Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
banner
   lau 11. júlí 2020 19:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnar: Komu sér í hörkufæri sem mér fannst mjög ódrengilega gert
Gunnar var svekktur í leikslok.
Gunnar var svekktur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkelsi, við komum hingað og ætluðum að fara áfram og ná eins langt og við gætum í bikarnum," sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, eftir 1-0 tap gegn Þór/KA í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Gunnar fjölgaði í sóknarlínu sinni undir lok leiks til að auka líkur á jöfnunarmarkinu.

„Já þar sem þetta er bikarkeppni þá reynir maður aðeins að bæta í, skitpir ekki máli að tapa 1-0 eða 2-0. Það gekk alveg nógu vel að setja þrýsting á varnarlínu Þór/KA."

Gunnar Magnús var, eins og Andri Hjörvar, spurður út í atvik undir restina þegar leikurinn var stöðvaður vegna þess að leikmaður Keflavíkur fékk boltann í andltiið. Þór/KA fékk svokallaðan 'drop-ball' og sendi boltann yfir varnarlínu Keflavíkur og elti boltann uppi og ollu usla.

„Já þetta var svolítið sérstakt. Ég áttaði mig ekki alveg á því hver ætti að fá boltann. Þetta var búið að gerast fyrr í leiknum líka. Dómarinn sagði leikmanni okkar að fara í burtu og því stóðum við í þeirri meiningu að Þór/KA væri að gefa boltann til baka en síðan stungu þær boltanum í gegn og komu sér í hörkufæri sem mér fannst mjög ódrengilega gert. Ég veit ekki hver átti að eiga boltann."

Gunnar var að lokum spurður út í leikmannahópinn en athygli vakti að hann gerði einungis eina breytingu á byrjunarliðinu frá síðasta deildarleik.

„Leikmannahópurinn er ekki mjög breiður og það hefur verið töluvert álag, við erum búin að ferðat mikið. Þetta er sérstakt þar sem það liggur við að við séum komin með aðsetur hérna á Norðurlandinu, áttum Völsung í 1. umferð og Tindastól í 2. umferð og komum svo núna norður í bikarnum."

Gunnar ræddi að lokum um framhaldið og sjá má öll hans svör í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner