Man City komið með tilboð í Éderson - Man Utd vill selja Lindelöf og Eriksen - Chelsea með í baráttunni um Doué - Úrvalsdeildarfélög berjast um...
   mið 10. júlí 2024 14:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Settu Heimi efstan á blað fyrr á árinu - „Merkur dagur í írskum fótbolta"
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Getty Images
Heimir glaður.
Heimir glaður.
Mynd: Getty Images
Heimir Hallgrímsson var fyrr í dag óvænt ráðinn sem landsliðsþjálfari Írlands. Hann mun stýra liðinu í Þjóðadeildinni og í undankeppni HM 2026. Verður markmið hans að koma liðinu á heimsmeistaramótið.

Heimir verður formlega kynntur sem landsliðsþjálfari Írlands á blaðamannafundi á morgun.

Heimir hætti á dögunum sem landsliðsþjálfari Jamaíku en hann tekur við starfinu af Stephen Kenny sem hætti í nóvember síðastliðnum. Kenny gekk mjög erfiðlega í starfinu og vann aðeins sex af 29 keppnisleikjum sem landsliðsþjálfari Írlands.

Fram kemur á heimasíðu írska fótboltasambandsins að Heimir hafi fyrr á þessu ári orðið kostur númer eitt í starfið.

„Hallgrímsson var skilgreindur sem okkar fyrsti kostur fyrr á þessu ári þar sem reynsla hans passaði vel við leitarskilyrði okkar. Þessi viðmið sem við settum innihéldu meðal annars fyrri reynslu af landsliðsþjálfun, hæfni til að færa landslið upp á heimslista FIFA, að koma liðum á stórmót og þróa í leiðinni unga leikmenn áfram."

David Courell, framkvæmdastjóri írska sambandsins, segir að þetta sé stór dagur fyrir írskan fótbolta.

„Þetta er merkur dagur í írskum fótbolta þar sem við erum að ráða Heimi sem nýjan þjálfara. Mikill áhugi hefur verið á þessari ráðningu sem á endanum er skýrt merki um það hversu mikið fólki er annt um írska fótboltann. Við erum ánægð með að hafa fengið þjálfara með þá reynslu sem við vorum að leita að en mikilvægara er að hann deilir sýn okkar á írska fótboltann. Heimir var framúrskarandi umsækjandi og ég er gríðarlega spenntur fyrir því sem hann kemur með inn í hlutverkið," segir Courell.
Athugasemdir
banner
banner
banner