Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
   sun 09. júní 2024 20:32
Sverrir Örn Einarsson
Adam Ægir: Maður er athyglissjúkur
Adam Ægir Pálsson í leik með Val
Adam Ægir Pálsson í leik með Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn var kaflaskiptur, við vorum fínir í fyrri hálfleik í byrjun en slökuðum svo aðeins á. Keflavík er bara með hörkulið og lítið breytt frá því í fyrra.“ Sagði Adam Ægir Pálsson leikmaður Vals og fyrrum leikmaður Keflavíkur um leikinn eftir dramatískan sigur Vals í vítaspyrnukeppni í viðureign liðanna í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: Keflavík 6 -  8 Valur

Adam byrjaði leikinn á varamannabekk Vals á gamla heimavellinum í dag. Hlutskipti sem fáir góðir leikmenn sætta sig við almennt.

„Já ég er alltaf fúll að vera á bekknum, Ég vill spila alla leiki og byrja þá svo að þetta er fúlt en svona er þetta.“

Er líða fór undir lok framlengingar leit allt vel út fyrir Val. Verandi 3-2 yfir og teljandi í sekúndum hvað eftir væri af leiknum kom þó höggið og Keflavík jafnar.

„Ég var svo sár, þetta var ótrúlega leiðinlegt. Við eigum það til stundum að fá á okkur mark í lokin og við þurfum að læra af þessu þetta er ekki í boði. En Keflavík á þetta til þeir eru með gott hjarta og eru góðir í þessu. “

Adam vakti athygli á samfélagsmiðlinum X á föstudagskvöldið þegar hann svararði færslu Match of the day á BBC á miðlinum. Þar kom hann á framfæri tengslum sínum við Jón Dag Þorsteinsson sem skoraði sigurmark Íslands gegn Englandi á Wembley það kvöldið. Adam var sáttur með sinn mann á Wembley og enn sáttari að geta bent á tengsl sín við hann.

„Sturlað mark, ég er vanur að sjá hann skjóta í fjær en þarna ákvað hann að fara á nær. Við höfum átt góða tíma saman í London þegar hann var í Fulham og mér fannst gott að minna á það. “

„Maður er athyglissjúkur og þarf á einhvern hátt að koma sér í sviðsljósið.“

Sagði Adam en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner