Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   þri 06. ágúst 2024 23:01
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jökull: Skiptir mig meira máli en einhverjar fyrirsagnir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög svekkjandi, ég held að engum líði vel að fá sig svona mörk eins og við fengum á okkur í lokin með þessum hætti." Segir Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-1 tap gegn Fram í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Stjarnan

Fram skoraði sigurmark undir lok leiksins en leikur var nokkuð jafn og hefði í raun getað dottið hvorum megin sem var, Fram skapaði sér þó hættulegri færi.

„Mér fannst vanta slatta upp á í fyrri hálfleik. Við náðum ekki að skapa mikið af færum og við verðum að skoða það. Við hefðum viljað skapa fleiri færi og þeir fá að mínu mati of góð færi."

Varnarmenn Stjörnunnar voru ekki með kveikt á sér í sigurmarki Framara og hefði vel verið hægt að koma í veg fyrir það mark.

„Mér finnst mjög pirrandi að fá á okkur mörk alveg sama hvernig þau eru. Þetta er dýrt og svekkjandi. Þetta er óþarfi og við erum allir mjög svekktir."

Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar eftir Evrópuleik þar sem liðið beið afhroð gegn Paide frá Eistlandi.

„Við tókum okkur frí yfir helgina og svo var bara áfram. Það er hugur í mönnum og það mun halda áfram. Það var svekkjandi að tapa þeim leik með þessum hætti en þá þarf bara að gera meira, ekkert annað í stöðunni."

Því hefur verið kastað fram í umræðu hér og þar að tap Stjörnunnar gegn Paide hafi verið eitt það versta sem Íslensk félagslið hefur lent í frá upphafi í Evrópukeppni.

„Ég ætla ekki að dæma um það. Ég átta mig ekki á því. Ég þekki söguna ekki nægilega vel og er bara alveg sama. Við erum bara svekktir með leikinn, bæði með mörkin sem við fengum á okkur og bara hvernig við mættum til leiks. Það hvernig við bregðumst við því skiptir mig meira máli en fyrirsagnir."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner