Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   sun 08. september 2024 17:03
Daníel Smári Magnússon
Siggi Höskulds: Spenntur að fá að byrja aftur
Lengjudeildin
Siggi Höskulds var ánægður með sína menn í dag.
Siggi Höskulds var ánægður með sína menn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var bara fín frammistaða hjá okkur og Dalvík mjög erfiðir, þannig að ég er bara virkilega sáttur með framlagið og hvernig við spiluðum þennan leik. Bara vel gert hjá okkur,'' sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, eftir 2-0 sigur á Dalvík/Reyni í Lengjudeild karla í dag. Sigurinn þýðir að Þórsarar eru endanlega búnir að bjarga sér frá falli og leika því í Lengjudeildinni árið 2025.


Lestu um leikinn: Þór 2 -  0 Dalvík/Reynir

Örlög Dalvíkinga voru ráðin fyrir þennan leik. Var það eitthvað rætt í aðdragandanum?

„Já, bara ýmislegt sem að við ræðum. Við vissum að þeir myndu koma hérna dýrvitlausir og voru bara mjög fókuseraðir, með gott leikplan og gerðu þetta vel. Þannig að við þurftum að sýna mjög góða frammistöðu til að klára þetta og við vissum það alveg fyrir leikinn.''

Vítaspyrnudómur Erlends Eiríkssonar var að mati fréttaritara rangur. Hvernig sá Siggi þetta?

„Mér fannst hann bara berja hann í hnakkann og ég held að þetta hafi verið alveg kristaltært. Fannst skrítið að hann hafi ekki fengið rautt bara,'' sagði Siggi og augljóslega ekki á sama máli.

Gengi Þórs hefur ekki verið gott í sumar eftir gífurlega jákvæða umræðu í aðdraganda móts. Fáir sigrar unnist og spilamennskan oft á tíðum verið arfaslök. Sigurður segist spenntur að fá tækifæri til að gera betur á næstu leiktíð og bæta liðið.

„Bara spenntur að fá að byrja aftur og reyna að bæta liðið ennþá meira en við héldum að við hefðum gert síðasta vetur og gerðum að mínu viti. Sumarið náttúrulega ekki búið að spilast eins og við hefðum viljað, þannig að ég held að það séu allir þyrstir í að eyða vetrinum í að koma ennþá betur stemmdir og ennþá klárari í mótið og að einhverju leyti vinna upp fyrir þetta tímabil. Stigasöfnunin var alls ekki nægilega góð og ekki það sem að við ætluðum okkur.''

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir