Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
banner
   mið 08. júlí 2020 22:18
Stefán Marteinn Ólafsson
Gústi Gylfa: Við erum búnir að prófa eiginlega allt í þessu núna
Gústi Gylfa þjálfari Gróttu
Gústi Gylfa þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta gerði sér góða ferð í Grafarvoginn þegar þeir heimsóttu heimamenn í Fjölni á Extra vellinum nú í kvöld þegar flautað var til leiks í 5.umferð Pepsi Max deildar karla. Gróttumenn sóttu sinn fyrsta sigur í sumar.
„Frábær frammistaða í dag, ég er gríðarlega ánægður með liðið, við héldum hreinu og skoruðum þrjú mörk, vorum mjög einbeittir í þessum leik og vinnuframlagið frábært og skipurlagið gott, leikmennirnir tóku þetta inn á völlinn og sýndu hvað í þeim bjó og ég var gríðarlega stoltur af liðinu," sagði Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 Grótta

„Við gáfum lítið af færum á okkur svona heilt yfir og sköpuðum okkur eitthvað líka og það er eitthvað sem við getum tekið með okkur í framhaldinu, við erum búnir að fá mikið af mörkum á okkur í síðustu leikjum og það var frábært að halda hreinu í dag."

„Ég sagði við strákana fyrir leikinn að ég yrði mjög sáttur við 1-0 sigur í þessu, bara fá að innbyrða þrjú stig sem við erum búnir að bíða eftir og við náðum frábærum sigri í dag og gott að fá þessi þrjú stig, við erum búnir að prófa eiginlega allt í þessu núna, búnir að skora einhver mörk og búnir að fá á okkur einhver mörk, búnir að fá jafntefli og sigur þannig maður er að fá þetta alltsamann í reynslubankann og þetta mun hjálpa okkur í framhaldinu." 

Gústi er ekki óvanur Fjölni en hann var að mæta sínum gömlu félögum í kvöld en vildi þó ekki taka undir að það hafi hjálpað að þekkja kannski betur inn á Fjölni en önnur lið.
„Nei, alls ekki, við ætluðum bara að taka það sem við gerum vel í síðasta leik á móti HK og taka það inn í þennan leik og það gerðum við og gerðum frábærlega vel en þetta Fjölnisliðið, þetta var ekki þeirra dagur í dag og við gengum dálítið á lagið og stóðum okkur vel." 

Kristófer Orri Pétursson og Axel Sigursson voru meðal sprækustu manna Gróttu en Gústi var fljótur að taka fyrir það að þeir væru ekki í standi.
„ Við erum í geggjuðu standi, allir leikmennirnir, við erum með 25 manna hóp og allir í topp standi og við erum að reyna dreifa álaginu, mikið leikjaálag þannig þetta er bara kærkomið fyrir alla að fá mínútur." 

Aðspurður um Kieran McGrath nýja leikmanninn sem Grótta setti í sóttkví við komuna til landsins segist Gústi vongóður um að hann komi fljótlega inn.
„Já ég hitti hann í morgun í fyrsta skipti og ég vona að þið fáið að sjá hann eitthvað líka í sumar." 
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner