsta ári. Sjáum til.

Viðtalið við Samönthu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner