Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 10. september 2024 20:14
Sölvi Haraldsson
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Icelandair
Andri Fannar, fyrirliði U21 landsliðsins, í leiknum gegn Wales í dag.
Andri Fannar, fyrirliði U21 landsliðsins, í leiknum gegn Wales í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Þetta var mjög svekkjandi og ekki eins og við vildum að þetta færi en svona fór þetta. Þeir nýttu færin sín betur en við og fengu þrjú stig.“ sagði Andri Fannar Baldursson, fyrirliði U21 landsliðsins, eftir 2-1 tap gegn Wales.


Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Wales U21

Andri segir að það hafi verið erfitt að spila í þessum aðstæðum en það er ekki nóg að nota það sem afsökun.

Vindurinn spilaði auðvitað eitthvað inn í og það er erfitt að spila í þessum vindi. En eins og ég sagði, vindurinn er fyrir bæði lið og við getum ekki notað það sem afsökun en þetta er virkilega svekkjandi og lélegt af okkar hálfu að koma ekki betur stefndir í þennan leik.

Allt liðið er mjög svekkt yfir þessu en liðið hefði mátt gera hlutina yfirvegaðari samkvæmt fyrirliðanum.

Mér fannst við vera undir í baráttunni. Þeir nýttu sín færi betur en við. Við hefðum átt að vera yfirvegaðari á boltanum, við hefðum átt að láta boltann aðeins rúlla og búa til færi en það gerðist ekki í dag og við erum allir mjög svekktir yfir þessu.

Hvernig metur Andri gluggan og framhaldið í riðlinum?

Við eigum tvo leiki að spila í október, Litháen og Danmörku. Við höfum ekkert annað en að vinna þá leiki og sjá síðan hvað gerist. En þetta er virkilega svekkjandi og ég er ógeðslega pirraður yfir þessum leik í dag. Við vildum allir gera miklu betur. Við erum allir svekktir út í okkur sjálfa að hafa ekki gert betur. Þetta eru líka aulaleg mörk sem við fengum á okkur. Það gerir þetta aðeins verra, við verðum að standa saman, rífa okkur í gang og stíga upp úr þessu.“ sagði Andri Fannar Baldursson að lokum.

Viðtalið við Andra Fannar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner