Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
   þri 10. september 2024 20:05
Sölvi Haraldsson
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Icelandair
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins.
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við vorum undir pari í dag. Fyrri hálfleikurinn var fínn að mörgu leyti. Við spiluðum býsna vel í fyrri hálfleik og héldum þeim frá markinu okkar. Svo ætluðum við að stíga upp og pressa þá með vindinn í bakið. En við fáum á okkur mark fljótlega, það gefur þeim orku og við förum að leita í lokasendingar of snemma.“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins, sem tapaði 2-1 gegn Wales í dag.


Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Wales U21

Ólafur segir varnarleikurinn hafa verið barnalegur á nokkrum köflum þegar hann var spurður út í hann.

Mér fannst við vera barnalegir í vissum mómentum þar sem við erum að tapa boltanum á hættulegum stöðum. Eitthvað sem maður getur ekki leyft sér á þessu leveli og okkur var refsað.“

Ólafur talaði mikið um það fyrir leik að hann ætti von á físískum leik gegn Wales og að liðið þyrfti að vera tilbúið í baráttuna, hvernig fannst honum liðið standa sig í því í dag?

Mér fannst við jafna Þá í því, strákarnir gáfu allt í það. Það var ekki það sem gerði útslagið, það voru ákvarðanatökur sem máttu vera betri.“

Möguleikarnir eru ekki miklir í riðlinum en Ólafur er brattur og segir að þeir séu þó alveg til staðar.

Þeir eru ennþá til staðar, við þurfum núna að setjast niður og kryfja þennan glugga, við þjálfarateymið. Við þurfum að plana fyrir Litháen heima í október, það er leikur sem við verðum að vinna. Við þurfum að vinna þann leik og sækja eitthvað til Danmerkur, það er nokkuð ljóst.

Hvernig metur Ólafur þennan glugga í heild sinni?

Góður að mörgu leyti en hann endaði ekki alveg nógu vel hjá okkur. Eins og ég sé þetta hefði maður viljað fara út úr þessu með 4 stig að minnsta kosti, ef ekki 6. En við lifum og erum bara áfram brattir.“ sagði Ólafur Ingi Skúlason að lokum

Viðtalið við Ólaf Inga má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner