Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
   mið 08. febrúar 2017 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Las Vegas
Heimir Hallgríms: Með kvíðatilfinningu fyrir leiknum
Icelandair
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands.
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Getty Images
„Ég verð að vera heiðarlegur og segja að ég er með smá kvíðatilfinningu fyrir þessum leik," sagði landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson við Fótbolta.net í Las Vegas í gær en íslenska landsliðið mætir þar Mexíkó í vináttulandsleik sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 03:06 í nótt.

Íslenski landsliðshópurinn er mjög óreyndur, Hallgrímur Jónasson er lang leikjahæstur með 15 leiki en í heildina er hópur Íslands sem telur 19 menn með 42 landsleiki að baki. Til samanburðar er fyrirliði Mexíkó, Rafael Marquez fyrrverandi leikmaður Barcelona með 135.

„Þetta er mjög óreyndur hópur sem við höfum og í ofanálag við tímamismun og engan tíma til undirbúnings eru Mexíkóar með ótrúlega sterkt lið og geta stillt upp reynslumiklu liði," segir Heimir og heldur áfram.

„Þeirra tölfræði í síðustu leikjum hefur verið gríðarlega góð og ég held að þjálfarinn sé búinn að tapa einum leik af síðustu 17. Það lýsir sér í því að hann kemur með mjög sterkt lið á móti Íslandi, þeir spila upp á úrslit og þetta verður á allan hátt erfiður leikur fyrir okkur en engu að síður mikil áskorun fyrir þessa stráka."

En í ljósi alls þessa, má búast við að Heimir muni „leggja rútunni," í vítateignum til að verjast þeim grænu?

„Nei nei, auðvitað reynum við bara að spila okkar leik en við erum raunsæir og fyrirfram má reikna með að þeir verði meira með boltann. Þeir eru búnir að vera á góðu skriði og eru með 25-30 þúsund manns að öskra á sig. Þetta er tilfinningaríkur leikur, Mexíkó að spila í Bandaríkjunum og margt sem segir að þeir verði sterkir í leiknum og við verðum að vera tilbúnir í það."

Nánar er rætt við Heimi í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner