Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
Mætt í Meistaradeildina - Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar snýr aftur
Upplifir drauminn í sumar - „Mjög erfitt að segja nei við FCK"
Jóhann Birnir: Félag sem ætti frekar að verja að berjast um að komast í efstu deild
Ber sterkar taugar til FH en samdi við Val - „Maður þarf stundum að vera smá eigingjarn"
Birgir Steinn: KR getur farið alla leið
Arnór Gauti: Vil sanna mig á stærra sviði og reyna að komast út
Alex: KR er stærsti klúbburinn
banner
   mán 11. maí 2015 21:53
Björgvin Stefán Pétursson
Addi Grétars: Nefið á Ellerti er í góðum keng
Ellert og Rasmus lenda í samstuðinu.
Ellert og Rasmus lenda í samstuðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef þú hefðir spurt mig fyrir leik þá hefði ég sagt tvö stig töpuð en eftir að hafa spilað leikinn held ég að við getum verið sáttir við þetta eina stig," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks eftir 2-2 jafntefli við KR í Kópavogi í kvöld.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  2 KR

„Mér fannst við byrja leikinn mjög vel og komumst réttilega yfir 1-0 en það voru bara búnar 10-11 mínútur af fyrri hálfleik og þá fannst mér menn hætta að spila, voru ekki að bjóða sig og fóru í feluleik, voru nálægt mönnunum sínum og á voru KR-ingar allsráðandi það sem eftir var fyrri hálfleiks. Auðvitað var blóðugt að fá á sig jöfnunarmark á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks."

„Þó KR-ingar hafi verið betri þá voru þeir ekki að skapa sér færi og mér fannst seinni hálfleikur ívið jafnari og KR-ingar komu grimmari til að byrja með og við unnum okkur inn í leikinn. Ég var sáttur með að menn svöruðu því þegar við fáum á okkur 1-2 og við skorum strax mark."


Ellert Hreinsson lenti í samstuði við Rasmus Christiansen í leiknum og er líklega nefbrotinn.

„Ég held að það hljóti að vera, nefið er í góðum keng. Hann er ekkert sáttur við nefið á sér eins og það er núna og ég held að það þurfi að fara í réttingu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner