Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búinn að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
   þri 10. september 2024 20:05
Sölvi Haraldsson
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Icelandair
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins.
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við vorum undir pari í dag. Fyrri hálfleikurinn var fínn að mörgu leyti. Við spiluðum býsna vel í fyrri hálfleik og héldum þeim frá markinu okkar. Svo ætluðum við að stíga upp og pressa þá með vindinn í bakið. En við fáum á okkur mark fljótlega, það gefur þeim orku og við förum að leita í lokasendingar of snemma.“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins, sem tapaði 2-1 gegn Wales í dag.


Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Wales U21

Ólafur segir varnarleikurinn hafa verið barnalegur á nokkrum köflum þegar hann var spurður út í hann.

Mér fannst við vera barnalegir í vissum mómentum þar sem við erum að tapa boltanum á hættulegum stöðum. Eitthvað sem maður getur ekki leyft sér á þessu leveli og okkur var refsað.“

Ólafur talaði mikið um það fyrir leik að hann ætti von á físískum leik gegn Wales og að liðið þyrfti að vera tilbúið í baráttuna, hvernig fannst honum liðið standa sig í því í dag?

Mér fannst við jafna Þá í því, strákarnir gáfu allt í það. Það var ekki það sem gerði útslagið, það voru ákvarðanatökur sem máttu vera betri.“

Möguleikarnir eru ekki miklir í riðlinum en Ólafur er brattur og segir að þeir séu þó alveg til staðar.

Þeir eru ennþá til staðar, við þurfum núna að setjast niður og kryfja þennan glugga, við þjálfarateymið. Við þurfum að plana fyrir Litháen heima í október, það er leikur sem við verðum að vinna. Við þurfum að vinna þann leik og sækja eitthvað til Danmerkur, það er nokkuð ljóst.

Hvernig metur Ólafur þennan glugga í heild sinni?

Góður að mörgu leyti en hann endaði ekki alveg nógu vel hjá okkur. Eins og ég sé þetta hefði maður viljað fara út úr þessu með 4 stig að minnsta kosti, ef ekki 6. En við lifum og erum bara áfram brattir.“ sagði Ólafur Ingi Skúlason að lokum

Viðtalið við Ólaf Inga má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner