Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   fös 06. september 2019 21:24
Ívan Guðjón Baldursson
Einar Örn: Allt annað en sigur er stórslys
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV, er spenntur fyrir komandi leikjum Íslands í undankeppni EM 2020.

Strákarnir okkar fá Moldóvu í heimsókn og fljúga svo til Albaníu. Einar Örn segir gríðarlega mikilvægt að ná í sex stig til að geta haldið áfram að berjast við Tyrki og Frakka í toppbaráttunni.

„Mér líst nokkuð vel á þennan leik. Miðað við það sem maður hefur lesið og séð af þessu liði þá ætti það ekki að vera á sama plani og okkar menn," sagði Einar.

„Það er mjög mikilvægt að ná í sex stig í þessum glugga og koma sér í góða stöðu fyrir þessa síðustu fjóra leiki sem verða rosalega erfiðir."

Einar var spurður út í líklegt byrjunarlið fyrir leikinn gegn Moldóvu og lýsti nokkuð hefðbundnu liði. Hannes, Hjörtur, Kári, Ragnar, Ari Freyr, Emil, Aron Einar, Birkir, Gylfi, Jón Daði, Kolbeinn.

„Ef þú spyrð mig aftur eftir korter þá muntu fá aðra útgáfu.

„Þetta er lið sem er 140 sætum fyrir neðan okkur á heimslistanum. Við Íslendingar eigum það til að falla í þá gildru að vera aldrei nógu stórir fyrir sjálfa okkur. Stundum þurfum við líka bara að setja kassann út í loftið og segja 'þetta er bara lið sem við eigum að vinna og allt annað er stórslys'."

Athugasemdir
banner
banner