Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
Formaður Völsungs: Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   fim 10. júní 2021 21:57
Elvar Geir Magnússon
Davíð Smári hreinskilinn: Við erum ekki Breiðablik
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude.
Davíð Smári Lamude.
Mynd: Hulda Margrét
Davíð Smári Lamude, þjálfari Kórdrengja, fékk Janssen bóluefni í Laugardalshöll í morgun og fagnaði svo dramatískum sigri gegn Gróttu í mikilvægum leik í Lengjudeildinni í kvöld. Sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Lestu um leikinn: Kórdrengir 2 -  1 Grótta

„Alvöru dagur, þetta var virkilega sætt. Mér fannst þeir betri í fyrri hálfleik en við betri í seinni. Þetta er nákvæmlega eins og við lögðum upp leikinn, við ætluðum að leyfa þeim að föndra með boltann og sækja svo hratt á þá," segir Davíð.

Greinilegt var í leiknum að Davíð var ekki að fara að sætta sig við jafntefli. Hann dreif sína menn áfram í að finna sigurmarkið í lokin.

„Ég vildi öll stigin þrjú, við hefðum mögulega getað skorað fyrr en í lokin fannst mér við í raun vilja þetta meira."

Þessi sigur gefur Kórdrengjum heilmikið og togar liðið upp töfluna, það má segja að þeir stimpli sig nú inn í baráttu um að enda í topp tveimur.

„Byrjunin á mótinu var ekki alveg eins og við lögðum upp með. Það var stress í okkur og ég get kannski sjálfum mér um kennt þar. Ég fæ rautt spjald í fyrsta leik og það var hálf barnalegt að haga sér svona í fyrsta leik. En það er komið ákveðið jafnvægi í liðið."

„Við fórum kannski aðeins fram úr okkur í byrjun móts og ætluðum að spila öðruvísi fótbolta en við erum vanir. Við erum ekki Breiðablik og ætlum ekki að snerta boltann 500 sinnum áður en við skorum mark. Mér er alveg sama þó við snertum boltann þrisvar í leik og skorum þrjú mörk. Þannig lið erum við, við viljum að úrslitin séu góð."

„Stemningin hefur fylgt okkur í gegnum allar deildir og þó við séum komnir á hærra level þá væri kjánalegt að stimpla það út. Kröfurnar eru vissulega harðari og menn mega ekki haga sér eins og fífl í miðri viku, en ef menn ná í þrjú stig og það er vika í næsta leik þá mega menn leika sér."

Sjáðu viðtalið í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner