Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 06. ágúst 2024 23:01
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jökull: Skiptir mig meira máli en einhverjar fyrirsagnir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög svekkjandi, ég held að engum líði vel að fá sig svona mörk eins og við fengum á okkur í lokin með þessum hætti." Segir Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-1 tap gegn Fram í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Stjarnan

Fram skoraði sigurmark undir lok leiksins en leikur var nokkuð jafn og hefði í raun getað dottið hvorum megin sem var, Fram skapaði sér þó hættulegri færi.

„Mér fannst vanta slatta upp á í fyrri hálfleik. Við náðum ekki að skapa mikið af færum og við verðum að skoða það. Við hefðum viljað skapa fleiri færi og þeir fá að mínu mati of góð færi."

Varnarmenn Stjörnunnar voru ekki með kveikt á sér í sigurmarki Framara og hefði vel verið hægt að koma í veg fyrir það mark.

„Mér finnst mjög pirrandi að fá á okkur mörk alveg sama hvernig þau eru. Þetta er dýrt og svekkjandi. Þetta er óþarfi og við erum allir mjög svekktir."

Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar eftir Evrópuleik þar sem liðið beið afhroð gegn Paide frá Eistlandi.

„Við tókum okkur frí yfir helgina og svo var bara áfram. Það er hugur í mönnum og það mun halda áfram. Það var svekkjandi að tapa þeim leik með þessum hætti en þá þarf bara að gera meira, ekkert annað í stöðunni."

Því hefur verið kastað fram í umræðu hér og þar að tap Stjörnunnar gegn Paide hafi verið eitt það versta sem Íslensk félagslið hefur lent í frá upphafi í Evrópukeppni.

„Ég ætla ekki að dæma um það. Ég átta mig ekki á því. Ég þekki söguna ekki nægilega vel og er bara alveg sama. Við erum bara svekktir með leikinn, bæði með mörkin sem við fengum á okkur og bara hvernig við mættum til leiks. Það hvernig við bregðumst við því skiptir mig meira máli en fyrirsagnir."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner