Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 09. júní 2024 20:32
Sverrir Örn Einarsson
Adam Ægir: Maður er athyglissjúkur
Adam Ægir Pálsson í leik með Val
Adam Ægir Pálsson í leik með Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn var kaflaskiptur, við vorum fínir í fyrri hálfleik í byrjun en slökuðum svo aðeins á. Keflavík er bara með hörkulið og lítið breytt frá því í fyrra.“ Sagði Adam Ægir Pálsson leikmaður Vals og fyrrum leikmaður Keflavíkur um leikinn eftir dramatískan sigur Vals í vítaspyrnukeppni í viðureign liðanna í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Keflavík 6 -  8 Valur

Adam byrjaði leikinn á varamannabekk Vals á gamla heimavellinum í dag. Hlutskipti sem fáir góðir leikmenn sætta sig við almennt.

„Já ég er alltaf fúll að vera á bekknum, Ég vill spila alla leiki og byrja þá svo að þetta er fúlt en svona er þetta.“

Er líða fór undir lok framlengingar leit allt vel út fyrir Val. Verandi 3-2 yfir og teljandi í sekúndum hvað eftir væri af leiknum kom þó höggið og Keflavík jafnar.

„Ég var svo sár, þetta var ótrúlega leiðinlegt. Við eigum það til stundum að fá á okkur mark í lokin og við þurfum að læra af þessu þetta er ekki í boði. En Keflavík á þetta til þeir eru með gott hjarta og eru góðir í þessu. “

Adam vakti athygli á samfélagsmiðlinum X á föstudagskvöldið þegar hann svararði færslu Match of the day á BBC á miðlinum. Þar kom hann á framfæri tengslum sínum við Jón Dag Þorsteinsson sem skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi á Wembley það kvöldið. Adam var sáttur með sinn mann á Wembley og enn sáttari að geta bent á tengsl sín við hann.

„Sturlað mark, ég er vanur að sjá hann skjóta í fjær en þarna ákvað hann að fara á nær. Við höfum átt góða tíma saman í London þegar hann var í Fulham og mér fannst gott að minna á það. “

„Maður er athyglissjúkur og þarf á einhvern hátt að koma sér í sviðsljósið.“

Sagði Adam en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner