Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fös 08. desember 2023 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Endaði tímabilið á flugi - „Kallarnir voru sáttir en ég vil vera ofar"
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég mætti út, fékk covid, byrjunin smá erfið en svo vann ég mig inn í þetta og það gekk vel í lokin - endaði þetta vel," sagði Logi Tómasson um byrjunina á sínum ferli hjá norska félaginu Strömsgodset.

Logi og Strömsgodset voru á miklu flugi í lok móts. Er svekkjandi að mótinu sé lokið?

„Ég hugsaði það alveg, ég skoraði í næstsíðasta leiknum og búinn að leggja upp mörk. Það hefði verið gott að halda áfram, en gott líka fyrir hausinn að fara í frí og koma aftur til Íslands."

„Ég var að spila vinstri vængbakvörð, fékk að fara mjög hátt upp á völlinn. Þetta er skemmtileg staða og ég myndi segja að hún henti mér vel, er ofar sóknarlega og þarf að skila mér til baka varnarlega - aðeins meiri hlaup en ég var vanur hérna á Íslandi."

„'Levelið' er gott, ég fer frá Víkingi og þar er 'levelið' hæst á Íslandi ásamt kannski Breiðabliki og Val. Ég þurfti að venjast tempóinu en svo var ég fljótur að komast inn í þetta."

„Ég er sérstaklega ánægður með lokin á tímabilinu, byrjaði síðustu sjö leikina og við unnum sex af þeim. Það gekk mjög vel. Ég er mjög spenntur fyrir næsta tímabili og að ná undirbúningstímabilinu með liðinu."

„Strömsgodset hefur ekki endað ofar síðan 2017, kallarnir voru sáttir en ég vil vera ofar. Maður vill ekki vera of mikið að skipta sér af á fyrsta tímabili, en maður vill setja kröfur á liðið og leikmenn til að vera ofar. Niðurstaðan var fín, 7. sæti."


Hvernig er lífið utan vallar í Noregi?

„Það er bara fínt, smá einmanalegt en fótboltinn gefur manni mikið og maður bara harkar. Það er ekki hægt að fara í golf núna (-13 í síðasta leik), en ég fer kannski eitthvað í golf næsta sumar. Maður er mikið að æfa og er eiginlega ekkert að hugsa um neitt annað en fótbolta," sagði Logi.

Hann vonast til að vera í landsliðshópnum fyrir janúarverkefnið. „Ég vona að ég verði þar og fái að sanna mig."

Fannst hann þurfa að fara út
Var erfið ákvörðun að fara frá Víkingi í haust?

„Það var smá erfitt að fara frá þeim vitandi að við værum mögulega að fara vinna tvo titla. Ég er búinn að stefna að því í tvö ár að fara út og mér fannst ég þurfa að fara út núna í sumar. Ég held að það hafi verið góð ákvörðun eftir á." Víkingur vann báða titlana og Logi spilaði sjálfur vel. „Núna eru allir sáttir, þetta var 'win-win' fyrir báða aðila held ég."

„Það var eitt annað lið sem var möguleiki, ætla ekki að nefna það, en í lokin var þetta bara Strömsgodset. Mér líður mjög vel með þetta, það mikilvægasta er að spila alla leiki og bæta sig sem leikmaður. Ég er mjög sáttur,"
sagði Logi.

Hann spilaði átján leiki í Bestu deildinni áður en hann hélt til Noregs og var í liði ársins hér á Fótbolti.net.
Athugasemdir
banner
banner