Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 08. júní 2024 19:02
Sverrir Örn Einarsson
Erna Guðrún: Vorum ekki til staðar í fyrri hálfleik
Kvenaboltinn
Erna Guðrún fær hér að líta gula spjaldið gegn Þrótti á dögunum
Erna Guðrún fær hér að líta gula spjaldið gegn Þrótti á dögunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við bara mættum ekki til leiks. Við vorum ekki til staðar í fyrri hálfleik þar sem þær voru að stjórna leiknum en uppleggið var að við ætluðum að stjórna.“ Sagði Erna Guðrún Magnúsdóttir leikmaður Víkings um hvað klikkaði er Víkingur þurfti að gera sér 0-1 tap gegn Keflavík á Víkingsvelli fyrr i dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Keflavík

Lið Keflavíkur var heilt yfir sanngjarn sigurvegari leiksins og var framar á flestum sviðum lengst af. Talvert meiri barátta var í liði gestanna úr bítlabænum og náði lið Víkinga aldrei sömu ákefð í sinn leik.

„Við ætluðum að mæta af fullum krafti í þennan leik en það var eitthvað andleysi yfir okkur. Ég er eiginlega frekar orðlaus eftir þennan leik. Þetta var ekki eins og við viljum spila.“

Víkingar af skiljanlegum ástæðum svekktar með úrslitin og eigin frammistöðu. Trú Ernu og liðsfélaga á liðinu er þó mikil og eru þær staðráðnar í að hrista tapið af sér.

„Við erum með háan standard og kröfur á okkur. Við viljum gera betur en þetta og vera í þessum toppslag. Þetta er ekki boðlegt fyrir okkur þótt við séum nýliðar.“

Sagði Erna Guðrún en allt viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner