Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á því að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   þri 10. september 2024 20:14
Sölvi Haraldsson
Andri Fannar: Aulaleg mörk sem við fengum á okkur
Icelandair
Andri Fannar, fyrirliði U21 landsliðsins, í leiknum gegn Wales í dag.
Andri Fannar, fyrirliði U21 landsliðsins, í leiknum gegn Wales í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Þetta var mjög svekkjandi og ekki eins og við vildum að þetta færi en svona fór þetta. Þeir nýttu færin sín betur en við og fengu þrjú stig.“ sagði Andri Fannar Baldursson, fyrirliði U21 landsliðsins, eftir 2-1 tap gegn Wales.


Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Wales U21

Andri segir að það hafi verið erfitt að spila í þessum aðstæðum en það er ekki nóg að nota það sem afsökun.

Vindurinn spilaði auðvitað eitthvað inn í og það er erfitt að spila í þessum vindi. En eins og ég sagði, vindurinn er fyrir bæði lið og við getum ekki notað það sem afsökun en þetta er virkilega svekkjandi og lélegt af okkar hálfu að koma ekki betur stefndir í þennan leik.

Allt liðið er mjög svekkt yfir þessu en liðið hefði mátt gera hlutina yfirvegaðari samkvæmt fyrirliðanum.

Mér fannst við vera undir í baráttunni. Þeir nýttu sín færi betur en við. Við hefðum átt að vera yfirvegaðari á boltanum, við hefðum átt að láta boltann aðeins rúlla og búa til færi en það gerðist ekki í dag og við erum allir mjög svekktir yfir þessu.

Hvernig metur Andri gluggan og framhaldið í riðlinum?

Við eigum tvo leiki að spila í október, Litháen og Danmörku. Við höfum ekkert annað en að vinna þá leiki og sjá síðan hvað gerist. En þetta er virkilega svekkjandi og ég er ógeðslega pirraður yfir þessum leik í dag. Við vildum allir gera miklu betur. Við erum allir svekktir út í okkur sjálfa að hafa ekki gert betur. Þetta eru líka aulaleg mörk sem við fengum á okkur. Það gerir þetta aðeins verra, við verðum að standa saman, rífa okkur í gang og stíga upp úr þessu.“ sagði Andri Fannar Baldursson að lokum.

Viðtalið við Andra Fannar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner