Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   þri 10. september 2024 20:05
Sölvi Haraldsson
Ólafur Ingi: Barnalegir á vissum mómentum
Icelandair
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins.
Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við vorum undir pari í dag. Fyrri hálfleikurinn var fínn að mörgu leyti. Við spiluðum býsna vel í fyrri hálfleik og héldum þeim frá markinu okkar. Svo ætluðum við að stíga upp og pressa þá með vindinn í bakið. En við fáum á okkur mark fljótlega, það gefur þeim orku og við förum að leita í lokasendingar of snemma.“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðsins, sem tapaði 2-1 gegn Wales í dag.


Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Wales U21

Ólafur segir varnarleikurinn hafa verið barnalegur á nokkrum köflum þegar hann var spurður út í hann.

Mér fannst við vera barnalegir í vissum mómentum þar sem við erum að tapa boltanum á hættulegum stöðum. Eitthvað sem maður getur ekki leyft sér á þessu leveli og okkur var refsað.“

Ólafur talaði mikið um það fyrir leik að hann ætti von á físískum leik gegn Wales og að liðið þyrfti að vera tilbúið í baráttuna, hvernig fannst honum liðið standa sig í því í dag?

Mér fannst við jafna Þá í því, strákarnir gáfu allt í það. Það var ekki það sem gerði útslagið, það voru ákvarðanatökur sem máttu vera betri.“

Möguleikarnir eru ekki miklir í riðlinum en Ólafur er brattur og segir að þeir séu þó alveg til staðar.

Þeir eru ennþá til staðar, við þurfum núna að setjast niður og kryfja þennan glugga, við þjálfarateymið. Við þurfum að plana fyrir Litháen heima í október, það er leikur sem við verðum að vinna. Við þurfum að vinna þann leik og sækja eitthvað til Danmerkur, það er nokkuð ljóst.

Hvernig metur Ólafur þennan glugga í heild sinni?

Góður að mörgu leyti en hann endaði ekki alveg nógu vel hjá okkur. Eins og ég sé þetta hefði maður viljað fara út úr þessu með 4 stig að minnsta kosti, ef ekki 6. En við lifum og erum bara áfram brattir.“ sagði Ólafur Ingi Skúlason að lokum

Viðtalið við Ólaf Inga má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir