Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   lau 07. september 2019 19:18
Kristófer Jónsson
Birkir Bjarna: Geri mitt besta þegar að ég fæ tækifærið
Icelandair
Birkir fagnar marki sínu í dag.
Birkir fagnar marki sínu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason skoraði annað mark Íslands í dag þegar að Moldóva kom í heimsókn á Laugardalsvöllinn í undankeppni Evrópumótsins 2020.

„Það er mikilvægt að fá þrjú stig. Við byrjuðum illa fyrstu tíu mínúturnar en náum svo að róa okkur aðeins og halda boltanum betur. Það var frábært að fá markið í fyrri hálfleik og svo spilum við meira "professional" í seinni hálfleik." sagði Birkir eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Moldóva

Birkir er sem stendur án félags eftir að hafa yfirgefið enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa í sumar. Telur hann spilamennskuna í dag hafa áhrif á framhaldið hjá sér?

„Jújú. Ég geri mitt besta þegar að ég fæ tækifærið. Ég var búinn að ákveða að einbeita mér af þessu verkefni og svo sjáum við bara til hvað gerist eftir það."

Íslenska liðið hefur unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í undankeppninni og eru sem stendur á toppi riðilsins. Frakkland og Tyrkland geta hins vegar jafnað Ísland af stigum sigri þau sína leiki í dag.

„Við erum bjartsýnir. Þetta var erfitt gegn Frökkum úti en að öðru leyti höfum við spilað gríðarlega vel og sótt stig. Við höldum bara áfram og sjáum hvar það skilar okkur í lokin." sagði Birkir að lokum.

Nánar er rætt við Birki í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner