Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
Mætt í Meistaradeildina - Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar snýr aftur
Upplifir drauminn í sumar - „Mjög erfitt að segja nei við FCK"
Jóhann Birnir: Félag sem ætti frekar að verja að berjast um að komast í efstu deild
Ber sterkar taugar til FH en samdi við Val - „Maður þarf stundum að vera smá eigingjarn"
Birgir Steinn: KR getur farið alla leið
Arnór Gauti: Vil sanna mig á stærra sviði og reyna að komast út
Alex: KR er stærsti klúbburinn
Gunnar valdi FCK fram yfir önnur stór félög - „Elskaði þetta strax eftir fyrstu æfingu"
Jakob Franz: Valur sýndi meiri áhuga en KR
Jasmín Erla: Sagði Stjörnunni strax eftir tímabil að ég væri til í breytingu
banner
   þri 07. ágúst 2018 21:44
Egill Sigfússon
Oliver: Örugglega ógeðslega leiðinlegur leikur að horfa á
Oliver vorkenndi áhorfendum en fagnaði þrem stigum
Oliver vorkenndi áhorfendum en fagnaði þrem stigum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Breiðablik vann KR 1-0 í 15. umferð Pepsí-deildar karla á Kópavogsvelli í kvöld og eru komnir í fyrsta sæti deildarinnar. Oliver Sigurjónsson leikmaður Breiðabliks sagði að þetta hefðu verið gríðarlega mikilvæg þrjú stig þótt leikurinn hefði verið hundleiðinlegur fyrir áhorfendur.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 KR

„Mér fannst við ágætir í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik var mikil barátta og þeir aðeins með yfirhöndina en við náum að setja þetta mark og það er það sem skiptir máli í fótbolta. Þetta var örugglega ógeðslega leiðinlegur leikur að horfa á."

Alexander Helgi Sigurðarson kom inná í sínum fyrsta leik eftir að hafa komið aftur frá Víkingi Ólafsvík þar sem hann var á láni og skoraði sigurmarkið. Oliver segir frábært að fá svona góðan leikmann aftur.

„Frábært, við misstum Kolla út núna og ég var aðeins tæpur fyrir leikinn þannig að það er mjög mikilvægt fyrir Blika að fá hann tilbaka. Hann er frábær leikmaður og ef ekki væri fyrir hann værum við kannski bara með eitt stig í kvöld."

Breiðablik eru núna á toppi Pepsí-deildarinnar og í undanúrslitum Mjólkurbikarsins og Oliver sagði það ekkert laumungarmál að þeir vilji vinna titla.

„Það er góð spurning, við förum í alla leiki til að vinna, gamla góða klisjan. Okkur langar að gera hluti og það er ekkert að því að vilja það, við erum í tveim keppnum og langar í titil svo jú við ætlum að keyra á þetta!"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner