Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mið 08. júlí 2020 22:18
Stefán Marteinn Ólafsson
Gústi Gylfa: Við erum búnir að prófa eiginlega allt í þessu núna
Gústi Gylfa þjálfari Gróttu
Gústi Gylfa þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta gerði sér góða ferð í Grafarvoginn þegar þeir heimsóttu heimamenn í Fjölni á Extra vellinum nú í kvöld þegar flautað var til leiks í 5.umferð Pepsi Max deildar karla. Gróttumenn sóttu sinn fyrsta sigur í sumar.
„Frábær frammistaða í dag, ég er gríðarlega ánægður með liðið, við héldum hreinu og skoruðum þrjú mörk, vorum mjög einbeittir í þessum leik og vinnuframlagið frábært og skipurlagið gott, leikmennirnir tóku þetta inn á völlinn og sýndu hvað í þeim bjó og ég var gríðarlega stoltur af liðinu," sagði Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 Grótta

„Við gáfum lítið af færum á okkur svona heilt yfir og sköpuðum okkur eitthvað líka og það er eitthvað sem við getum tekið með okkur í framhaldinu, við erum búnir að fá mikið af mörkum á okkur í síðustu leikjum og það var frábært að halda hreinu í dag."

„Ég sagði við strákana fyrir leikinn að ég yrði mjög sáttur við 1-0 sigur í þessu, bara fá að innbyrða þrjú stig sem við erum búnir að bíða eftir og við náðum frábærum sigri í dag og gott að fá þessi þrjú stig, við erum búnir að prófa eiginlega allt í þessu núna, búnir að skora einhver mörk og búnir að fá á okkur einhver mörk, búnir að fá jafntefli og sigur þannig maður er að fá þetta alltsamann í reynslubankann og þetta mun hjálpa okkur í framhaldinu." 

Gústi er ekki óvanur Fjölni en hann var að mæta sínum gömlu félögum í kvöld en vildi þó ekki taka undir að það hafi hjálpað að þekkja kannski betur inn á Fjölni en önnur lið.
„Nei, alls ekki, við ætluðum bara að taka það sem við gerum vel í síðasta leik á móti HK og taka það inn í þennan leik og það gerðum við og gerðum frábærlega vel en þetta Fjölnisliðið, þetta var ekki þeirra dagur í dag og við gengum dálítið á lagið og stóðum okkur vel." 

Kristófer Orri Pétursson og Axel Sigursson voru meðal sprækustu manna Gróttu en Gústi var fljótur að taka fyrir það að þeir væru ekki í standi.
„ Við erum í geggjuðu standi, allir leikmennirnir, við erum með 25 manna hóp og allir í topp standi og við erum að reyna dreifa álaginu, mikið leikjaálag þannig þetta er bara kærkomið fyrir alla að fá mínútur." 

Aðspurður um Kieran McGrath nýja leikmanninn sem Grótta setti í sóttkví við komuna til landsins segist Gústi vongóður um að hann komi fljótlega inn.
„Já ég hitti hann í morgun í fyrsta skipti og ég vona að þið fáið að sjá hann eitthvað líka í sumar." 
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir