Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
Sandra María: Eyða orkunni í það sem við getum haft áhrif á
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
Mætt í Meistaradeildina - Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar snýr aftur
Upplifir drauminn í sumar - „Mjög erfitt að segja nei við FCK"
Jóhann Birnir: Félag sem ætti frekar að verja að berjast um að komast í efstu deild
Ber sterkar taugar til FH en samdi við Val - „Maður þarf stundum að vera smá eigingjarn"
Birgir Steinn: KR getur farið alla leið
Arnór Gauti: Vil sanna mig á stærra sviði og reyna að komast út
banner
   fös 08. desember 2023 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Endaði tímabilið á flugi - „Kallarnir voru sáttir en ég vil vera ofar"
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég mætti út, fékk covid, byrjunin smá erfið en svo vann ég mig inn í þetta og það gekk vel í lokin - endaði þetta vel," sagði Logi Tómasson um byrjunina á sínum ferli hjá norska félaginu Strömsgodset.

Logi og Strömsgodset voru á miklu flugi í lok móts. Er svekkjandi að mótinu sé lokið?

„Ég hugsaði það alveg, ég skoraði í næstsíðasta leiknum og búinn að leggja upp mörk. Það hefði verið gott að halda áfram, en gott líka fyrir hausinn að fara í frí og koma aftur til Íslands."

„Ég var að spila vinstri vængbakvörð, fékk að fara mjög hátt upp á völlinn. Þetta er skemmtileg staða og ég myndi segja að hún henti mér vel, er ofar sóknarlega og þarf að skila mér til baka varnarlega - aðeins meiri hlaup en ég var vanur hérna á Íslandi."

„'Levelið' er gott, ég fer frá Víkingi og þar er 'levelið' hæst á Íslandi ásamt kannski Breiðabliki og Val. Ég þurfti að venjast tempóinu en svo var ég fljótur að komast inn í þetta."

„Ég er sérstaklega ánægður með lokin á tímabilinu, byrjaði síðustu sjö leikina og við unnum sex af þeim. Það gekk mjög vel. Ég er mjög spenntur fyrir næsta tímabili og að ná undirbúningstímabilinu með liðinu."

„Strömsgodset hefur ekki endað ofar síðan 2017, kallarnir voru sáttir en ég vil vera ofar. Maður vill ekki vera of mikið að skipta sér af á fyrsta tímabili, en maður vill setja kröfur á liðið og leikmenn til að vera ofar. Niðurstaðan var fín, 7. sæti."


Hvernig er lífið utan vallar í Noregi?

„Það er bara fínt, smá einmanalegt en fótboltinn gefur manni mikið og maður bara harkar. Það er ekki hægt að fara í golf núna (-13 í síðasta leik), en ég fer kannski eitthvað í golf næsta sumar. Maður er mikið að æfa og er eiginlega ekkert að hugsa um neitt annað en fótbolta," sagði Logi.

Hann vonast til að vera í landsliðshópnum fyrir janúarverkefnið. „Ég vona að ég verði þar og fái að sanna mig."

Fannst hann þurfa að fara út
Var erfið ákvörðun að fara frá Víkingi í haust?

„Það var smá erfitt að fara frá þeim vitandi að við værum mögulega að fara vinna tvo titla. Ég er búinn að stefna að því í tvö ár að fara út og mér fannst ég þurfa að fara út núna í sumar. Ég held að það hafi verið góð ákvörðun eftir á." Víkingur vann báða titlana og Logi spilaði sjálfur vel. „Núna eru allir sáttir, þetta var 'win-win' fyrir báða aðila held ég."

„Það var eitt annað lið sem var möguleiki, ætla ekki að nefna það, en í lokin var þetta bara Strömsgodset. Mér líður mjög vel með þetta, það mikilvægasta er að spila alla leiki og bæta sig sem leikmaður. Ég er mjög sáttur,"
sagði Logi.

Hann spilaði átján leiki í Bestu deildinni áður en hann hélt til Noregs og var í liði ársins hér á Fótbolti.net.
Athugasemdir
banner
banner