Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Ásta Eir: Mér fannst þetta alveg galið og alveg verðskuldað rautt spjald
Nik Chamberlain: Besta liðið sem ég hef spilað á móti sem þjálfari
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Gunnar Heiðar: Það eina sem vantaði var bara þetta mark
Haraldur Freyr: Mögulega tryggðum okkur allavega í umspil með þessu stigi
Jóhann Berg: Það voru síðustu orð mín
Gerði nákvæmlega eins mark á æfingu - „Þekkjum vindinn vel af Nesinu"
„Erum úr sama árgangi og höfum leikið saman upp öll yngri landsliðin"
Stefán Teitur: Svo sem ekkert alltof nýtt fyrir mér
Gylfi vaknaði með vírus - „Þyrfti að vera töluvert meira veikur til að hætta við leikinn"
Jón Dagur um fagnið: Það flottasta sem Alfreð tók fyrir landsliðið
Logi náði sínu stærsta markmiði - „Þessi draumur var ekki svo raunhæfur"
Mikael Anderson: Alvöru íslensk frammistaða
Hákon Rafn: Minn fyrsti leikur á þessum velli
„Kannski sjáum við Gylfa aftur á Englandi"
Andri Fannar: Erum eitt stórt lið
Kristall: Hefur alltaf liðið vel að spila hérna
Daníel: Allt annað en að vinna önnur lönd
Ólafur Ingi: Getur farið með bros á vör til Danmerkur
Leikdagurinn – Viktor Jónsson
   þri 06. ágúst 2024 23:01
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jökull: Skiptir mig meira máli en einhverjar fyrirsagnir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var mjög svekkjandi, ég held að engum líði vel að fá sig svona mörk eins og við fengum á okkur í lokin með þessum hætti." Segir Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 2-1 tap gegn Fram í kvöld.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  1 Stjarnan

Fram skoraði sigurmark undir lok leiksins en leikur var nokkuð jafn og hefði í raun getað dottið hvorum megin sem var, Fram skapaði sér þó hættulegri færi.

„Mér fannst vanta slatta upp á í fyrri hálfleik. Við náðum ekki að skapa mikið af færum og við verðum að skoða það. Við hefðum viljað skapa fleiri færi og þeir fá að mínu mati of góð færi."

Varnarmenn Stjörnunnar voru ekki með kveikt á sér í sigurmarki Framara og hefði vel verið hægt að koma í veg fyrir það mark.

„Mér finnst mjög pirrandi að fá á okkur mörk alveg sama hvernig þau eru. Þetta er dýrt og svekkjandi. Þetta er óþarfi og við erum allir mjög svekktir."

Þetta var fyrsti leikur Stjörnunnar eftir Evrópuleik þar sem liðið beið afhroð gegn Paide frá Eistlandi.

„Við tókum okkur frí yfir helgina og svo var bara áfram. Það er hugur í mönnum og það mun halda áfram. Það var svekkjandi að tapa þeim leik með þessum hætti en þá þarf bara að gera meira, ekkert annað í stöðunni."

Því hefur verið kastað fram í umræðu hér og þar að tap Stjörnunnar gegn Paide hafi verið eitt það versta sem Íslensk félagslið hefur lent í frá upphafi í Evrópukeppni.

„Ég ætla ekki að dæma um það. Ég átta mig ekki á því. Ég þekki söguna ekki nægilega vel og er bara alveg sama. Við erum bara svekktir með leikinn, bæði með mörkin sem við fengum á okkur og bara hvernig við mættum til leiks. Það hvernig við bregðumst við því skiptir mig meira máli en fyrirsagnir."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner