Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   lau 08. júní 2024 19:02
Sverrir Örn Einarsson
Erna Guðrún: Vorum ekki til staðar í fyrri hálfleik
Kvenaboltinn
Erna Guðrún fær hér að líta gula spjaldið gegn Þrótti á dögunum
Erna Guðrún fær hér að líta gula spjaldið gegn Þrótti á dögunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við bara mættum ekki til leiks. Við vorum ekki til staðar í fyrri hálfleik þar sem þær voru að stjórna leiknum en uppleggið var að við ætluðum að stjórna.“ Sagði Erna Guðrún Magnúsdóttir leikmaður Víkings um hvað klikkaði er Víkingur þurfti að gera sér 0-1 tap gegn Keflavík á Víkingsvelli fyrr i dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Keflavík

Lið Keflavíkur var heilt yfir sanngjarn sigurvegari leiksins og var framar á flestum sviðum lengst af. Talvert meiri barátta var í liði gestanna úr bítlabænum og náði lið Víkinga aldrei sömu ákefð í sinn leik.

„Við ætluðum að mæta af fullum krafti í þennan leik en það var eitthvað andleysi yfir okkur. Ég er eiginlega frekar orðlaus eftir þennan leik. Þetta var ekki eins og við viljum spila.“

Víkingar af skiljanlegum ástæðum svekktar með úrslitin og eigin frammistöðu. Trú Ernu og liðsfélaga á liðinu er þó mikil og eru þær staðráðnar í að hrista tapið af sér.

„Við erum með háan standard og kröfur á okkur. Við viljum gera betur en þetta og vera í þessum toppslag. Þetta er ekki boðlegt fyrir okkur þótt við séum nýliðar.“

Sagði Erna Guðrún en allt viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir