Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   fös 06. september 2019 21:24
Ívan Guðjón Baldursson
Einar Örn: Allt annað en sigur er stórslys
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV, er spenntur fyrir komandi leikjum Íslands í undankeppni EM 2020.

Strákarnir okkar fá Moldóvu í heimsókn og fljúga svo til Albaníu. Einar Örn segir gríðarlega mikilvægt að ná í sex stig til að geta haldið áfram að berjast við Tyrki og Frakka í toppbaráttunni.

„Mér líst nokkuð vel á þennan leik. Miðað við það sem maður hefur lesið og séð af þessu liði þá ætti það ekki að vera á sama plani og okkar menn," sagði Einar.

„Það er mjög mikilvægt að ná í sex stig í þessum glugga og koma sér í góða stöðu fyrir þessa síðustu fjóra leiki sem verða rosalega erfiðir."

Einar var spurður út í líklegt byrjunarlið fyrir leikinn gegn Moldóvu og lýsti nokkuð hefðbundnu liði. Hannes, Hjörtur, Kári, Ragnar, Ari Freyr, Emil, Aron Einar, Birkir, Gylfi, Jón Daði, Kolbeinn.

„Ef þú spyrð mig aftur eftir korter þá muntu fá aðra útgáfu.

„Þetta er lið sem er 140 sætum fyrir neðan okkur á heimslistanum. Við Íslendingar eigum það til að falla í þá gildru að vera aldrei nógu stórir fyrir sjálfa okkur. Stundum þurfum við líka bara að setja kassann út í loftið og segja 'þetta er bara lið sem við eigum að vinna og allt annað er stórslys'."

Athugasemdir
banner
banner