Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
banner
   þri 06. júní 2023 21:16
Stefán Marteinn Ólafsson
Todor Hristov: Við erum ekki að tala um eitthvað lið úr þriðju deild
Todor Hristov þjálfari ÍBV
Todor Hristov þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eyjakonur heimsóttu Keflavík suður með sjó þegar flautað var til leiks í 7.umferð Bestu deild kvenna nú í kvöld. 

Bæði lið hafa sigið í lægri helming töflunnar og mátti því búast við hörku rimmu milli liðana.


Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  0 ÍBV

„Ég get alveg sagt að þetta sé mikilvægt stig þó svo að mig langaði að vinna þennan leik og við áttum kannski skilið að vinna leikinn og þá sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn en mér fannst jafnteflið líka bara sanngjörn úrslit." Sagði Todor Hristov þjálfari ÍBV eftir leikinn.

„Mér fannst við alveg geta unnið leikinn en ég held að á útivelli hjá Keflavík sé ekki staðurinn sem að við getum sagt að við séum búnar að tapa tveim stigum, við erum ekki að tala um eitthvað lið úr þriðju deild svo það er erfitt að segja og eitt stig er bara sanngjarnt."

„Við vorum aðalega óheppnar með fyrri hálfleikinn, það var einusinni einn á einn og einusinni stöngin eða svona tveim metrum frá en svo í seinni hálfleik þá gátum við ekki alveg nýtt þessar skyndisóknir sem við vildum nýta aðeins betur."

ÍBV hefur ekki skorað mörg mörk í upphafi móts en Todor er ekki áhyggjufullur yfir því.

„Nei, maður getur haft sína skoðun og maður getur líka horft aðeins hinumeginn - hvað ertu búin að fá mikið? Við erum búnar að keppa á móti 5-6 geggjuðum liðum og líka á útivelli á móti Stjörnunni og Val þannig að bæði og en við erum með góðan balance."

Nánar er rætt við Todor Hristov þjálfara ÍBV í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner