Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
   mið 08. júlí 2020 22:18
Stefán Marteinn Ólafsson
Gústi Gylfa: Við erum búnir að prófa eiginlega allt í þessu núna
Gústi Gylfa þjálfari Gróttu
Gústi Gylfa þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta gerði sér góða ferð í Grafarvoginn þegar þeir heimsóttu heimamenn í Fjölni á Extra vellinum nú í kvöld þegar flautað var til leiks í 5.umferð Pepsi Max deildar karla. Gróttumenn sóttu sinn fyrsta sigur í sumar.
„Frábær frammistaða í dag, ég er gríðarlega ánægður með liðið, við héldum hreinu og skoruðum þrjú mörk, vorum mjög einbeittir í þessum leik og vinnuframlagið frábært og skipurlagið gott, leikmennirnir tóku þetta inn á völlinn og sýndu hvað í þeim bjó og ég var gríðarlega stoltur af liðinu," sagði Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Fjölnir 0 -  3 Grótta

„Við gáfum lítið af færum á okkur svona heilt yfir og sköpuðum okkur eitthvað líka og það er eitthvað sem við getum tekið með okkur í framhaldinu, við erum búnir að fá mikið af mörkum á okkur í síðustu leikjum og það var frábært að halda hreinu í dag."

„Ég sagði við strákana fyrir leikinn að ég yrði mjög sáttur við 1-0 sigur í þessu, bara fá að innbyrða þrjú stig sem við erum búnir að bíða eftir og við náðum frábærum sigri í dag og gott að fá þessi þrjú stig, við erum búnir að prófa eiginlega allt í þessu núna, búnir að skora einhver mörk og búnir að fá á okkur einhver mörk, búnir að fá jafntefli og sigur þannig maður er að fá þetta alltsamann í reynslubankann og þetta mun hjálpa okkur í framhaldinu." 

Gústi er ekki óvanur Fjölni en hann var að mæta sínum gömlu félögum í kvöld en vildi þó ekki taka undir að það hafi hjálpað að þekkja kannski betur inn á Fjölni en önnur lið.
„Nei, alls ekki, við ætluðum bara að taka það sem við gerum vel í síðasta leik á móti HK og taka það inn í þennan leik og það gerðum við og gerðum frábærlega vel en þetta Fjölnisliðið, þetta var ekki þeirra dagur í dag og við gengum dálítið á lagið og stóðum okkur vel." 

Kristófer Orri Pétursson og Axel Sigursson voru meðal sprækustu manna Gróttu en Gústi var fljótur að taka fyrir það að þeir væru ekki í standi.
„ Við erum í geggjuðu standi, allir leikmennirnir, við erum með 25 manna hóp og allir í topp standi og við erum að reyna dreifa álaginu, mikið leikjaálag þannig þetta er bara kærkomið fyrir alla að fá mínútur." 

Aðspurður um Kieran McGrath nýja leikmanninn sem Grótta setti í sóttkví við komuna til landsins segist Gústi vongóður um að hann komi fljótlega inn.
„Já ég hitti hann í morgun í fyrsta skipti og ég vona að þið fáið að sjá hann eitthvað líka í sumar." 
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner