Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
banner
   fim 10. júní 2021 21:57
Elvar Geir Magnússon
Davíð Smári hreinskilinn: Við erum ekki Breiðablik
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude.
Davíð Smári Lamude.
Mynd: Hulda Margrét
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, fékk Janssen bóluefni í Laugardalshöll í morgun og fagnaði svo dramatískum sigri gegn Gróttu í mikilvægum leik í Lengjudeildinni í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  1 Grótta

„Alvöru dagur, þetta var virkilega sætt. Mér fannst þeir betri í fyrri hálfleik en við betri í seinni. Þetta er nákvæmlega eins og við lögðum upp leikinn, við ætluðum að leyfa þeim að föndra með boltann og sækja svo hratt á þá," segir Davíð.

Greinilegt var í leiknum að Davíð var ekki að fara að sætta sig við jafntefli. Hann dreif sína menn áfram í að finna sigurmarkið í lokin.

„Ég vildi öll stigin þrjú, við hefðum mögulega getað skorað fyrr en í lokin fannst mér við í raun vilja þetta meira."

Þessi sigur gefur Kórdrengjum heilmikið og togar liðið upp töfluna, það má segja að þeir stimpli sig nú inn í baráttu um að enda í topp tveimur.

„Byrjunin á mótinu var ekki alveg eins og við lögðum upp með. Það var stress í okkur og ég get kannski sjálfum mér um kennt þar. Ég fæ rautt spjald í fyrsta leik og það var hálf barnalegt að haga sér svona í fyrsta leik. En það er komið ákveðið jafnvægi í liðið."

„Við fórum kannski aðeins fram úr okkur í byrjun móts og ætluðum að spila öðruvísi fótbolta en við erum vanir. Við erum ekki Breiðablik og ætlum ekki að snerta boltann 500 sinnum áður en við skorum mark. Mér er alveg sama þó við snertum boltann þrisvar í leik og skorum þrjú mörk. Þannig lið erum við, við viljum að úrslitin séu góð."

„Stemningin hefur fylgt okkur í gegnum allar deildir og þó við séum komnir á hærra level þá væri kjánalegt að stimpla það út. Kröfurnar eru vissulega harðari og menn mega ekki haga sér eins og fífl í miðri viku, en ef menn ná í þrjú stig og það er vika í næsta leik þá mega menn leika sér."

Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner