Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   þri 08. október 2019 20:02
Brynjar Ingi Erluson
Alexandra: Hvítu skórnir ónýtir
Icelandair
Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fyrsta A-landsliðmarkið
Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fyrsta A-landsliðmarkið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fyrsta landsliðsmark sitt í kvöld í 6-0 sigri á Lettlandi í undankeppni Evrópumótsins en hún fékk tækifæri í byrjunarliðinu.

Lestu um leikinn: Lettland 0 -  6 Ísland

Alexandra gerði fimmta mark leiksins um það bil tíu mínútum fyrir leikslok en hún hafði átt nokkrar tilraunir í leiknum áður en boltinn söng loksins í netinu.

„Mjög góð bara. Við vissum að við værum að fara í erfiðan leik þannig það var flott að ná þremur stigum úr leiknum," sagði Alexandra við Fótbolta.net í kvöld.

Íslenska liðið var með mikla yfirburði í leiknum og var hún sammála því.

„Ég myndi segja það miðað við aðstæður og svoleiðis þá fannst mér við rúlla yfir þetta lið þannig. Við vorum með yfirburði á öllum sviðum."

„Þetta er mikill skóli og geggjað að fá tækifæri til að sanna sig þannig það var flott. Ég var nokkuð ánægð og miðað við aðstæður þá var geggjað að ná inn mörkum. Ég var búin að fá nokkrar tilraunir og það var sætt að sjá hann í netinu."


Vallaraðstæður voru vægast sagt hörmulegar og eins og komið var inn á í viðtalinu þá var þetta hálfgerður mýrarbolti.

„Ég myndi segja það. Hvítu skórnir eru ónýtir."

Íslenska liðið er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki eins og Svíþjóð.

„Þetta er eitt skref af mörgum og það er bara að halda áfram. Þetta er ekki búið núna og eins og sést þá býr mikið í okkur, tökum þetta og förum alla leið," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner