Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   mán 10. júní 2024 23:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sverrir hrósaði Valgeiri - „Ekki auðveldar aðstæður"
Icelandair
Sverrir Ingi í leiknum gegn í kvöld.
Sverrir Ingi í leiknum gegn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var full stórt að mínu mati," sagði Sverrir Ingi Ingason varnarmaður íslenska landsliðsins eftir tap gegn Hollandi í vináttulandsleik í kvöld.


Lestu um leikinn: Holland 4 -  0 Ísland

„Mér fannst við byrja seinni hálfleikinn nokkuð fínt en fáum síðan mark á okkur úr föstu leikatriði. Það var ekki mikið að gerast í leiknum þar til þeir skora þriðja markið. Það voru þungar lappir síðustu 15-20 mínúturnar og þeir koma inn með eldfljóta ferska menn og skora þriðja og fjórða markið," sagði Sverrir Ingi.

Valgeir Lunddal Friðriksson var ásamt Sverri í hjarta varnarinnar en Valgeir er bakvörður að upplagi.

„Valgeir kom mjög fínt inn í þetta. Ég veit ekki hversu marga leiki hann hefur spilað á sínum atvinnumannaferli sem hafsent. Við erum með meiðsli í þessari stöðu og hann þurfti að leysa það í dag, bara hrós á hann, stóð sig mjög vel ekki í auðveldum aðstæðum, á móti frábærum andstæðingi. Hann gerði eins vel og hann gat," sagði Sverrir Ingi.

Sverrir Ingi var sáttur með verkefnið í heild sinni.

„Ef þú hefðir sagt við mig fyrir verkefnið að við hefðum unnið annan leikinn þá hefði ég örugglega tekið það. Það vantaði aðeins meiri orku í dag eftir að hafa unnið á Wembley. Það er skiljanlegt, menn að koma úr löngu tímabili og það fór rosalega mikil orka og púður í leikinn á föstudaginn. Við þurfum að taka það jákvæða úr þessu, við sýndum að við getum staðið í bestu þjóðunum þegar við erum á okkar degi," sagði Sverrir Ingi.

„Það er stutt á milli í þessu, þegar við slökum á á móti þessum þjóðum þá refsa þeir grimmilega og við sáum það í dag að þú getur ekki gefið þeim nein svæði þá refsa þeir."


Athugasemdir
banner