Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   lau 11. júlí 2020 19:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gunnar: Komu sér í hörkufæri sem mér fannst mjög ódrengilega gert
Gunnar var svekktur í leikslok.
Gunnar var svekktur í leikslok.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkelsi, við komum hingað og ætluðum að fara áfram og ná eins langt og við gætum í bikarnum," sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, eftir 1-0 tap gegn Þór/KA í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Gunnar fjölgaði í sóknarlínu sinni undir lok leiks til að auka líkur á jöfnunarmarkinu.

„Já þar sem þetta er bikarkeppni þá reynir maður aðeins að bæta í, skitpir ekki máli að tapa 1-0 eða 2-0. Það gekk alveg nógu vel að setja þrýsting á varnarlínu Þór/KA."

Gunnar Magnús var, eins og Andri Hjörvar, spurður út í atvik undir restina þegar leikurinn var stöðvaður vegna þess að leikmaður Keflavíkur fékk boltann í andltiið. Þór/KA fékk svokallaðan 'drop-ball' og sendi boltann yfir varnarlínu Keflavíkur og elti boltann uppi og ollu usla.

„Já þetta var svolítið sérstakt. Ég áttaði mig ekki alveg á því hver ætti að fá boltann. Þetta var búið að gerast fyrr í leiknum líka. Dómarinn sagði leikmanni okkar að fara í burtu og því stóðum við í þeirri meiningu að Þór/KA væri að gefa boltann til baka en síðan stungu þær boltanum í gegn og komu sér í hörkufæri sem mér fannst mjög ódrengilega gert. Ég veit ekki hver átti að eiga boltann."

Gunnar var að lokum spurður út í leikmannahópinn en athygli vakti að hann gerði einungis eina breytingu á byrjunarliðinu frá síðasta deildarleik.

„Leikmannahópurinn er ekki mjög breiður og það hefur verið töluvert álag, við erum búin að ferðat mikið. Þetta er sérstakt þar sem það liggur við að við séum komin með aðsetur hérna á Norðurlandinu, áttum Völsung í 1. umferð og Tindastól í 2. umferð og komum svo núna norður í bikarnum."

Gunnar ræddi að lokum um framhaldið og sjá má öll hans svör í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir