Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   fös 08. desember 2023 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Endaði tímabilið á flugi - „Kallarnir voru sáttir en ég vil vera ofar"
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég mætti út, fékk covid, byrjunin smá erfið en svo vann ég mig inn í þetta og það gekk vel í lokin - endaði þetta vel," sagði Logi Tómasson um byrjunina á sínum ferli hjá norska félaginu Strömsgodset.

Logi og Strömsgodset voru á miklu flugi í lok móts. Er svekkjandi að mótinu sé lokið?

„Ég hugsaði það alveg, ég skoraði í næstsíðasta leiknum og búinn að leggja upp mörk. Það hefði verið gott að halda áfram, en gott líka fyrir hausinn að fara í frí og koma aftur til Íslands."

„Ég var að spila vinstri vængbakvörð, fékk að fara mjög hátt upp á völlinn. Þetta er skemmtileg staða og ég myndi segja að hún henti mér vel, er ofar sóknarlega og þarf að skila mér til baka varnarlega - aðeins meiri hlaup en ég var vanur hérna á Íslandi."

„'Levelið' er gott, ég fer frá Víkingi og þar er 'levelið' hæst á Íslandi ásamt kannski Breiðabliki og Val. Ég þurfti að venjast tempóinu en svo var ég fljótur að komast inn í þetta."

„Ég er sérstaklega ánægður með lokin á tímabilinu, byrjaði síðustu sjö leikina og við unnum sex af þeim. Það gekk mjög vel. Ég er mjög spenntur fyrir næsta tímabili og að ná undirbúningstímabilinu með liðinu."

„Strömsgodset hefur ekki endað ofar síðan 2017, kallarnir voru sáttir en ég vil vera ofar. Maður vill ekki vera of mikið að skipta sér af á fyrsta tímabili, en maður vill setja kröfur á liðið og leikmenn til að vera ofar. Niðurstaðan var fín, 7. sæti."


Hvernig er lífið utan vallar í Noregi?

„Það er bara fínt, smá einmanalegt en fótboltinn gefur manni mikið og maður bara harkar. Það er ekki hægt að fara í golf núna (-13 í síðasta leik), en ég fer kannski eitthvað í golf næsta sumar. Maður er mikið að æfa og er eiginlega ekkert að hugsa um neitt annað en fótbolta," sagði Logi.

Hann vonast til að vera í landsliðshópnum fyrir janúarverkefnið. „Ég vona að ég verði þar og fái að sanna mig."

Fannst hann þurfa að fara út
Var erfið ákvörðun að fara frá Víkingi í haust?

„Það var smá erfitt að fara frá þeim vitandi að við værum mögulega að fara vinna tvo titla. Ég er búinn að stefna að því í tvö ár að fara út og mér fannst ég þurfa að fara út núna í sumar. Ég held að það hafi verið góð ákvörðun eftir á." Víkingur vann báða titlana og Logi spilaði sjálfur vel. „Núna eru allir sáttir, þetta var 'win-win' fyrir báða aðila held ég."

„Það var eitt annað lið sem var möguleiki, ætla ekki að nefna það, en í lokin var þetta bara Strömsgodset. Mér líður mjög vel með þetta, það mikilvægasta er að spila alla leiki og bæta sig sem leikmaður. Ég er mjög sáttur,"
sagði Logi.

Hann spilaði átján leiki í Bestu deildinni áður en hann hélt til Noregs og var í liði ársins hér á Fótbolti.net.
Athugasemdir
banner