Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Spennandi tímar hjá ÍR - „Tækifæri að stækka klúbbinn enn meira“
Gulli gæti ekki hrósað Sölva nóg - „Stend hérna vel pirraður"
Köstuðu kveikjurum þegar Ísland skoraði - „Mér finnst það snilld"
Orri Steinn: Örugglega svona 20 sinnum verra
Gylfi: Geðveik stemning og gaman að upplifa það aftur
Hjörtur Hermanns: Skíturinn skeður
Jói Berg: Er fyrstur að viðurkenna það þegar ég er ekki nógu góður
Age Hareide: Þetta var leikur kjánalegra mistaka
Róbert Orri: Geggjað að hitta strákana og tala íslensku
Andri Fannar: Erum frá Íslandi og eigum að vera klárir í baráttu
Ólafur Ingi býst við öðruvísi leik: Þeir eru stórir og sterkir
Óli Hrannar: Hef ekki hugmynd um það
Venni Ólafs: Fótboltinn er skrýtin skepna
Stefán Árni: Vona að mér verði bannað að fara af vellinum
Omar Sowe: Er ekki viss hvar ég enda
Árni Freyr: ég reikna með þeim öllum í Mosó til að hjálpa okkur yfir línuna
Dagur Ingi: Í mínum bókum var þetta víti
Igor Bjarni: þetta var alltaf á hnífsblaði hjá okkur
   þri 07. ágúst 2018 21:44
Egill Sigfússon
Oliver: Örugglega ógeðslega leiðinlegur leikur að horfa á
Oliver vorkenndi áhorfendum en fagnaði þrem stigum
Oliver vorkenndi áhorfendum en fagnaði þrem stigum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Breiðablik vann KR 1-0 í 15. umferð Pepsí-deildar karla á Kópavogsvelli í kvöld og eru komnir í fyrsta sæti deildarinnar. Oliver Sigurjónsson leikmaður Breiðabliks sagði að þetta hefðu verið gríðarlega mikilvæg þrjú stig þótt leikurinn hefði verið hundleiðinlegur fyrir áhorfendur.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 KR

„Mér fannst við ágætir í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var mikil barátta og þeir aðeins með yfirhöndina en við náum að setja þetta mark og það er það sem skiptir máli í fótbolta. Þetta var örugglega ógeðslega leiðinlegur leikur að horfa á."

Alexander Helgi Sigurðarson kom inná í sínum fyrsta leik eftir að hafa komið aftur frá Víkingi Ólafsvík þar sem hann var á láni og skoraði sigurmarkið. Oliver segir frábært að fá svona góðan leikmann aftur.

„Frábært, við misstum Kolla út núna og ég var aðeins tæpur fyrir leikinn þannig að það er mjög mikilvægt fyrir Blika að fá hann tilbaka. Hann er frábær leikmaður og ef ekki væri fyrir hann værum við kannski bara með eitt stig í kvöld."

Breiðablik eru núna á toppi Pepsí-deildarinnar og í undanúrslitum Mjólkurbikarsins og Oliver sagði það ekkert laumungarmál að þeir vilji vinna titla.

„Það er góð spurning, við förum í alla leiki til að vinna, gamla góða klisjan. Okkur langar að gera hluti og það er ekkert að því að vilja það, við erum í tveim keppnum og langar í titil svo jú við ætlum að keyra á þetta!"
Athugasemdir
banner
banner