Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   lau 07. september 2019 19:18
Kristófer Jónsson
Birkir Bjarna: Geri mitt besta þegar að ég fæ tækifærið
Icelandair
Birkir fagnar marki sínu í dag.
Birkir fagnar marki sínu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason skoraði annað mark Íslands í dag þegar að Moldóva kom í heimsókn á Laugardalsvöllinn í undankeppni Evrópumótsins 2020.

„Það er mikilvægt að fá þrjú stig. Við byrjuðum illa fyrstu tíu mínúturnar en náum svo að róa okkur aðeins og halda boltanum betur. Það var frábært að fá markið í fyrri hálfleik og svo spilum við meira "professional" í seinni hálfleik." sagði Birkir eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Moldóva

Birkir er sem stendur án félags eftir að hafa yfirgefið enska úrvalsdeildarliðið Aston Villa í sumar. Telur hann spilamennskuna í dag hafa áhrif á framhaldið hjá sér?

„Jújú. Ég geri mitt besta þegar að ég fæ tækifærið. Ég var búinn að ákveða að einbeita mér af þessu verkefni og svo sjáum við bara til hvað gerist eftir það."

Íslenska liðið hefur unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum sínum í undankeppninni og eru sem stendur á toppi riðilsins. Frakkland og Tyrkland geta hins vegar jafnað Ísland af stigum sigri þau sína leiki í dag.

„Við erum bjartsýnir. Þetta var erfitt gegn Frökkum úti en að öðru leyti höfum við spilað gríðarlega vel og sótt stig. Við höldum bara áfram og sjáum hvar það skilar okkur í lokin." sagði Birkir að lokum.

Nánar er rætt við Birki í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner