Arsenal býður fimm ára samning - Liverpool reyndi skiptidíl - Bernardo Silva til Benfica - Olise á blaði Liverpool
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   þri 08. október 2019 13:00
Magnús Már Einarsson
Jói Berg: Við Gylfi ekki mikið að stuða hvorn annan
Icelandair
Jóhann Berg Guðmundsson er klár í slaginn á nýjan leik.
Jóhann Berg Guðmundsson er klár í slaginn á nýjan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson sneri aftur í lið Burnley um helgina þegar hann spilaði 84 mínútur í 1-0 sigri á Everton. Jóhann er kominn á fulla ferð eftir að hafa verið meiddur á kálfa undanfarnar vikur.

„Það var mikilvægt að ná smá leikæfingu fyrir leikinn á móti Frökkum," sagði Jóhann Berg fyrir landsliðsæfingu í dag en hann segist ekki hafa nuddað Gylfa upp úr tapinu um helgina.

„Auðvitað höfum við talað saman eftir leik og allt í góðu. Við höfum spilað nokkuð oft á móti hvor öðrum og erum ekki mikið að stuða hvorn annan. Það var frábært fyrir okkur að fá þrjá punkta," sagði Jóhann en Burnley er með tólf stig í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Við erum sáttir en satt besta að segja gætum við verið með fleiri stig. Á móti Wolves úti skoruðu þeir til dæmis á 92. mínútu. Við getum lítið verið að kvarta. Tímabilið í fyrra byrjaði mjög illa og við lærðum mikið af því. Við erum mjög ánægðir með þetta."

Heimsmeistarar Frakka koma í heimsókn á Laugardalsvöll á föstudaginn og Jóhann er spenntur fyrir þeim leik.

„Það eru ansi margir þættir í okkar leik sem verða að vera upp á tíu. Það vita það allir að þeir eru með frábært lið. Við erum bestir þegar við spilum á heimavelli og þá er erfitt að eiga við okkur. Það hjálpar okkur gríðarlega mikið að hafa fullan völl. Við þurfum allir að eiga leik upp á tíu til að vinna Frakka," sagði Jóhann.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner