Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mán 10. júní 2024 23:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sverrir hrósaði Valgeiri - „Ekki auðveldar aðstæður"
Icelandair
Sverrir Ingi í leiknum gegn í kvöld.
Sverrir Ingi í leiknum gegn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var full stórt að mínu mati," sagði Sverrir Ingi Ingason varnarmaður íslenska landsliðsins eftir tap gegn Hollandi í vináttulandsleik í kvöld.


Lestu um leikinn: Holland 4 -  0 Ísland

„Mér fannst við byrja seinni hálfleikinn nokkuð fínt en fáum síðan mark á okkur úr föstu leikatriði. Það var ekki mikið að gerast í leiknum þar til þeir skora þriðja markið. Það voru þungar lappir síðustu 15-20 mínúturnar og þeir koma inn með eldfljóta ferska menn og skora þriðja og fjórða markið," sagði Sverrir Ingi.

Valgeir Lunddal Friðriksson var ásamt Sverri í hjarta varnarinnar en Valgeir er bakvörður að upplagi.

„Valgeir kom mjög fínt inn í þetta. Ég veit ekki hversu marga leiki hann hefur spilað á sínum atvinnumannaferli sem hafsent. Við erum með meiðsli í þessari stöðu og hann þurfti að leysa það í dag, bara hrós á hann, stóð sig mjög vel ekki í auðveldum aðstæðum, á móti frábærum andstæðingi. Hann gerði eins vel og hann gat," sagði Sverrir Ingi.

Sverrir Ingi var sáttur með verkefnið í heild sinni.

„Ef þú hefðir sagt við mig fyrir verkefnið að við hefðum unnið annan leikinn þá hefði ég örugglega tekið það. Það vantaði aðeins meiri orku í dag eftir að hafa unnið á Wembley. Það er skiljanlegt, menn að koma úr löngu tímabili og það fór rosalega mikil orka og púður í leikinn á föstudaginn. Við þurfum að taka það jákvæða úr þessu, við sýndum að við getum staðið í bestu þjóðunum þegar við erum á okkar degi," sagði Sverrir Ingi.

„Það er stutt á milli í þessu, þegar við slökum á á móti þessum þjóðum þá refsa þeir grimmilega og við sáum það í dag að þú getur ekki gefið þeim nein svæði þá refsa þeir."


Athugasemdir
banner