Newcastle gæti selt Isak fyrir 83 milljónir punda - Atletico hefur áhuga á Ndidi - Huijsen orðaður við Liverpool
„Ég þurfti að fylgja hjartanu og það leitaði heim"
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Sölvi: Hjartað sem þeir sýndu allan leikinn og slökktu aldrei á sér
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Davíð Atla um fyrsta Evrópumarkið: Fáránlegt þegar ég heyri þig segja þetta
Sverrir Ingi: Vissi þetta fyrirfram því ég þekki íslensku geðveikina og hugarfarið
Helgi Guðjóns eftir sögulegan sigur: Ætlaði ekki að trúa þessu
Sjáðu myndbandið sem Víkingar horfðu á í klefanum
Ekki alveg partur af handriti Hauks - „Töldum þetta best fyrir minn feril"
Formaðurinn spenntur: Risastór stund í íslenskum íþróttum
Björn Bjartmarz bjartsýnn: Besta ráðning félagsins
Danijel Djuric: Hann er með öðruvísi DNA
Sölvi daginn fyrir leikinn stóra: Þurfum á hlaupurum að halda
Anton Logi: Ég vildi bara fara burt og koma heim
Ari segir Víking ráða: Ég er ekkert ódýr
„Þetta er það eina sem við höfum hugsað um“
„Innst inni held ég að allir hafi skilning fyrir þessu“
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
   þri 07. ágúst 2018 21:44
Egill Sigfússon
Oliver: Örugglega ógeðslega leiðinlegur leikur að horfa á
Oliver vorkenndi áhorfendum en fagnaði þrem stigum
Oliver vorkenndi áhorfendum en fagnaði þrem stigum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Breiðablik vann KR 1-0 í 15. umferð Pepsí-deildar karla á Kópavogsvelli í kvöld og eru komnir í fyrsta sæti deildarinnar. Oliver Sigurjónsson leikmaður Breiðabliks sagði að þetta hefðu verið gríðarlega mikilvæg þrjú stig þótt leikurinn hefði verið hundleiðinlegur fyrir áhorfendur.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 KR

„Mér fannst við ágætir í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var mikil barátta og þeir aðeins með yfirhöndina en við náum að setja þetta mark og það er það sem skiptir máli í fótbolta. Þetta var örugglega ógeðslega leiðinlegur leikur að horfa á."

Alexander Helgi Sigurðarson kom inná í sínum fyrsta leik eftir að hafa komið aftur frá Víkingi Ólafsvík þar sem hann var á láni og skoraði sigurmarkið. Oliver segir frábært að fá svona góðan leikmann aftur.

„Frábært, við misstum Kolla út núna og ég var aðeins tæpur fyrir leikinn þannig að það er mjög mikilvægt fyrir Blika að fá hann tilbaka. Hann er frábær leikmaður og ef ekki væri fyrir hann værum við kannski bara með eitt stig í kvöld."

Breiðablik eru núna á toppi Pepsí-deildarinnar og í undanúrslitum Mjólkurbikarsins og Oliver sagði það ekkert laumungarmál að þeir vilji vinna titla.

„Það er góð spurning, við förum í alla leiki til að vinna, gamla góða klisjan. Okkur langar að gera hluti og það er ekkert að því að vilja það, við erum í tveim keppnum og langar í titil svo jú við ætlum að keyra á þetta!"
Athugasemdir
banner
banner
banner