
„Tilfinningin er æðisleg, vinna leik loksins þannig við erum allir ógeðslega sáttir og nú held ég að þetta fari að rúlla," sagði Birgir Baldvinsson leikmaður KA eftir sigur liðsins á Grindavík í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag.
Lestu um leikinn: KA 2 - 1 Grindavík
„Mér fannst við vera með yfirhöndina. Við bjuggumst við því að þeir myndu liggja neðarlega og við yrðum mikið með boltann og við þurftum bara vera þolinmóðir."
Birgir skoraði fyrra mark liðsins í dag.
„Það er æðislegt, ég reyni að hjálpa liðinu eins og ég get, hvort sem það er að skora eða verjast," sagði Birgir.
Birgir vill fá bikarmeistarana í undanúrsltium.
„Ég væri til í að fá Víking, það væri alvöru leikur, ég væri til í að vinna þá," sagði Birgir.
Athugasemdir